Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 12
72 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Fréttir DV Pizza Hut og KFC banna reykingar Nú hafa reykingar verið bannaðar á rúmlega 1200 KFC-veitingastöðum og um tæplega 1700 Pizza Hut- stöðum í Bandaríkjunum. Fyrirtækið Yum! rekur þessa staði og hafa ráða- menn þar fengið nóg af reykingum. Þeir hvetja einnig yflrmenn á öllum hinum veitingastöðunum til að banna reykingar. Vandræði í Fucking Bæjarstjóri austur- ríska bæjarins Fucking hefur ákallað breska ferðamenn opinberlega og beðið þá að hætta að stela umferðarskiltum með nafiii bæjarins. Bærinn hefur notið mik- illar athygli Breta, sem jafnan leggja lykkju á leið sína til Salzburg í þeim tilgangi að láta ljósmynda sig við merki bæjarins. í atkvæða- greiðslu í fyrra var tillaga um nafnabreytingu felld. „Þegar öllu er á botninn hvolft hefur Fucking ver- ið til í 800 ár," sagði bæj- arstjórinn, Siegfried Hauppl, um vandræði bæjarbúa. Uppþotí fangelsum Að minnsta kosti fimm fangar og hátt í tíu slösuð- ust í uppþoti fanga í nokkmm fangelsum í Guatemala. Fyrr í vikunni hófust uppþot í fangelsum í Venesúela og þar létust níu fangar. Talið er að bæði uppþotin tengist hinni harðsvíruðu gengjamenn- ingu í Suður-Ameríku. Ofurratsjár í Kanada Flugvöllurinn í Van- couver í Kanada hefur fest kaup á Tarsier-ratsjá frá breska fyrirtækinu QinetiQ og er fyrsti flugvöllurinn þar sem slíktur ratsjár er notaður. Hann getur numið smáa aðskotahluti á flug- brautinni og beint flug- vallarstarfsmönnum að að- skotahlutunum með notk- un GPS-staðsetningartækis. Mannskæðasta flugslys í sögu Grikklands er mjög dularfullt. Talið er að bilun í loftþrýstibúnaði hafi valdið því að flestir um borð í vélinni hafi frosið í hel. Flug- menn herþota sem voru kallaðir út sáu tvær manneskjur reyna að ná stjórn á flug- vélinni áður en hún hrapaði. Boeing-737 flugvél frá kýpverska flugfélaginu Helios fórst á sunnudag. Talið er að loftþrýstingur hafi fallið í flugvélinni með þeim afleiðingum að margir farþeganna létust úr kulda. Margt varðandi slysið er enn óljóst. Til dæmis sáu flugmenn F-16 þota, sem kallaðar voru út þegar sambandið við kýpversku farþega- flugvélina rofnaði, flugmanninn meðvitundarlausan í stjórn- klefanum. Einnig sáust tveir einstaklingar reyna að ná stjórn á flugvélinni og var annar þeirra flugfreyja en ekki er vitað hver hinn aðilinn var. f flugvélinni voru tveir svartir kassar en í þeim eru allar upplýsingar um flugið geymdar. Óttast er að kassarnir séu ónýtir. „Við fáum líklega ekki þær upplýs- ingar sem við þurfum úr svörtu köss- unum því þeir eru í mjög slæmu ástandi," segir Akrivos Tsolakis, yfir- maður grísku flugöryggisnefndarinn- ar. Kassamir verða sendir til Frakk- lands. „Franska flugöryggisnefndin ætlar að skoða báða kassana og við væntum niðurstöðu úr þeirri rann- sókn innan fárra daga," segirTsolakis. Flugmenn kvörtuðu Flugmenn kýpversku vélarinnar kvörtuðu undan þrýstjöfnunarbún- aði vélarinnar hálftíma eftir að vélin fór í loftið og er talið að bilun í bún- aðinum hafí verið upphafið af slys- inu. Nokkrum mínútum eftir að vél- in komst inn í gríska lofthelgi rofn- aði sambandið við hana. Tvær F-16 orrustuþotur voru þá kallaðar út en það er alltaf gert þegar samband rofnar við flugvélar. Flugmenn orr- ustuþotanna sáu tvær manneskjur reyna að ná stjóm á flugvélinni og lfldega reyna að koma í veg fyrir slys. Önnur manneskjan var ein af flug- freyjunum um borð og fannst lík hennar í flugstjómarklefanum. Frosin í hel Talsmenn gríska varnarmála- ráðuneytisins hafa staðfest að flestir farþegar vélarinnar hafi þegar verið látnir þegar flugvélin brotlenti. Talið er að þeir hafi frosið í hel. Ekki hefur enn fengist staðfest af hverju flugstjórinn, Hans-Júrgen Merten, yfirgaf flugstjórnarklefann áður en vélin brotlenti. Lík hans er annað tveggja sem ekki hafa enn fundist en alls hafa heilbrigðis- og löggæslustarfsmenn fundið 119 lflc. Farþegi kvaddi með sms- skilaboðum „Flugmaðurinn er orðinn blár. Ég kveð þig frændi minn kæri, hér emm við öli að frjósa í hel," stóð í Tölur um fólksfjölda í Bandaríkjunum vekja mikla athygli Hvítir nú í minnihluta íTexas Hvítir em nú í minnihluta í Texas, heimafylki George W. Bush Bandaríkjaforseta. Samkvæmt nýj- usm tölum frá yfirvöldum í Banda- ríkjunum em hinir svokölluðu minnihlutahópar orðnir að meirihluta í fylkinu, em nú 11,3 milljónir af 22,5 millj- ónum íbúa eða 50,2%. m Rúmar sjö milljónir íbúa * em af suðuramerísku bergi brotnir. Hvítir em nú minnihluta Kaliforníu og Texas, tveimur íjölmenn- ustu ríkj- um Banda- ríkjanna en þar samanlagt um einn fimmti bandarísku þjóð- arinnar. Einnig em hvítir i minni- hluta í Nýju-Mexíkó og á Havaí. Bandaríkjamenn em nú tæplega 294 milljónir. Fólk af suðuramerísku bergi brotið er stærsti minnihluta- hópurinn, 41,3 milljónir. Þel- é dökkir em 37,5 og fólk af asísk- | um uppmna 12,3 milljónir. 'tf' Þessar breytingar á íbúa- * mynstri gætu haft pólitískar sviptingar f för með sér. „Þó það muni taka einhvern tíma, mun íbúamynstrið í Texas hafa áhrif á hið landslag að lok- um," segir Louis De- Sipio pró- fessor í Sáttur George W. Bush kann spænsku og erþví örugglega sáttur með nýjustu tölur um ibúamynstur ITexas. stjórnmála- fræði við háskólann í Kaliforníu. | Verða vinsællj Antonio Villarc I borgarstjóri í Los Angeles, er afs I amerískum uppruna. Fleiristjóri I menn með svipaðan uppruna n | Hjóta frekari vinsælda i framtiðii Hann telur að suðuramerískir stjórnmálamenn muni eiga frekari vinsældum að fagna í framtíðinni. Dagar æsk- unnar hafnir Kaþólskir pflagrímar fjölmenntu á hátíðina Dag- ar æskunnar sem fram fer í Köln í Þýskalandi. Þann 21. ágúst mun Benedikt páfi XVI messa á hátíðinni. Talið er að um 800 þúsund manns frá 193 löndum muni koma til Kölnar til þess að taka þátt í hátíða- höldunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.