Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Fréttir 0V Ofbeldi og slys í Keflavík Maður í Keflavík varð fyrir því aðfaranótt sunnu- dags að ráðist var á hann og hann sleginn nokkrum hnefahöggum í andlitið. Ekki er vitað hvað leiddi til ofbeldisins, en hann var fluttur með sjúkrabíl á Heflbrigðisstofnun Suður- nesja. Sömu nótt kostaði skemmtanalífið tvö slys í bænum. Kona fékk áverka á höfði þegar hún féll af stól á skemmtistað og maður meiddist á öxl. Ríkið bótaskylt Ástráður Haraldsson, hæstaréttarlögmaður og dósent við Við- skiptaháskólann á Bifröst, segir að aldrei hafi reynt á 1. grein laga um stjóm fisk- veiða. Þá að veiðiheimfldir skapi ekki eign- arrétt á fiski sjáv- arins. Hann telur útgerðar- menn geta átt bótaskyldu á hendur rfkinu vegna byggðakvótans. Greint er frá þessu á mv.is. Útgerðar- menn íhuga málsókn á hendur ríkinu. íslendingur til tunglsíns? Sverrir Guðmundsson geimáhugamaöur. „Það er alveg möguleiki. Það er fyrirtæki sem stefnir að því að bjóða ferðir í kringum tunglið. Það er væntanlega svolltill tími í það og það mun kosta mjög mikið. Svo er reyndar meira mdl aö lenda á tunglinu og koma sérþaöan. En þaö eru kannski ekki svo mörg ár I að það veröi far- þegaflug út f geim. Það er eig- inlega spurning hvort ég ætti ekki bara að yfirgefa vísindin og koma mér / annan bransa til aö hafa efni á því.“ Hann segir / Hún segir „Afhverju ekki? Viö eigum geimfara, Bjarna I Kanada. Ætlaði Richard Branson sfðan ekki að bjóða upp á geimferð? Hann hlýtur að vanta góöa flugfreyju. Það er örugglega svipað og í venjulegu farþega- flugi. Ég þyrfti kannski að finna eitthvert kerfi þegar hún flýgur beint upp frá jörðinni. Súlu til að renna upp og niöur milli farþeganna og hella upp á kaffi. Þetta erspennandi verkefni. Ég ætla að sækja um Ingibjörg Lárusdóttir ftugfreyja. Svanur Elíasson var í miklu ójafnvægi vegna ofneyslu lyfja þegar hann tók sig til og löðrungaði deildar- stjóra bráðadeildar fyrir áfengis- og vímu- efnaneytendur. Hann segir starfsfólk deild- arinnar hafa beitt sig ofbeldi og hent sér út. Svanur Elíasson Gert aö taka pokann sinn og yfírgefa Landspítalann Svanur Elíasson þurfti að yfirgefa Landspítalann eftir áflog við starfsfólk áfengis- og vímuefnadeildar. Hann segist ósáttur við að fá ekki þá þjónustu sem hann eigi rétt á. Hann sé fíkill og þurfi hjálp. „Ég var lagður inn vegna mis- notkunar á Fenemal. Eg hafði heyrt af áhrifunum af því, sem em eins og margföld áhrif áfengis. Ég fékk það eins og smartís hjá hvaða lækni sem er," segir Svanur Elías- son, sem var gert að yfirgefa vímu- efnadeild geðdeildar í gær. „Ég var tvisvar sinnum lífgaður við af kæmstunni minni og fluttur inn á Borgarspítala. Svo fór ég aftur heim. Ég var búinn að rústa öllu heima hjá mér, brjóta allt og bramla og skera mig allan. Svo var ég lagður inn í þriðja skiptíð á deild 33A, áfengisdeildina." segir hann. Hann segist hafa verið lagður inn á þá deild á sunnudagsmorgun. „Þama var ég í mjög miklu frá- hvarfi. Var nánast blindfullur, nær dauða en lífi," segir hann. Löðrungaði deildarstjóra Vegna neyslu sinnar var Svanur fluttur á deild 33A á Landspítalan- um, en deildin er sólarhrings- bráðadeild