Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Fyrst og fremst DV Útgáfufélag: 365 - prentmiðlar Ritstjórar: Jónas Kristjánsson og MikaelTorfason Fréttastjórl: Óskar Hrafn Þorvaldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvlk, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 515 7599 - Ritstjórn: 550 5020 Fréttaskot: 550 5090 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is Auglýslngan auglysingar@dv.is. Setning og umbrot: 365 - prentmiðlar. Prentvinnsla: ísafoldarprentsmiðja. Dreifing: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins (stafrænu formi og úr gagnabönkum án endurgjalds. Öll viðtöl blaðsins eru hljóðrituð. Dr. Gunrti heima og að heiman 5gera konuna mtna brjálaða. Konan er búin að vera heima með son- inn (næstum því tvö árog núnaerhún á leið (skóla. Sem sé, hún hefur ekki haftneinartekjur sem orðeráger- andi. Það breytir þvf ekki aö bankinn sér hana fyrir sér sem stóran sparigrfs sem þeir vilja óimir kreista. Einhver kona frá bankanum er búin að böggast á konunni sfðustu dagana. Hún vill fá hana á fund. Hún hríngdi nokkrum sinnum til aö boða hana á fundinn. Svo kom f Ijós að ég og eiginkonan vorum búin aö fara á svona fund og þvf engin ástæða til að konan mætti aftur. Þetta kom upp úr kafinu f fjórða sfmtal- inu. Það breytti þvf ekki að f gær- morgun fékk konan sms til að minna hana á fundinn sem hún átti ekki að koma á. Arrrggghhhh!!! Við róum gaíéið- Hvað er annars að þessum bönk- um? Hætta þeir ekki fyrr en þeir eiga allar fasteiginir á landinu og allir eru með bullandi yfir- drátt og lán hjá þeim? Eg held ekki. Ég er farinn að sjá bankana fyr- irmérsemslefandi óargadýr meö blóð- tauma f kjaftinum. Sfhungruð skrýmsli rekin áffam af óseðjandi graeðgi. Ef þeir græða trílljón eitt áríð sætta þeir sig ekki viö minna en tvær trilljónir næsta ár. Lands- menn - blindaðir af þeirri blekk- ingu að peningar og drasl gerí þá hamingjusama - eins og hlekkj- aðir þrælar róandi bankagaleiö- unnl. Karíamir sem hafa 6-20 miil- urá mánuði lemjandi bumbur öskrandi ofanþilja. Skipinu er stefrít til útlanda, ,útrás“ kalla þeir það, voða upp með sér. Bubhi bankaþurgeis Sonur mmn er að ffla Bubba byggir f botn og er rosa kátur þegar hann sér skurðgröfu eöa traktor á fömum vegi. Mér Ifst ekkert á að það sé veriö aö æsa iönaðarmanninn upp f baminu og finnst skrftiö að ekki sé til bamaefni sem æsir bömin upp f að verða það sem er eftirsóknarverðast Ríkur. Allir foreldrar myndu kaupa Bubba banka- burgeis handa bömunum eða ævintýri Valla verðbréfamiðlara eða sögumar um Kvóta-Kobba, Lyfja-Lalla og nýrfka vini þeirra. Sjálfur ætla ég að mála dollara og prósentumerki og allskyns Ifnurft á veggina f bamaherberginu. ' Maður má ekki láta eigin mistök ganga f erfðir og nauðsynlegt aö byrja snemma að leggja Ifnumar. Leiðari Mikael Torfason Ég var allan tímann - á meðan ég horfði á þetta viðtal - að velta þvífyrir mér afhverju Michael Moore stofnaði elclci sjálfur fyrirtœlci í Flint. Enginn renaissance-maður Isjónvarpinu um daginn var mynd um kvikmyndagerðarmanninn og rithöf- undinn Michael Moore. Hann var á ferð um Bandaríkin að kynna nýja