Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 12
12 LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 Fréttir DV Hrundi með vinnupalli Maður slasaðist þegar vinnupallur utcin á íbúðar- húsi við Hátún í Reykjavík gaf sig í gærmorgun. Að sögn Lögreglunnar í Reykjavík voru tveir menn staddir á vinnupallinum til móts við þriðju hæð þegar hann gaf sig. Annar þeirra féll niður og beinbrotnaði, en þó ekki alvarlega að því er talið er. Hinum mannin- um tókst aftur á móti rétt að ná taki á húsinu þegar pallurinn gaf sig. Þaðan gat hann híft sig upp á svalir og komið sér í öryggi. Banaslys í Hvalfirði Tuttugu og fjögurra ára karlmaður úr Reykja- vík lést þegar fólksbiffeið sem hann ók lenti á vörubíl sem kom úr gagnstæðri átt. Að sögn lögreglu átti slysið sér stað um hálfníuleytið í gærmorgun á þjóðvegin- um í Hvalfirði rétt við af- leggjarann að Miðdal í Kjós. Bílstjóri vörubfls- ins, sem var á austurleið, slapp ómeiddur. Talið er ökumaður fólksbiifeið- arinnar hafl látist sam- stundis. Veginum var lokað í kjölfarið en opn- aður aftur um ellefuleyt- ið. Lögregla gat ekki gef- ið upplýsingar um að- draganda slyssins og málið er í rannsókn. Flugvélin ekki í Noregi Talsmaður flugfélagsins Futura hefur staðfest að flug- vélin sem flutti Sigurð H. Bjöms- son, sem liggur alvar- lega veikur á Landspítalan- um með hermannaveiki, til Rómar hafi ekki verið í Nor- egi stuttu áður. Þar með er hægt að útiloka flugvélina sem tenginu á milli her- mannaveikinnar á íslandi og í Noregi. Flugvélin sem flutú Sigurð hefur aðsetur hér á íslandi og flytur íslendinga til Spánar, Portúgals og Ítalíu. Ekki er þó útilokað að bakt- erían sem veldur veikinni hafi náð fótfestu í loftræsú- kerfi vélarinnar. Davíð aftur í borgina „Eini maðurinn sem gæti snúið við taflinu er Davíð Oddsson,1' segir Kristinn H. Gunnarsson þingmaður Framsóknar- flokks á heimasíðu sinni um möguleika Sjálfstæð- isflokksins á að vinna aftur borgina. „Ég sé engan annan sigur- möguleika fyrir Sjálf- stæðisflokkinn að óbreyttu samstarfi meirihlutaflokkanna," heldur Krisúnn áffam og veltir að lokum fyrir sér hvort Davíð snúi aftur til upphafsins með það í huga að ljúka stjórn- málaferlinum þar sem hann hófst. Áralangar ofsóknir hafa dunið á Þorsteini Hermannssyni og fjölskyldu hans. Fyrr- verandi mágur Þorsteins hefur sent honum hótanir og unnið skemmdarverk á eignum hans svo fjölskyldan öll lifir í ótta. Þorsteinn segir ofsóknirnar stafa af deilum um umgengnisrétt. Málið er komið alla leið í dómsali þar sem mágurinn mun þurfa að svara fyrir ofsóknir sínar. Ofsónur ai fyrrverandi mági sínum „Fjölskyldan lifir við stöðugan ótta,“ segir Þorsteinn Hermanns- son starfsmaður Osta- og smjörsölunnar en hann hefur búið við ofsóknir frá fyrrverandi mági sínum um næstum sjö ára skeið. Þorsteinn segir manninn, sem hefur margoft setið um hann og hótað honum, eiga við geðræn vandamál að stríða og vill helst sjá hann í læknishöndum. Deilur um umgengnisrétt eru rót of- sóknanna. Maðurinn sem ofsótt hefur Þor- stein og fjölskyldu hans er fyrrverandi mágur hans. Hann á tvö böm með systur Þorsteins og hefur staðið í deil- um við hana um umgengisrétt barna þeirra síðan þau skildu að skiptum fyrir tæpum sjö ámm. Mágurinn fyrrverandi hefur verið ákærður fyrir að hafa sent hótunarbréf og skilaboð til Þorsteins og systur hans; brotið rúður á heimili Þorsteins með grjót- hnullungi og veist að lögreglumönn- um með hníf. Mágurinn mætti ekki í héraðsdóm þegar þingfesta átti málið. Stöðugar ofsóknir í bréfum og skilaboðum sem mág- urinn hefur sent hótar hann meðal annars að skjóta systur Þorsteins, rústa skóbúð móður hennar og að drepa Þorstein sjálfan með hagla- byssu. „Þetta hefur veruleg áhrif á líf manns þegar svona maður gengur laus," segir Þorsteinn um mág sinn fyrrverandi. Þorsteinn