fyrir áfengis- og vímu- efnaneytendur. „Starfsemin þama uppffá á að vera fyrir sjúklingana en ekki starfsfólkið,‘‘ segir Svanur. Hami er ósáttur við deildarstjóra geðdeildarinnar sem er kona og segir hana hrokafulla gagnvart sjúklingum. Það hafi leitt til þess að hann löðrungaði hana. „Ég misstí bara stjórn á mér," segir hann. Eftir þetta var hann fluttur á deild 33C sem fæst við almenna geðhjúkmn. „Ég var orðinn hinn rólegasti og reyndi að jafna mig, tók meðölin og borðaði," segir Svanur. Hann segir að starfsmað- ur geðdeildarinnar hafi svo tekið hann háfstaki að tilefnislausu. Hann hafi reynt að verja sig'sem hafi endað í því að hann hafi lent á borðbrún og meitt sig illa. „Þeir vom fjórir á mér, starfsmenn spít- alans. Og það ekki út af neinu sér- stöku," segir hann. í kjölfar þessa vísaði yfirlæknir deildarinnar Svani á dyr. Ósáttur og edrú „Ég er skattborgari í þessu landi og á að geta fengið þjónustu eins og hver annar án þess að vera beittur ofbeldi," segir Svanur. Hann ætlar ekki að láta þessa ■Mi * , •- HMBBnaai „Ég missti bara stjóm á mér.‘ reynslu buga sig því hann stefnir á að koma málum sínum í lag. Hann hyggst ekki ánetjast vímuefnum á ný. „Ég ætla á „half way house" Skólavörðustíg. Þeir sögðu mig velkominn þar," segir Svanur. Má ekki tjá sig „Ég get bara sagt að ég tjái mig ekki um mál einstakra sjúklinga. Ef Svanur hefur eitthvað út á þjón- ustu stofhunarinnar að setja verð- ur hann að kvarta eftir þeim leið- um sem fyrir em," sagði Bjami össurarson, yfirlæknir vímuefna- deildar geðdeildar, þegar blaða- maður hafði samband við Land- spítaiann til að fá nánari útskýr- ingar. Pétur Þór Birgisson var aö grafa skurð þegar eldri kona lenti í andnauð Bjargaði gamalli konu frá köfnun „Ég hélt að hún væri farin á tíma- bili," segir Pétur Þór Birgisson, 24 ára starfsmaður hjá Ljósvirki. Það var um hádegisbil síðastliðinn mið- vikudag sem Pétur var ásamt vinnu- félögum sínum að grafa skurð skammt frá verslun 10/11 við Hjarð- arhaga þar sem leggja á ljósleiðara. Skyndilega varð hann var við konu um sextugt sem var illa á sig komin. „Hún kom bara til okkar alveg blá í framan og stóð varla í lappimar," segir Pétur. Brauðbiti hafði fest í háisi konunnar og var hún við það að kafna þegar Pétur sá hana. Hann brást snöggt við og kom konunni til hjálpar. „Mér tókst einhvern veginn að ná þessu upp úr henni. Svo lagði ég hana á hliðina og setti hana í læsta stöðu," segir Pétur og bætir við að konan hafi verið blá í framan og hafi á tímabili verið algjörlega meðvit- undarlaus. Vinnufélagar Péturs hringdu á sjúkrabfl sem kom um tíu mínútum síðar. Þá hafði umönnun Péturs hins vegar borið árangur og konan var farin að anda venjulega og orðin nokkuð hress eftir atvikum. Þrátt fyrir snör og fagmannleg viðbrögð Péturs hefur hann ekki far- ið á skyndihjálparnámskeið. „Ekkert nema þá bara í framhaldsskóla," segir Pétur hógvær. Pétur Þór er ísfirðingur að upp- mna. Auk þess að starfa við að grafa skurði hefur hann unnið sem dyra- vörður á skemmtistaðnum Gauki á Stöng upp á síðkastið. Hetjan Pétur Þór Birgisson brást snöggt viö og bjargaði konu frá köfnun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.