bók og reyndi að fá viðtöl við forstjóra stórfyrir- tækja í leiðinni. Sem er svipað og hann gerði í fyrstu mynd sinni, Roger and me. Sú mynd var alveg frábær. Ungur kvik- myndagerðarmaður, Michael Moore, reynir að elta uppi forstjórann sem vill loka bílaverksmiðju í heimabæ Michaels, Flint í Michigan. Það þarf varla að segja frá því að Roger þessi vildi alls ekki hitta Michael. Það vildi Phil Knight, forstjóri Nike, hinsvegar gera með glöðu geði. Konan hans hafði nýverið gefið honum bók Michaels í afmælisgjöf. Fannst það vera honum holl lesning enda fjallar bókin um niðurskurð bandarískra stórfyrirtækja. Fundurinn fór fram á skrifstofu Phils og fór vel á með þeim Michael. Sá síðar- nefndi vildi að Nike hætti að láta sauma skó í Indónesíu og kæmi frekar á fót verk- smiðju í Flint í Michigan. Það vildi Nike- forstjórinn alls ekki. Sagði Bandaríkja- menn ekki nenna að sauma skó. Um þetta rifust þeir í smátíma og svo kom Michael með ásakanir um að Nike notaði börn til vinnu sem væru allt niður í tólf ára gömul. Phil þessi hélt nú ekki og sagði börnin ekki vera yngri en íjórtán. Það hef- ur nú hingað til þótt fínn aldur til að byrja að vinna á íslandi. Þykir kannski ekki lengur, ég veit það ekki. Nema þá kannski úti á landi. Ég var allan tímann - á meðan ég horfði á þetta viðtal - að velta því fyrir mér af hverju Michael Moore stofnaði ekki sjálf- ur fyrirtæki í Flint. Nú er þetta maður sem hlýtur að geta skrapað saman nokkrar milljónir dollara - búinn að græða þokkalega á því að væla yfir ágangi stórfyrir- tækja - og miðað við skoðanir mannsins á fyrir- tækjarekstri ættu honum að vera hæg heimatökin. Michael Moore er líka með þessa fallegu forstjóra- ístru og fullur yfir- lætis. Fyndinn og skemmtilegur auðvitað, en varla maður sem byrj- aði að vinna fjórtán ára, líkt og flestir ís- lendingar. Ætli hann hafi ekki frekar slitið barnsskónum sívælandi og svo ákveðið að gera harmakvein sitt að atvinnu. Enginn renaissance-maður þar á ferð. Slæmt andrúmsloft siðferðis A TPM CAFE HEFUR VERIÐ LÍFLEG UM- RÆÐA um bandaríska konu, sem vann á Keflavíkurvelli og var rekin fyrir að eiga barn með fslendingi utan hjónabands. Hún giftist manninum, átti barnið á íslandi og skildi síðan fyrir fimm árum. Nú vill hún komast aftur til Bandaríkj- Fyrst og fremst K0NAN SÉR EFTIR ÝMSU A ÍSLANDI. Hún hrósar skólum, ódýrri heilsu- gæzlu, hreinum götum og miklu öryggi gegn glæpum. Hún býst við, að öll slík atriði verði lakari í Bandaríkjunum, en vill samt fara heim. Kannski er það bara eðlileg heimþrá, svo sem sumir halda fram á spjallrásinni. EN HÚN HEFUR RÖK A MÓTI. Hún vill ekki ala barnið upp í því „slæma andrúmslofti siðferðis", sem ríkir á íslandi. Hún vill ekki, að barnið alist upp í landi, þar sem fólk sækir ekki kirkju á sunnudög- um, veitir samkynhneigðum of mikil réttindi og kennir unglingum gengni í kynferðismálum. ÞAR ER K0MIÐ AÐ KJARNA MALSINS. Hálf bandaríska þjóðin hefur allt önnur viðhorf til lífsins en Islend- ingar hafa. Konan er að velja milli bandarískra og íslenzkra viðhorfa og vill heldur þau bandarísku. Það er hennar réttur. Bandaríska um- ræðan um mál hennar