Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 16.ÁGÚST2005 Fréttir ItV Hvort heldur þú aö Baugsmenn séu sekir eöa saklausir? „Þessar ásakanir eru út í hött. Bónus er besta kjarabótin,það eina sem fólk getur lifað á.Allt hitt er okurbúll- ur. Þeir eru búnir að halda uppi fleiri, fleiri fjölskyldum. Ég versla við þá hvernig sem fer." Andrés Þórðarson ellilffeyrisþegi. „Þetta erstormur í vatnsglasi. Þeir verða örugglega ekki fundnirsekir. Ef svo verður þá mun það ekki hafa áhrifá mig." Hrefna Þorbjörnsdóttir nemi. „Þeir eru örugglega sekir um eitt- hvað smávegis en líka saklausir af einhverju. Það hefur samt engin áhrif á hvarég versla." Rúnar Þorsteinsson rafvirki. „Ég lítsvo á að menn séu saklausir þar til sekt þeirra er sönnuð og við látum dómstóla skera úr um málið. Efþeir verða fundnir sekir myndi það trúlega geta haft áhrifá hvar ég versla." Hrefna Ingólfsdóttir stjórnmála- fræðingur. íl? i i mm „Þeir eru örugglega sekir að ein- hverju leyti og saklausir um sumt. Ég myndi örugglega versla þarsem er ódýrast burtséð frá því hvort þeir yrðu fundnir sekir eða saklausir." Sigríður Sigurðardóttir félagsráðgjafi. Löglærðir menn telja líklegt að Baugsmálið geti klárast á tæpu einu og hálfu ári, að því gefnu að áfrýjað verði til Eftir þriggja ára rannsókn lögreglu er Baugsmálið á leið fyrir r,VÍð VCfðutTi úð húfú I Héraðsdóm Reykjavíkur. Lfldegt er, að mati lögfróðra manna, að u.,„... .« ** &rurn málinu ljúki ekki fyrir dómstólum fyrr en í fyrsta lagi að tæpu ' ‘ u!' ’ einu og háifu ári íiðnu. með effektívasta „Þetta ætti að klárast fyrir ára- mót,“ segir Sveinn Andri Sveinsson hæstaréttarlögmaður, um málið fyr- ir héraðsdómi. „Pétur Guðgeirsson er röskur dómari. Ég reikna með að aðalmeðferðin verði í október eða nóvember og taki viku." Sveinn Andri telur að málaferlin öll, að því gefnu að áfrýjað verði til Hæstaréttar, ættu að geta klárast á einu ári. „Dómsmeðferð tekur ekki svo langan tíma í dag. Einstaka sinn- um taka einkamál langan tíma, en sakamál taka ekki svo langan tíma. Menn geta horft til máls Frjálsrar Jón Magnússon TelurBaugsmálið Sveinn Andri Sveinsson Segirað geta klárast fyrir jólin niöurstaða héraðs- 2006. dóms ætti að verða Ijós fyrir áramót. fjölmiðlunar til samanburðar. Það var þingfest í júní og aðalmeðferð verður í október," segir hann. Klárist þarnæstu jól Jón Magnússon hæstaréttarlög- maður telur að málið, að viðbættri áfrýjun til Hæstaréttar, ætti að klár- ast fyrir jólin á næsta ári. „Ég gæti ímyndað mér að ef málið verður þingfest í ágúst og menn miða við að hafa aðalmeðferðina fyrir jól, þá klárist það þá og dómur komi upp úr áramótum. Ég reikna með að dómur ætti að geta legið fyrir í kringum jan- úar/febrúar. Ef ákveðið verður að áfrýja verður málið tekið íyrir og endanlegur dómur ætti að geta komið í des- ember 2006 eða janúar 2007. Það Ragnar Aðalsteins- fer eftir ?