Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 40
J J LjUj\ U L Við tökum við
fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrir hvert fréttaskot sem
birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta
fréttaskotið íhverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar
J^jnafnleyndar er gætt. h *-* q fj Q
SKAFTAHLÍÐ24,105REYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SÍMIS505000 5 690710"111117'
• Leikarinn Ryan
Phillippe gekk ekki
á bak orða sinna
sem hann lét falla í
DV í síðustu viku.
Þar sagðist hann
hafa frétt af nætur-
lífinu í Reykjavík og
að telja mætti víst að hann og
hinir Hollywood-strákarnir úr
Flags of our Fathers myndu taka
nokkra spretti í miðbænum.
Ryan sást síðan í góðum félags-
skap og miklu stuði á Café
Oliver á laugardaginn. Það vakti
hinsvegar athygli sumra að ís-
lensku stelpurnar höfðu sig lítið
í frammi við kappann. Öfugt við
stemminguna oft áður. Var talið
að þar hefði eiginkona Ryans
talsvert að segja, hin heims-
þekkta Reese Witherspoon. Hún
ku vera á leið til landsins og ís-
lenskar konur vilja greinilega
ekki eiga neitt sökótt við þá
löglegu ljósku...
Er hann með njálg?
Steingrímur J. og nýir skór Skráðir
í New York-marabonið
„Ég tek heilt maraþon, fyrst ég er að þessu á
annað borð. Nú þarf ég að fara að huga að því
að koma mér í form. Ég veit að ég hef þrek og
úthald en þarf að smyrja og liðka vöðva og
liðamót. Þarf að vera viss um að allir álags-
punktar standist," segir Steingrímur J. Sigfús-
son alþingismaður.
Steingrímur er skráður í eitt frægasta fjölda-
hlaup heimsins, New York-maraþonið, fyrsta
sunnudag nóvembermánaðar. „Það er gamall
draumur að taka þátt í einu af þessum stóru
borgarhlaupum. Það myndast rosaleg stemm-
ing þegar tugþúsundir manna hlaupa saman."
Reykjavíkurmaraþonið fer fram um næstu
helgi. Þar hefur Steingrímur áður hlaupið heilt
maraþon og reglulega hálft. „Ætli ég taki ekki
hálft núna. Ég er ekki hræddur um úthaldið og
þrekið en þarf að liðka hlaupavöðvana," segir
Steingrímur, sem er í fi'nu formi eftir sumar-
göngu sína þvert yfir landið. Hann gekk frá
Reykjanestá og yst út á Langanes, „Ég var 21
dag á leiðinni. Náði minni mestu bjartsýnispá.
Gekk hvern einasta dag og tók aldrei hvfld. En
það er ekki það sama að ganga og hlaupa. Þó
maður sé í gönguformi þýðir það ekki að mað-
ur geti haldið úti löngu hlaupi."
Steingrímur hélt nýlega upp á fimmtugsaf-
mæli sitt með pompi og prakt. Hann tekur ár-
unum fagnandi og hefur engar áhyggjur af því
að aldurinn hafi einhver áhrif á hlaupið.
„Menn eru að hlaupa þetta fram á sjötugs- eða
áttræðisaldurinn. Ef þú heldur fótunum heil-
um og ert ómeiddur þá geturðu seiglast fram
eftir öllu. Þó snerpan sé farin geturðu haft
ágætis úthald. Svo erþetta líka spurning um að
vera í góðu heildarformi. Maður má til dæmis
ekki vera of þungur."
Steingrímur heldur til
Grænlands í dag í opinber-
um erindagjörðum. Þar
ætiar hann að reyna að ná
nokkrum hringum í kring-
um vatnið í Quaqortoq.
Næsta mál á dagskrá er
síðan að endurnýja
hlaupaskóna. „Það má
ekki spara sér það. Allt
byrjar þetta þar. Eg endur-
nýja núna svo við náum
góðum sáttum áður en við
höldum til New York. Ég
og nýju skómir".
Gönguferðin mikla Ferðin
tók 21 dag, talsvert styttri
tima en búist var við
■ •
Sparar ekki skona
„Ég nota Asics með
geli. Ekki loftpúða,"
segir SteingrímurJ.