er fróðleg saga um gjá milli þjóða. HELMINGUR BLOGGARANNA STYÐUR fSLAND og segir samhengi í góðum skólum annars vegar og viðhorfa á íslandi til trúar, kynhneigðar og kynferðismála hins vegar. ísland sé bara siðmenntað land á sömu braut og önnur lönd í Evrópu og Suðaustur-Asíu. Bandaríkin séu hins vegar á sérleið. SAGNFRÆÐINGURINN NIALL FERGU- S0N segir raunar svipað í góðu við- tali Morgunblaðsins í gær. Hann segir, að ísland líkist meira Evrópu en Bandaríkj- „Hún vill ekki, að barnið alist upp í landi, þar sem fólk sækir ekki kirkju á sunnudögum, veitir samkynhneigðum of mikil réttindi og kenn- ir unglingum um- gengni í kynferðis- málum." og muni áfram hafa meira á henni að græða. Enda sé Evrópa almenni- leg við smáríki meðan Bandaríkin valta einfaldlega yfir stuðningsríki sín. jonas@dv.is Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttardóm- ari hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna Baugsmáls- ins yfirlýsing- H ar sem I TEM. A TPM Cafe hefur veríð llf- leg umræða um bandaríska konu, sem var rekin afKefla- víkurvelli og villnú komast aftur til Bandaríkianna. Jose til fyrirmynda Þjálfari Eiðs Smára hjá Chelsea, Jose Mourinho, var ekki ánægður með sjálfan sig eftir frammi- stöðu helgarinnar, en Eið- ur og félagar rétt mörðu sigur gegn Wigan á heima- velli þeirra síðarnefndu. Jose sagði í fjölmiðlum í gær að þetta væri honum sjálfum að kenna. „Við lék- um illa og vorum heppnir að vinna." Fleiri mættu taka játn- ingu Jose sér til fyrirmynd- ar. Algengt er að íslending- ar bendi á eitthvað annað en sjálfa sig og axli ekki Langvinn vanhæfni ráðuneytis ábyrgð. Stundum er það dómar- irm, veðr- ið eða meiðsli. Og sumir þræta bara án rökstuðn- ings og reyna allt til að koma betur út úr vonlausri umræðu. Þannig hað Ámi Johnsen Hreim ekki afsök- unar á því að hafa kýlt haiui heldur varmeð útúr- snúninga. Jose Mourinho er alvöru maður og er ekk- ertað afsaka sig. Lofar bara að gerabetur næst. „Vildu starfsmenn með litla eða enga reynslu" seg- ir Mogginn í fyrirsögn í gær. Vísar blaðið til kvart- ana frá Umboðsmanni Al- þingis, sem telur landbún- aðarráðuneytið hafa farið illa að ráði sínu í manna- ráðningum og hafi þar á ofan ekki svarað áminn- ingarbréfum umboðs- mannsins. Þannig hefur landbún- aðarráðuneytið náð fuii- korrmun. Með markvissri ráðningu óhæfra manna er enginn lengur í ráðuneyt- inu, sem getur flett upp skjölum eða svarað bréf- um. Þar með bítur ekJd lengur neitt á ráðuneytið. Það hefur náð fullkomnu nirvana í getuleysi. eiga eftir að berastfrá Jóni Steinari \R-listinn erdauður Jón Steinar Gunn- laugsson, ætla að kjósa Glsla Martein." 2 Ekkií mínu nafni „Ég,Jón Steinar Gunnlaugsson, lýsi mig hér með and- vígan virkjunarand- stæðingum." 3 Nautakjötá diskinn minn „Mér, Jóni Steinari Gunnlaugssyni, þyk- ir argentínskt nauta- kjötgott." Hætturað borða kjöt „Ég,Jón Steinar Gunnlaugsson, ber ekki ábyrgð á dauða litlu lambanna." Krónan betri en Bónus Ég.Jón Steinar Gunnlaugsson, versla í Krón- unni en ekki Bónus." Besti vinur minn „Égjón Steinar Gunnlaugsson, er bestivinur aðal."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.