Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Fréttir DV Enn hækkar bensín Stóru olíufélögin þrjú hækkuðu öll verð á elds- neyti í gær. Ástæðan er sögð vera í framhaldi af hækkun heimsmarkaðs- verðs síðastliðna daga. Lítr- inn af bensíni hækkaði um 1,40 krónur og á dísil- og gasolíu um 2,40 krónur. Samkvæmt upplýsingum frá Atlantsolíu er verið að skoða málin þar á bæ en þeir töldu að verðið myndi að öllum líkindum hækka hjá þeim næstu daga. Eftir þessa breytingu er algent verð á höfuðborgarsvæðinu á 95 oktana bensíni með fullri þjónustu 114,40 krón- ur lítrinn og af díselolíu 113,90 krónur. Enní öndunarvél Konan sem slasaðist alvarlega í árekstri á þjóðveginum við Hall- ormsstaðaskög við Egils- staði á þriðjudaginn fyrir viku er enn í öndunarvél. Líðan hennar er eftir at- vikum. Tveir erlendir samferðamenn hennar voru úrskurðaðir látnir við komuna á sjúkrahús. Þau voru öll farþegar í fólksbíl sem skall á flutn- ingabíl. Ökumaður flutningabílsins hlaut hins vegar minni háttar meiðsl í árekstrinum. Kýrnar mjólka minna Eitthvað virðast íslenskar mjólkurkýr vera farnar að slaka á í mjólkurffamleiðslu. Framleiðsla mjólkur í júlí var minni en á sama trma í fyrra samkvæmt tölum frá Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Framleiðsl- an var 9,6 milljónir lítra í júlí í fyrra en aðeins 9 milljónir lítra í ár. Sama var uppi á teningnum í júní. Neytend- ur þurfa þó ekki að örvænta því þetta mun ekki hafa telj- andi áhrif á framboð mjólk- urvara til íslenskra neyt- enda. Meint tugmilljónasvik verktakafyrirtækisins Hönnunar á samningi við Damon Al- barn vegna húss hans í Grafarvogi fara fyrir héraðsdóm á næstunni. Damon hefur lánað vinkonu sinni húsið. hefur Damon lítið Damon Albarn Reynir að leiða ekki hugann aö fasteigna- málinu sem fer brátt fyrir héraðsdóm. Heimir Örn Herbertsson Lögfræðingur Damons á Is- landi segir málið á lokastigi. v. s,T--*=. ^ . Damon-málið fjjótlega Bakkastaðir 109 Atti aðverða heimili Damons á Islandi en varð ofvaxið WWfflM'á verktakoævintýri. Eitt umfangsmesta fasteignamál síðustu ára fer fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur á næstunni. Damon Albarn réð verkfræðistofuna Hönnun í Reykjavík til að fullgera heimili sitt við Bakkastaði 109 í Grafarvogi. Kostnaðaráætlun var um 40 milljónir, en í íjarveru Damons hækkaði reikningurinn upp í rúmlega 90 milljónir króna. Þó er húsið metið á um 60 milljónir. Mál tónlistarmannsins Damons Albam gegn verkfræðistofunni Hönnun fer fyrir dóm fljótlega, að sögn lögfræðings popparans, Heim- is Arnar Herbertssonar. Damon sak- ar verkfræðistofuna um að hafa far- ið tugi milljóna króna fram úr kostn- aðaráætlun þegar fullklára átti hús hans við Bakkastaði í Grafarvogi. Málið hefur tekið hátt í tvö ár, enda um viðamikið mál að ræða. Damon hefur lítið verið hérlendis undanfar- ið. Einar Örn Benediktsson Segir málið í alla staði ömurlegt. „Það var ömurlegt að lenda íþessu máli.u Damon í fríi Damon einbeitir sér um þessar mundir að hljómsveit sinni Gorillaz. Nú er hann hins vegar í fríi og reynir að leiða ekki hugann að því erfiða máli sem er framundan í Héraðs- dómi Reykjavíkur. Einar örn Benediktsson, tónlist- armaður og góðvinur Damons, segir málið hafa verið það erfitt að þeir fé- lagarnir ræði það ekki. Það var Einar Öm sem gekk