Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 28.05.2005, Blaðsíða 39
DV Helgarblaö LAUGARDAGUR 28. MAÍ2005 39 „Ég kaila þetta angelínuna mína enda er þetta engill," segir Eydís Eir Björnsdóttir nemi sem er nýkomin frá Boston þar sem hún ætlaöi að fá sér fleiri tattú. „Ég ætlaði að fá mér eitt á fót- legginn eða höndina en komst að því að þetta væri ólöglegt í Boston svo ég geymi þetta bara þangað til seinna í sumar. Mig langar í eitthvað á latfnu eða grísku en það ræðst bara þegar að því kemur. Myndin verður samt að vera falleg og þýða eitt- hvað fyrir sjálfa mig,“ segir Eydís Eir og viðurkennir að henni þyki sexí að vera með tattú. „Ég fékk þessa mynd í fyrra og var þá búin að leita lengi á netinu. Fjölnir teiknaði hana síðan upp fyrir mig og gerði hana að minni. Þetta var mjög vont en ég held samt að ég fari einhvern tímann aftur. Maður setur bara góða tónlist á og skellir í sig smá áfengi og þá er þetta bara gam- an.“ Eydís segist ekki hafa neinar áhyggjur af því að eiga eftir að sjá eftir uppátækinu. „Ég nenni ekki að eyða tímanum í eftirsjá enda tók ég þessa ákvörðun. Eg veit líka að ef ég væri ekki ennþá búin að fá mér tattú væri ég enn að hugsa um það. Mér finnst þetta mjög fallegt og bakið er mjög góður staður því þá er ég ekki alltaf að horfa á það og fæ ekki leið á því. Það skiptir mig mjög miklu máli að vera með sérstaka mynd og að láta hana endurspegla sjálfa mig, ég er náttúrulega algjör engill og mjög góð stelpa," segir hún brosandi. Eydís segist finna fyrir athygli ef hún er með bakið bert en hún sé bara stolt af tattúinu sfnu. „Það er mismunandi hvernig fólk upplifir svona, sumum þyk- ir þetta ef til vili villt hegðun en ég spái ekkert í hvað fólki finnst um mig, ég er bara eins og ég er. Það getur meira en vel verið að ég fái mér annað en það verður þá að vera nett og flott. Kannski ég fái mér ijónsloppur á fótlegg- inn þar sem ég er í ljónsmerk- inu." * Tattúin vorufíkn „Eftir að ég var byrjuð var ekki aftur snúið," segir Aðalheiður Kristín Stefánsdóttir sem er með sex tattú. Heiða, eins og hún er köfluð, fékk sér fyrsta tattúið þegar hún var 14 ára. „Fyrsta tattúið var h'tið kínverskt tákn á upphandleggnum sem ég fékk í afmælisgjöf frá mömmu eftir margra ára suð. Næst fékk ég mér tribal-tákn á úlnliðinn, annað á hálsinn og enn annað á framhandlegginn. Svo er ég með stóra mynd á kálfanum og konu á upphandleggnum." Heiða segist vera hætt í bfli en allar líkur séu á að hún fái sér fleiri í framtíðinni. „f dag myndi ég hugsa mig miklu meira um og velja myndina mjög vel. Þegar ég var að byija var þetta einhvers konar fíkn og tattú- in færðu mér þvílíka sælu. Ég leyfi mér samt ekki að sjá eftir þessu en það koma þó stundir sem ég iðrast en ég er náttúrulega orðin svo vön þessu og er ekkert að pæla í þessu. Það er helst leiðinlegt að fá komment frá fólki og þá sérstaklega eldra fólki," segir Heiða en segir íslendinga ekki beint fordómafulla gagnvart tattú- um heldur finnist þeim þetta frekar heimskulegt. „Ég er alltaf að fá að heyra hvernig ég haldi eiginlega að mér finnist að vera með þetta þegar ég er orðin gömul eða að fólk spyr hvað svona sæt stelpa sé að gera með svona hrikaleg tattú. Ég mæli hiklaust gegn því að fólk fái sér tattú svona ungt en þetta er eitthvað sem ég var búin að ákveða þegar ég var sex ára, þannig að ég melti þetta í þónokkur ár.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.