Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 39
DV Síðast en ekki síst ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 39 Sigurjón Kjartansson keypti sér Tekjublað Frjálsr ar verslunar og fór í gegn um rússíbanareið sinna myrkustu tilfinninga. Öfundin Afhverju fæ ég ekki eins há launog þessi? Að lesa tekjublað Frjálsrar versl- unar er eins og að fara í rússíban- areið samviskunnar. Það er eins og að taka stöðutékk á andlegu ástandi sínu. Allur skalinn er próf- aður til hins ítrasta. Allar manns myrkustu tilfinningar koma upp á yfirborðið: Græðgin, stoltið, hé- góminn, hrokinn, afbrýðissemin og ekki síst öfundin, ljótasta tilfmning í brjósti mannskepnunnar á eftir hatrinu. mönnum, sem fær mann til að gruna að ekki sé allt með felldu. Sjálfur fæ ég þann heiður að vera einn af 2400 útvöldum. Get ekki séð annað en að allt sé með felldu hjá mér. Ég er einu sæti á eft- ir Atla Heimi og tekjuhærri en Björgvin Halldórsson, Friðrik Þór og Bergþór Pálsson. Hí á þá! Hégóminn Erég neyvmiii" -3 m jjk með meira en Björg■ vin Halldórsson? Þetta blað, sem kemur út einu sinni á ári, ku ávallt vera söluhæsta tölublað Frjálsrar verslunar. Spurning hvort þeir ættu ekki að gefa út fleiri. 2400 ná varla einu prósenti þjóðarinnar. Þeir gætu gefið svona blað út hálfsmánaðar- lega allt árið, hundrað tölublöð, eitt prósent í hverju og þannig kæmust allir íslendingar í blaðið á einu ári. Þeir gætu gefið þetta út í stafrófsröð. Hver vill ekki sjá nafn- ið sitt í blaði? Sigurjón Kjartansson skrifar ÍDV mánudaga, þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga. En fleiri tilfinningar koma líka upp, ekki allar jafn myrkar, til dæmis undrunin. Hvemig getur til dæmis fyrrverandi framkvæmda- stjóri Samfylkingarinnar haft 2,4 millur á mánuði á meðan stjórnar- formaður Dagur group er bara með 121 þúsund? Ölíklegustu tölur Æi, mér er orðið óglatt. Þarf að bregða mér frá. Endilega takiði þetta blað með ykkur í ruslið þegar þið farið út. Þessi pistill kostaði mig 899 krónur með virðisauka- skatti. Dregst frá tekjum mínum. Þið getið lesið um það í næsta [ Undrunin Hvar fékk þessi alla þessa peninga? Hverju er ég að missa af? koma upp tengdar ólíklegustu tekjublaði, Strekkingur Allhvasst Strekkingur Ekki er allt gott sem kemur að austan, eins og sannast með austanslagviðrinu sem hrellir flesta landsmenn í dag. Og ekki skánar þessi ágústmánuður á fimmtudaginn þegar norðanáttin færir okkur nær frostmarkinu en við höfum verið um langt skeið. Orðið er timabært að draga fram ullarpeysurnar. é * Strekkingur Allhvasst Allívasst Strekkingur h37310 Strekkingur Strekkingur Allhvasst Síöast en ekki síst Kaupmannahöfn 18°C París 23°C Alicante 30°C Ósló 21 °C Berlín 22°C Milano 28°C Stokkhólmur 17°C Frankfurt 22°C New York 34°C Helsinki 20°C Madrid 34°C San Francisco 20°C London 25°C Barcelona 26X Orlando/Flórída 35°C Óskar Hrafn Þorvaldsson • Flestum sem sóttu um að njóta sín í auka- hlutverki við hlið Ryans Phillippe og hinna Hollywood-strák- anna undir stjórn Clints Eastwood varð að ósk sinni. Það á þó aðeins við um fjöldahlut- verkin. í boði voru einnig nokkur bitastæðari hlutverk þar sem æðsti draumur aukaleikarans rætist. Að fara með línu. Barist var um hit- una en á endan- um var það einn helsti útlagi ís- lenskrar kvik- myndagerðar, Haukur M., sem var meðal hinna útvöldu. Enda sterklegur og ákveðinn á svip. Þá varð Jóhann G. Jóhannsson leikari einnig fyrir val- inu. Hann hefur undanfarin miss- eri verið hold- gervingur hinnar skeleggu ofur- hetju Bárðar í Stundinni okkar. Ekki fögnuðu all- ir því vali því það væri vægast sagt pínlegt ef Jóhann missti sig yfir í Bárð á miðjum víg- vellinum... Hr • Það er nánast starfsskylda að vera ofurhress og aðlaðandi hvort sem rignir, snjóar eða sólin skín á FM957. Brynjar Már Valdimarsson var fenginn yfir á stöðina í vor eftir að hafa sannað sig á KissFM. Brynjar Már fellur eins og flís við rass í stuð- ið hjá Svala og fé- lögum, fór að for- dæmi margra fyr- irrennara sinna og náði sér í poppara. Kristfnu Ýr Bjamadóttur, fótboltastelpu og rappara í Igore. Hún er daglegur gestur í heimsókn hjá Brynjari, sem ljómar þá eins og sólin. Sú tilfinning þarf þó ekki að endast. Miðað við texta Kristínar úr laginu Rythm & Blues gæti Brynjar Már átt von á annarri meðferð en hann óskar eft- ir: „ Ooh, you fínd it so splendid / sure, it's recommended /yeah, you might not understand it / silly, turn around and bend it!..." • Söngkonan Selma Bjömsdóttir er fjölhæf mjög og hæfileikarík á hin- um ýmsu sviðum. Selma á glæsilegt reiðhjól og sést stundum þeysa um bæinn. Vegfarendur við Loffleiði í gær urðu þó vitni að því að söng- konan er fallvölt eins og aðrir. Þó hún sé fyrir að halda utan í evrópskar keppnir mun Tour de France seint verða fyrir valinu. Selma gerði þau grundvallarmistök að tala í gemsann sinn á meðan hún hjólaði og vildi það ekki betur en svo að hún svínaði fyrir þíl. Sem betur fer varð áreksturinn enginn en Selma mátti hafa sig alla við að detta ekki af hjólinu eða missa gemsann og jafnvægið. Þótti þar af- sannuð hin títtnefnda kenning að allar konur geti gert marga hluti í einu - eða kannski er Selma undan- tekningin sem sannar regluna...

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.