einna harðast fram í því að ná málinu í gegn á sínum tíma. „Það var ömurlegt að lenda í þessu máli og ég vil helst ekkert vita af því. Ég talaði við Damon fyrr í sumar og við ákváðum bara að ræða betur saman í haust," segir hann. Lánaði vinkonu húsið ir stafni í tónlistinni. Damon hefur lánað íslenskri vin- konu sinni húsið til afnota á með- an hann er fjarverandi. Neita ábyrgð Enn hefur ekki verið sett dagsetning á dómtöku málsins. Gera má ráð fyrir að hart verði tekist á. Verk- fræðistofan Hönnun hefur borið af sér ábyrgð vegna málsins og sagt hina gríð- arlegu hækkun á kostnaði vegna verksins vera full- trúa Damons á íslandi að kenna. Damon hins vegar mun hafa litið á Hönnun sem fulltrúa sinn á land- inu hvað verkið varðar. Málið kom upp haustið 2003 og hefur staðið hátt í tvö ár. „Þetta er viðamikið mál, þess vegna hefur það tekið tíma," segir Heimir Örn, sem tók við málinu af lögfræðingi Húseigendafé- lagsins í vor. jontrausti@dv.iSm verið hérlendis undanfarið. Ekki er vitað til þess að fjarvera hans tengist á nokkurn hátt dómsmál- inu, en hann hefur haft mikið fyr- Lýðræði neytandans Svarthöfði hefur tekið afstöðu í Baugsmálinu. Atkvæðaseðill hans var mjólk, ostur og brauð. Þjóðin virðist skiptast í tvær fylk- ingar í þessu stóra máli. Önnur fýlk- ingin verslar í Bónus, hin verslar í Krónunni. Svo eru þeir sem eiga of mikla peninga og þurfa hvorki að hafa áhyggjur af Baugsmáli né verðlagi. Svarthöfði vill ekki gefa upp hvar atkvæði hans féll. En hefði hann verslað í Bónus, væri hann Baugs- maður. Hefði hann verslað í Krón- unni, væri hann Davíðsmaður. í Bón- us er Davíð Róbert Mugabe, en í Krónunni er hann Margrét Thatcher. \ Svarthöfði Svarthöfði hefur verið lýðræðis- legur neytandi um árabil. Hann kaupir bensín hjá Atlantsoh'u, því hin fyrirtækin stungu hann í bakið sem neytanda. Hann kaupir ekki MacDonalds í útlöndum, því hann vill ekki að fyrirtækið valti yfir hefð- bundna matarmenningu annarra þjóða. Þetta hefur reyndar lítið að segja, en líklega mun meira en einn atkvæðaseðill í bandarísku forseta- kosningunum. Þar stendur vahð á milli tveggja manna, sem báðir sjá sér Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað bara mjög gott þessa dagana. Ég hélt upp á 32 ára afmeelið mitt á föstu- daginn og heppnaðist það svona dúndurvel/' segir GeirÓlafsson söngvari.„Að eiga kvöldstund með fjölskyldu og vinum er alveg meiriháttar. Þetta var garðpartí en það hentaði einstaklega vel þvíþað varsvo fínt veður á föstudaginn. Sól og brakandi bllða. jBKKfl:-,r rtrt^NAN þann kost vænstan að þóknast fyrir- tækjum sem menga jörðina eða ann- að af verra. Svarthöfði hefur þá óþægilegu trú að lýðræðið muni brátt hða undir lok. í Bandaríkjunum hafa stórfyrirtæki keypt sér forseta um árabil. Enda vinnur enginn kosningar nema með miklum peningum. Frambjóðendur sem ekki kosta til rándýrrar ímyndar- herferðar eru ekki til. Þeir sem ekki fá birtingu í sjónvarpi em ekki. Þannig kemur til hið farsæla hjónaband pen- inga og lýðræðis. Og þegar lýðræðið hefur Mðið und- ir lok verður htið hægt að gera. Hvort á að kjósa Coca Cola frambjóðand- ann eða Pepsí? Skiptir ekki máh. Vahð stendur á milh viðskiptablokka. Hvort á að versla í Bónus eða Krónunni? Þar hggur meinið. Svaithöfði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.