ölda son Treystir sér ekki til vtaa. Við verð- að spá fyrir um fram- um að hafa í gang málsins. huga að við erum með effektívasta dómskerfið í Evrópu miðað við hraða máísmeðferðar. “ dómskerfið í Evrópu miðað við hraða málsmeðferðar," segir hann. Óljóst með tafir Ragnar Aðalsteinsson hæstarétt- arlögmaður setur hins vegar nokkra fyrirvara á spár um framgang máls- ins. „Þetta fer meðal annars eftir því hvort það komi upp ágreiningsefni varðandi réttarfarið og mögulega úrskurði sem er skotið til Hæstarétt- ar. Slfkt tefur framgang málsins fyrir héraðsdómi. Svo veit ég ekki um fjölda vitna ákæruvaldsins, þannig að ég get ekki giskað á hvað þetta tekur langan tíma.“ Ekki er ljóst hvort áfrýjað verði til Hæstaréttar að loknum úrskurði héraðsdóms. Sakborningar hafa fjögurra vikna frest til áfrýjunar, en ákæruvaldið átta vikna frest. jontrausti@dv.is Fræg táknmynd olíusamráðsins á ísafirði Samráðsbensínstöðin rifin? Starfsmenn Olíufélagsins ehf. ræða þessa dagana að láta rífa bensínstöðina á fsafirði. Tilgang- urinn er að koma fyrir nýrri og fullkomnari stöð þar sem hægt verði að veita viðskiptavinum betri þjónustu en áður. Þetta kemur fram á fréttavef Bæjarins besta á ísafirði. Haft er eftir Guðmundi Tryggva Sigurðssyni, deildar- stjóra fasteigna- og fram- kvæmdadeildar Olíufélagsins, að stækkun stöðvarinnar hafi verið í undirbúningi allt frá því að Olíu- félagið tók yfir rekstur hennar. Bensínstöðin á ísafirði var Bensínstöðin á fsafirði Ollufélagið Ihugar að rlfa stöðina og byggja aðra. löngum nefnd sem táknmynd oh'usamráðsins á íslandi. Stöðin var ein margra sem olíurisamir þrír ráku í svokölluðum sam- rekstri sem nú er á undanhaldi. Hugmyndir Olíufélagsins hafa verið til umræðu í stjórnkerfi ísa- fjarðarbæjar undanfarið. Olíufé- lagið hafði áður sótt um stækkun á lóð bensínstöðvarinnar í þeim tilgangi að stækka stöðina. Öðr- um var veitt lóðin. Guðmundur Tryggvi segist í samtali við Bæjar- ins besta vonast til að ný og end- urbætt stöð verði risin á grunni samráðsstöðvarinnar næsta sumar. Dómstóll götunnar í Krónunni Krv^^JNAN Hvorl heldur þú að Baugsmenn séu sekir eða saklausir? „Ég held að við verðum að láta dóm- stólana dæma um það. Það skiptir máli efþeir verða fundnir sekir. Ég heldþað hljóti aö fjara undan þeim sem bissnessmönnum efþeir eru sek- ir um einhverja stóra glæpi." Þórólfur Antonsson fiskifræðingur. „Bæði og. Kannski eru þeir sekir að einhverju leyti. Það skiptirmáli að fara að lögum.Annars versla ég í Krónunni og því hefur sekt þeirra eða sakleysi ekki áhrifá mig." Guðrún Georgsdóttir húsmóðir. „Ég held að þeir séu eitthvað sekir enda væri það skrítið efþað væri ekki eitthvað að i svona stórum rekstri. Ég lit samt ekki á þá sem glæpamenn." Guðjón Sigurbjartsson fram- kvæmdastjóri. „Ég held þeirséu ekki alveg saklausir. Þetta getur skipt þjóðfélagið gríðar- lega miklu máli. Sekir eða saklausir, ég held áfram að fara í Krónuna." Guðbjörg Þorsteinsdóttir leikskóla- kennari. „Það er enginn alsaklaus og því myndi það ekkert kássast upp á mig efþeiryrðu fundnirsekir." Halldór Guðnason verkstjóri. „Sekir. Ekki spurning með það. Ég myndi samt alveg versla við þá áfram." Magnea Sveinsdóttir sölufulltrúi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.