Sigfússon, alþingis-
maður og maraþon-
hlaupari.
Argentína steikhús vill
argentínskt kjöt
„Framleiðsla á nautkjöti hefur
dregist rosalega saman. Afleiðingin
er verðhækkun, og var nú kjötið dýrt
fyrir," segir Ingvar Sigurðsson, kokk-
ur á Argentínu steikhúsi. Kokkarnir
á Argentínu vilja, eins og margir aðr-
ir, fá að flytja inn argentínskt nauta-
kjöt, en Guðni Ágústsson landbún-
aðarráðherra er á móti því.
„Þetta kjöt hefur fulla heilbrigðis-
vottun. Argentína er gríðarstórt land
sem er hólfað niður, rétt eins og ís-
land, í framleiðslueiningar.
Það sem ráðherra nefnir um gin-
og klaufaveiki stenst ekki því hún
hefur bara fundist í afinörkuðum
hólfum, sem eru langt frá þeim
framleiðendum sem stendur til að
Ingvar Sjgurðsson
Kokkurinn á Argentínu
vill naut frá Argentínu.
flytja inn frá,“
segir Ingvar. „En
það er svona
hafa landbún-
aðarráðherra
frá stóru land-
búnaðarhér-
aði eins og ___
Suðurlandið er. Þá
ver hann hagsmuni atkvæðanna
fram í rauðan dauðann," segir hann.
Ingvar segir íslenskt kjöt hinsveg-
ar bera höfuð og herðar yfir innflutt
kjöt. „Þetta er allt spurning um verð
og gæði. Það fer að verða spurning
hvort það sé verjandi verðlega séð
að halda áfram að vera trúr þessari
íslensku framleiðslu."
Framtíð KlinKog BanK
ræðst á næstu dögum
„Núverandi samningur er að
renna út. En það er ekki þar með
sagt að þetta sé að verða búið. Það er
ekki hægt að stöðva þessa orku,"
segir Nína Magnúsdóttir, fram-
kvæmdastjóri KlinK og BanK.
Núverandi samningur listamið-
stöðvarinnar við eigendur gamla
Hampiðjuhússins rennur út á næstu
vikum. Þessa dagana er verið að
huga að næstu skrefum. KlinK og
BanK gæti haldið áfram um stund í
núverandi húsakynnum en þar
verður starfsemin ekki mikið lengur.
„Samstarfið við Landsbankann
hefur verið gott og við erum að at-
huga með framhaldið. Hvernig sem
það fer er ljóst að við viljum halda
þessu áfram," segir Nína, en það er
þó ekki hlaupið að því að finna fimm
þúsund fermetra húsnæði undir
listamennina.
Gamla Hampiðjuhúsið er í eigu
KlinK-ið Senn líður að iokum
hinnar kraftmikiu iistaverksmiðju.
Snorra Hjaltasonar
verktaka, sem keypti það af Lands-
bankanum. Samkvæmt samningi
var gert ráð fyrir því að KlinK og
BanK hefði aðstöðu í húsinu fram á
haust. Þegar listamennirnir hverfa á
braut verður húsið rifið og nýtt hús
byggt á reitnum.
maníTdu
^pPON
PON PÉTUR O. NIKULÁSSON ehf.
Melabraut 23 • 220 Hafnarfjörður
Símar 552 2650 & 552 0110 • FAX: 552 1588 • e-maiL: pon@pon.is
r.
j\J ÉM JZÍííJjVJjVJ Uií J
jVJ^jVJ-ÍDÍJ jVJL'/
pfe-i /1. -
JÚJiEp JjÉJÉJíCOULÉjÍ
Fjórhjóladrifinn
Fjórhjólastýrður
Lyftigeta: 3.400 KG
Lyftihæð: 6.050 MM
Gafflar: 1.200 MM
Vél: Perkins Turbo intercooler, 123 HÖ
LOAD SENSING!! Samtímis glussahreyfingar
án aukins snúningshraða vélar.
- VIÐURKENND VARAHLUTAÞJÓNUSTA í 44 ár
- Útvegum notaða skotbómulyftara
- Úrval notaðra lyftara á lager