neyddist til að ílytja vegna ofsóknanna en maðurinn sat um hús hans á næt- urna, braut rúður í hús- inu, skar á bfldekk og var í öllu afar ógnandi. Mágurinn hefur verið ákærður fyrir að hafa sent hótunarbréf og skilaboð tilÞorsteins og systur hans; brotið rúður á heimili Þorsteins með grjóthnullungi og veist að lögreglumönnum með hníf. hann að fá að ganga gegn mér og fjöl- skyldunni?" Þorsteinn vonast úl að einhvör svör fáist í réttarhöldunum yfir mági hans sem nú standa fyrir dyrum. „Þar fæ ég loks tækifæri til að segja frá því hvað þessi maður hefur gengið langt gegn mér og fjölskyldu minni." andri@dv.is Fleiri í sömu sporum Hættulegt ástand Nú býr Þorsteinn á fjórðu hæð í blokk, er með tvöfalda lása á útidyrahurð- inni og lýsir upp bílskúrinn sinn. Hann segist ekki verða í rónni fyrr en mágur hans fyrrverandi verði settur bak við lás og slá eða honum verði tryggt nálgunarbann. „Ég lagði fram kröfu um nálgunarbann fyrir einu og hálfu ári en hef ekki fengið svar enn. Hversu lengi á maður að láta svona ganga yfir sig? Hversu langt á júkteWMtö Þorsteinn Hermannsson er ekki einn í þeim sporum að þurfa að lifa í ótta við ofsóknir truflaðs manns. Skákmeistarinn HelgiÁss Grétars- son hefur um árabil þurft að sæta ofsóknum Páls Þórðarssonar, barnsföðm eiginkonu sinnar. Fyrir nokkru fékk Páll hálfs árs fangels- isdóm fyrir stöðugar ofsóknir og ofbeldi á hendur Helga. Eftir að Páli var sleppt út braut hann nær B um leið nálgunarbann sem Helgi & H l&l P BBt hafði fengið og hélt áfram upp- 5JSlso3^kommogbi‘J!Í^\ teknum hættL 1>e8ar taka átti ÍJf.—málið fyrir í héraðsdómi gleymd- istaðboðaPálf réttinn. Ikjölfar- jpfBrwj— jhí ið lýsú Helgi Áss því yfir í fjöl- Fimmtudaginn 20.janúar miðlum að erfitt væri fyrir menn 1 hans stoðu að lifa eðli- FUIBimFOM ÍSINNft ÖSKRMJDl DV legu lífi. Lífi án ofsókna og ótta við oft á tíðum trufl- aða menn sem kerfið á í erfiðleikum með að hemja, Plataði öryrkja til kaupa á hlutabréfum í deCODE genetics Landsbankinn í dóm fyrir að plata öryrkja Hinrik Jónsson, öryrki sem DV fjallaði um í október á síðasta ári, hefur unnið áfangasigur í málaferl- um sínum gegn Landsbankanum. Mál hans verður til aðalmeðferðar í Héraðsdómi Reykjavíkur á mánu- daginn. Upphaf málsins var að Lands- bankinn seldi Hinriki hlutabréf í deCODE genetics fyrir rúmar 5 milljónir króna árið 2000. Gengi bréfanna var þá 56. Landsbankinn seldi síðar bréfín fyrir Hinrik á geng- inu 5,95 sem útlögðust sem 500 þús- und krónur. Lögfræðingur Hinriks, Hróbjart- ur Jóhannesson, segir rót máls- ins vera meðal annars að bank- inn hafi ekki kynnt sér bága að- stöðu Hinriks áður en hann keypti hlutabréfin. „Niðurstaða geðlæknis er sú að andlegt hæfi Hinriks til að stunda fjármálaleg J viðskipti hafi verið Æ verulega skert," sagði Hróbjartur í viðtali við DV í október. Þar að auki voru bréfin ekki skráð á hluta- bréfamarkaði þegar umrædd kaup fóru fram. „Við skoðun á þessum viðskipt- | um bankans virðist ljóst að um- hr rædd hlutabréf eru úr safni óskráðra hlutafélaga í deCODE jí' J^^sem Landsbankinn keypti af lúxembúrgsku eignar- k haldsfélagi í eigu Kára Stefánssonar," sagði , Hróbjartur einnig. L Hlutabréfa- Hinrik Jónsson öryrki Vonast til að réttlætið nái fram að ganga. brask Landsbankans varð til þess að Hinrik missú aleiguna, sem hann hafði fengið í sjúkrabætur eftir slys sem gerði hann að öryrkja. Hinrik segist hafa fengið mikinn stuðning frá þeim sem til hans þekkja og þyk- ir honum stórfenglegt að ná málinu svona langt og vonast til að rétúæúð nái fram að ganga. „Vinir mínir hafa stutt mikið við bakið á mér og ég er mjög ánægður með að málið sé komið fyrir dóm. Ég vona að niðurstaðan verði já- kvæð fyrir mig,“ segir Hinrik. DV mun fylgja máli Hinriks eftir næstu daga.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.