Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Fréttir DV Misheppnað innbrot í Þing- vallakirkju „Nei, þetta er ekki al- gengt sem betur fer," segir Sveinbjörn Jóhannesson formaður sóknarnefndar í Þingvallasókn. Á föstudag- inn síðasta var lögreglunni á Selfossi tilkynnt að reynt hefði verið að brjótast inn í Þingvallakirkju. Þrjár rúður yfir aðalhurðinni voru brotnar og bersýnilegt var að átt hafði verið við hurð- ina. Mönnunum varð hins vegar ekki ágengt og virðast hafa horfið á braut án þess að vinna frekari skemmdir. Að sögn lögreglu er ekki vit- að hverjir voru að verki en unnið er að rannsókn máls- ins. Mótmælir gjaldskrá leikskóla Stjóm Stúdentaráðs Háskóla íslands er afar óánægð með breytingar á gjaldskrá leikskólanna. Breytingin hefur þau áhrif að leikskólagjöld hækka verulega hjá þeim fjölskyldum þar sem annað foreldrið er í námi. Stúdentaráð skor- ar á borgarstjórn Reykja- víkur að draga hækkan- irnar til baka eða að bæta á einhvern hátt fyr- ir þær. f yfirlýsingu frá Stúdentaráði segir að rök fyrir breytingunni séu ófullnægjandi og í raun móðgun við það starf sem námsmannahreyf- ingarnar hafa unnið á síðustu áratugum. Hansadagarí Hafnarfirði í fundi þjónustu- og þróunarráðs Hafnaríjarðar í gær greindi sviðsstjóri frá því að Hafnarfjörður væri orðinn meðlimur í Stádte- bund der Hansa, fyrst ís- lenskra bæjarfélaga, en alls eru 169 borgir í samband- inu. Af því tilefni mun sögu Hansakaupmanna verða gerð góð skil á Hansadög- um sem verða haldnir hátíðlega 21.-23. október næstkomandi. Við sama tækifæri tilkynnti sviðs- stjóri að Forseti íslands myndi koma í opinbera heimsókn í Fjörðinn þann 20. og 21. október. Tvítug varnarliðskona var stungin til bana í fyrrinótt í blokk einhleypra varnar- liðsmanna. Rúmlega tvítugur varnarliðsmaður er í haldi herlögreglu, grunaður um morðið. Unnusta hans, 29 ára íslensk stúlka, var á vettvangi þegar morðið var framið en reyndi að komast undan lögreglu. Hún var stöðvuð í leigubíl á leið af varnarliðssvæðinu og var yfirheyrð í gær. Vettvangi glæpsins er líkt við sláturhús. VitniD reyndi að komast undan „Haföi eitt vitniþað á orði að vettvangurinn hefði iíkst sláturhúsi." Tvítug varnarliðskona var myrt í fyrrinótt á umráðasvæði bandaríska hersins á Keflavíkurflugvelli. Rúmlega tvítugur bandarískur varnarliðsmaður er í haldi herlögreglu grunaður um að hafa orðið konunni að bana. Atburðurinn átti sér stað í vistarverum einhleypra varnarliðsmanna. Samkvæmt heimildum DV voru stungusár á líki varnarliðskonunar þegar herlögregla kom á vettvang í gær. Stigagangur blokkarinnar þar sem atburðurinn átti sér stað var blóði drifinn og hafði eitt vitni það á orði að vettvangurinn hefði líkst sláturhúsi. Beið lögreglu í herbergi sínu Talið er að morðingi konunnar hafi veist að fórnarlambi sínu á annarri hæð blokkarinnar í sameig- inlegu rými íbúa. Konunni voru veittir banvænir áverkar en hún náði engu að síður að skríða í blóði sínu niður á næstu hæð fyrir neðan. Þar lést konan skömmu síðar. Varnarliðsmenn í blokkinni komu að konunni rétt upp úr mið- nætti og kölluðu samstundis á her- lögreglu. Þegar hún kom á vettvang var varnarliðskonan úrskurðuð lát- in. Varnarliðsmaðurinn sem grun- aður er um morðið var enn í her- bergi sínu þegar herlögregla vitjaði hans og hafði ekki reynt að komast undan. Heimildir DV herma að hann hafi verið í annarlegu ástandi. Lykilvitni reyndi að flýja 29 ára íslensk kona, af asískum uppruna, var gestkomandi í íbúð hins grunaða þegar atburðirnir vofeiflegu áttu sér stað. Samkvæmt heimildum DV var hún hins vegar á bak og burt þegar lögregla kom á vettvang og var