Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 3
0V Fyrst og fremst ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁCÚST2005 3 Myndarlegar mæðg- urÁ leið heim eftir dag á leikskólanum. Skyndimyndin Mæðgurnar Guðrún og Halldís voru að koma heim þegar ljósmyndara DV bar að garði. „Við erum bara á leiðinni heim úr leikskólanum," sagði Guðrún. Á leiðinni heim stoppuðu þær á leiksvæði við húsið sitt þar sem þær léku sér í nokkrar mínútur áður en þær fóru inn. Halldís var feimin við ljós- myndarann og vildi helst ekki láta taka mynd af sér. Mæðgurn- ar hafa haft það gott í sumar. „Við förum alltaf annað slagið út á land og gerum tilraunir til útilegu. Það gengur ekki út af rign- ingu,“ segir Guðrún. Spurning dagsins Horfðir þú á enska boltann um helgina? „Ég er að reyna að fá þetta inntil mín." „Nei. Ég er að reyna að fá þetta inn til mín. Það gengur ekki neitt. Ég bíð spennt- ur eftirþví." Hafsteinn Kjartansson sölufulltrúi. „Nei. Ég horfi bara ekki á fót- bolta." Kristín Lilja Siguröardótt- ir afgreiðslu- stúlka. „Nei, en ég fylgist með. Ég á samtheima úti á landi og mérvarsagt að þar væri slæm teng- ing." Tinna Gutt- ormsdóttir „Nei. Geri það yfirleitt ekki. “ „Nei ég gat það ekki." Birgir Birgis son verslun armaður. Enski boltinn byrjaði að rúlla um helgina knattspyrnuaðdáendum til mikillar gleði. Mikið hefur verið fjallað um aðgengi að enska boltanum en aðeins þeir sem eru með breiðbandið eða með ADSL-tengingu geta verið áskrifendur að honum. Skruppu úr stúdíóinu til að spila á tónleikum | Rokkað fyrir eðlisfræðinema Bræðurnir Kári Jónsson og Vilhelm Anton Jónsson skruppu úr stúdíói til að spila I Hinu húsinu. „Ég reikna með að þetta sé á síðdegis- tónleikum Hins hússins sem voru alltaf í gangi,“ segir Kári Jónsson, bassaleikari 200.000 þúsund naglbíta. Gamla myndin í dag er tekin þann 3. júh' árið 1998 og er af Kára sem plokk- ar bassa og bróður hans Vilhelm Ant- oni sem spilar á gítar og syngur. „Við vorum að klára fyrstu plötuna okkar á þessum tíma, Neondýrin. Við skrupp- um úr stúdíóinu.til að spiia þarna." AWf "*Virl7-----------ril M l I Og það voru ekki amalegir áhorfend- umir á þessum tónleikum. „Mig minnir að f þetta skiptið hafi þátttak- endur á ólympíuleikunum í eðlis- fræði verið að horfa á. Það er því óhætt að segja að meðalgreindarvísi- talan hafi verið nokkuð há. Af þeim sökum reyndum við að hafa tónleik- ana mjög aiþjóðlega og töluðum eins mörg tungumál og við kunnum og kunnum ekki.“ Plata Naglbítanna kom svo út í september en á henni var einmitt að finna lagið Hæð í húsi sem var þeirri fyrsti, en alls ekki eini, slag- Gamla myndin Orðið veira er ungt í málinu. Elstu dæmi^ orðsins í málinu eru frá 1955. Það var Vildmundur Jónsson, þáverandi land- læknir, sem stakk upp á því að nota orð- /ð ímerkingunni„vírus" og * skrifaði um það fræga grein sem bar heitið Vörn fyrir veiru. í eldri merkingu þýddi veirajreyskinn, fú- inn bletturí tré;brestur,sprunga,"en var mjög óalgengt. . ..að íTexas-fylki í Bandaríkjunum er til bær sem heitir Ding Dong. Bærinn er þar að auki í sýslu sem heitir Bell-county, eða Bjöllusýsla. Á ÞAU ERU FEÐGIN Prófessorinn & fréttakonan Arnór Hannibalsson, prófessor I heim- speki,ogÞóraArnórsdóttir,fréttakonaá Stöð 2, eru feðgin. Þóra eryngsta barn Arnórs og Nínu S. Sveinsdóttur. Arnór er, sem kunnugt er, sonur Hannibals Valdi- marssonar verkalýðsleiðtoga. Þá eru Jón Baldvin, fyrrum utanríksráðherra, og Ólaf- ur blaðamaður bræður Arnórs. www.isold.is í bílskúrinn, geymsluna, heimilið og fyrirtækið 0 kr.7.700.- viðbótareining kr. 5.586.- Þessar hillur geta allir sett saman. Skrúfufrítt og smellt saman. ISOldehf. Nethyl3-3a -110 Reykjavík Sími 5353600- Fax 5673609

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.