Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 6
6 LAUGARDAGUR 28. MAl2005 Fréttir DV Barnaperrinn ífelum „Nei, það er ekkert nýtt að frétta af þessu máli,“ sagði Halldór Jensson, varðstjóri hjá Lögregl- unni í Keflavík um mál barna- perrans sem hefur reynt að tæla börn til sín með því að gefa þeim nammi. „Það er rannsókn í gangi á málinu og sem betur fer hafa engin fleiri dæmi kom- ið,“ bætti hann við og því lítur út fyrir að perrinn sé í felum eftir mikla umfjöllun um málið. Eins og DV greindi frá í gær er óhugur í foreldrum í Reykjanesbæ vegna málsins. Atkvœðasmölun réttlœtanleg? Jakob Hrafnsson, formaður Sambands ungra framsóknar- manna. „Meðan kosningafyrirkomu- lagið býður upp á þetta er ekkert hægt að segja viö þessu. Þetta er stundað I öll- um flokkum og öllum próf- kjörum og lítið hægt að segja viö þvl meðan þessi mögu- leiki er fyrir hendi. Þetta er löglegt en siðlaust." Hann segir / Hún segir „Að mlnu mati, efég væri að bjóða mig fram I embætti, þætti mér skemmtilegra að vera kosin afþeim sem eru I flokknum og kjósa afhug- sjón. En þetta viðgengst IIs- lenskri pólitík og lltið við þvl að gera. Mér fínnst þetta lög- legt en siðlaust." Kristfn Marfa Birgisdóttir, formaður Ungra frjálslyndra. LOGMEN Scott McKenna Ramsey játaöi fyrir Héraösdómi Reykjaness í gær ásökunum um stórfellda líkamsárás sem varð danska hermanninum Flemming Tolstrup að bana. Scott var mjög niðurlútur og ávarpaði réttinn ekki sjálfur. Scott McKenna Ramsey Virtist bugaður þegar hannjátaði að hafa valdið dauða dansks hermanns. * ■ Scott var hokinn í baki og leit vart upp og mátti aug- Ijóslega sjá að hann var bugaður maður. Mál knattspyrnumannsins Scotts McKenna Ramsey var tekið fyr- ir í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Scott er ákærður fyrir stórfellda líkamsárás á danska hermanninn Flemming Tolstrup á veitinga- staðnum Traffic í Keflavík, sem leiddi til dauða Flemmings. „Já, hann játar á sig sök,“ sagði Ásgeir Jónsson, verjandi Scotts Ramsey, þegar dómarinn spurði Scott um afstöðu til ákærunnar. Scott er ákærður fyrir stórfellda lík- amsárás sem leiddi til dauða danska hermannsins Flemmings Tolstrup. Refsing og skaðabætur „Hann neitar ekki bótakröfunni sem slíkri og leggur það í hendur verjanda síns að sjá um hana," voru svör Ásgeirs þegar Scott var spurður um afstöðu til bótakrafna. Ættingjar Flemmings hafa farið fram á að Scott borgi allan kosmað við útför- ina sem og milljón króna í skaða- bætur. Auk þess fer ákæruvaldið fram á refsingu, þó ekki liggi fyrir hve þunga. Drap með einu höggi Atvikið átti sér stað á veitinga- húsinu Traffic í Keflavík aðfaranótt laugardagsins 13. nóvember þar sem mennirnir tveir voru báðir að skemmta sér. Flemming mun hafa verið að daðra við eiginkonu Scotts sem olli því að Scott gaf hinum látna hnefahögg efst á háls hægra megin með þeim afleiðing- um að rifa kom á slagæð sem liggur meðfram hálshrygg. -Leiddi þetta til mik- illa blæðinga inni í höfuðkúpu, milli heila og innri heila, sem dró að lok- um danska hermanninn til dauða. Flemming Tolstrup Danski hermaðurinn sem lést af völdum Scotts. Vængbrotinn mað- ur Það var augljóslega vængbrotinn maður sem kom fyrir héraðsdóm í gær. Scott gerði enga til- raun til að fela andlit sitt fyrir ljósmyndurum og gekk niðurlútur inn í rétt- arsal þar sem mál hans var tekið fyrir. í þær tíu mínútur sém Scott sat inni í réttarsal ávarpaði hann aldrei réttinn held- ur hvíslaðist á við lög- fræðing sinn. Scott var hokinn í baki og leit vart upp og máttí augljóslega sjá að hann var bugaður maður. johann@dv.is Rosalega ilott1 SKÓLAOAGBÓK ijúlí‘05 til.30.júní'06; StútUill at skemmtilegu etni tyrir hressar galdrastelpur! , Harðspjalda meö gormi. VAKA-HELGAFELL Meiðyrðamál fyrrverandi tengdasonar gegn Jóni Baldvini Snæfríður kölluð í vitnastúkuna Snæfríður Baldvinsdóttir var kölluð í vitnastúkuna fyrir Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær vegna meintra meiðyrða föður hennar gegn bamsföður hennar, ítalska fréttamanninum Marco Brancaccia. Jón Baldvin Hannibalsson, sendiherra í Finnlandi og fyrrver- andi utanrfldsráðherra, sagði í sam- tali við DV í júlí í fyrra að fyrrverandi tengdasonur hans, Marco, hefði hótað að myrða hann og Bryndísi Schram sendiherrafrú. Ummæhn féllu er Jón Baldvin var inntur við- bragða vegna kæru Marcos gegn honum og Snæfríði vegna brott- náms dóttur Marcos og Snæfríðar frá þáverandi heimalandi sambýlis- fólksins: Mexflcó. Sagði Jón Baldvin að Marco væri ofbeldismaður og að hann hefði beitt dóttur sína og barnsmóður of- beldi. •tmtan DVíjúl ÍJón Baldvin svaraði Marco meðyfir- lýsingu semnú er tilefni meið- yrðamáls. Jón Baldvin Sendiherrann erlrannsókn I Mexlkó vegna aðildar að meintu barnsráni. ítölsk yfirvöld hafa sýnt Marco víðtækan stuðning í málum hans gegn sendiherranum. I gær var konsúll Ítalíu á ís- landi viðstaddur aðalmeð- ferðina Marco til andlegs stuðnings. Reimar Pétursson er lögfræðingur Jóns Baldvins í máhnu. Hann fór fram á að réttarhöldin yrðu lokuð til að hindra að efni þeirra bærist almenningi til eyma. í máh Reimars og Snæfríðar fyrir réttí kom fram að Marco hefði sagt eitthvað við hana, sem hefði mátt túlka sem hótun gegn foreldr- um hennar. Ekki náðist í Reimar í gær, en Marco kvaðst aðspurður vongóður um að vinna málið. jontrausti&dv.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.