gripin í leigubíl á leiðinni út af varnarliðssvæðinu. Hún er talin lykilvitni í málinu og var í yfirheyrslum lungann úr gærdegin- um. Henni var svo sleppt síðdegis. Meintur morðingi hafði áður rænt hina látnu Aðdragandi átakanna á milli hinnar látnu og mannsins sem er í haldi lögreglu er langur. Maðurinn er sagður hafa, í félagi við annan, stolið greiðslukorti af hinni látnu og tekið út af því háar fjárhæðir. Málið mun hafa komist upp og var einum vikið frá störfum í kjölfarið. Mun sá grunaði enn hafa beðið niðurstöðu í málinu þegar leiðir hans og hinnar látnu lágu saman í gærnótt. Rannsókn morðsins er að mestu leyti í höndum bandaríska hersins og er von á sérfræðingum á þeirra vegum til landsins í dag til aðstoðar. Herlögregla leitaði morðvopnsins í gær og tók meðal annars poka, úr ruslagámi við hlið blokkarinnar þar sem ódæðisverkið var framið, til nánari skoðunar. andri@idv.is Mikilvægt sönnunargagn? Poki sem ertalinn tengjast rannsókn málsins íannst íþessum bláa gámigær. Gámurinn erskammt frá blokkinni þar sem varnarliðskonan var myrt. Herlögreglan að störfum Varnarliðsmenn fínkembdu svæð ið I grennd við vettvang i gær. í nágrenni vettvangsins Þessir gámar voru einnig qrandskoðaðir þegar morðvopnsins vai leitað I gær. Deilurnar í Landakotsskóla halda áfram. Næsta skólaár sagt vera í uppnámi. Kennarar neyddir til að segja upp Deilunum í Landakotsskóla sem komust í hámæli í byrjun sumars virðist hvergi nærri lokið þrátt fyrir að nýr skólastjóri, Regína Höskulds- dóttir, hafi verið ráðinn. Regínu beið það hlutverk að koma á starfsfriði innan skólans. Henni tókst það hins vegar ekki og um síðustu mánaða- mót hættu sjö kennarar störfum hjá skólanum. Þar með hafa þrettán starfsmenn skólans frá síðasta skólaári yfirgefið hann á þessu sumri. Hvað liggur á? Starfsmenn skólans telja að Regína hafi fljótlega ákveðið að taka þannig á málunum að losna við alla þá starfsmenn sem neituðu að skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við stjórn skólans í júlí. Hún mun hafa lýst því yfir á fitndi með lög- fræðingi Kennarasambandsins að þessir kennarar þyrftu ekki að vinna lögbundinn uppsagnarfrest. Með því að taka á málum eins og nú hefur verið gert hefur öllum kenn- urum sem tengjast deilunum verið komið burt. Samkvæmt heimildum „Nú liggur á að græja tónleikana á menningarnótt/' segir Ómar Ágústsson, beturþekkt- ur sem Ómar Ómar, ritstjóri Hiphop.is og tónleikahaldari.„Ég er á fullu að fá fólk til að spila og staðfesta pöntun á hljóðkerfi. Svo er ég líka að reyna að plögga þetta. Eftir tón- leikana held ég áfram að vinna í Hiphop.is. Svo er líka brjálað að gera hjá mér í vinnunni. Ég er að vinna hjá fyrirtæki sem heitir PMT og er að taka við verkstæðinu þar." DV eru það þeir kennarar sem stað- ið hafa að baki þeim nemendum sem náð hafa afburðaárangri síð- ustu ár. Þrátt fyrir að starfslið skólans hafi mætt til starfa í gær eftir sumarfrí er enn allt á huldu um framtíð skólans næsta skólaár. Foreldrar eru margir hverjir mjög óánægðir með þá óvissu sem hefur ríkt í sumar og eru óánægðir með stjórn skólans. Margir hafa tekið börn sín í úr skól- anum og er kennsla í nokkrum ár- göngum í hættu þar sem aðeins ör- fáir nemendur eru eftir. Jafnframt hefur blaðinu borist til eyrna að skólinn hafi ekki enn fengið starfs- leyfi hjá menntamálaráðuneytinu fyrir komandi skólaár en það fékkst hins vegar ekki staðfest hjá ráðu- neytinu. Enn er deilt i Landa- kotsskóla Regínu Höskuldsdóttur skóla- stjóra hefurekki tekist að lægja öldurnar. Sjö kennarar hættu um ] mánaðamótin. johann@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.