Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 28
28 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Lífíð BV Playstation Portable er nýjasta viðbót Sony við leikjatölvuheiminn. Með henni er hægt að spila fyrsta flokks tölvuleiki ásamt því að horfa á kvikmyndir og hlusta á tónlist. Handtölva með þessum eiginleikum hefur aldrei sést áður. Hún er væntan- leg til landsins 1. september. Engin módel í Lost Margir hafa gagnrýnt að fólkið sej lifði afflugslysið í sjónvarps- þáttunum Lost virðist eins og klippt út úr tískublöð- um. Evangeline Lillysem leikur Kate í þáttunum, segir þó ekkert hæft í því að aðeins fallegt fólk hafi fengið að lifa af.„Hárið ámérí þátt- unum er eins og það er þegarég vakna/'segir Evangeline.„Við notum næstum því engan farða, bara þeim mun meira af drullu og olíu. Ég held að fólk myndi llta akkúrat svona útefþað væriskips- vana á eyðieyju." Hefur aldrei lesið bók Þrátt fyrir að hafa gefið út ævisögu sína aðeins 20 ára gömul, hefur Vict- oria Beckham aldrei lesið heila bók á ævinni. Þetta viðurkenndi hún í við- tali við spænska tímaritið Chic. Vict- oria hefur ekki lesið sína eigin ævi- sögu eða ævisögu Davids Beckham eiginmanns hennar.„Ég hefaldrei lesið bók. Ég hefbara aldrei tíma svo ég hlusta frekar á tónlist eða les tlskutímarit," sagði Victoria. Playstation Portable eða PSP er ný leikjatölva frá Sony. Hún er jafn- stór og hinn sínvinsæli Gameboy nema að PSP getur gert miklu meira. Á PSP er skjár sem er 4,3 tommur og birtir hann allt litrófið. Hægt er að spila tölvuleiki, horfa á kvikmyndir, hlusta á tónlist og margt fleira á PSP. Ný gerð af diskum Svo kallaðir UMD- diskar fara i tölvuna. Tölvan notast við öðruvísi diska en áður hefur tíðkast. Það eru svokall- aði UMD, eða Universal Media Discs, sem PSP notast við. Þeir voru sérstaklega gerðir fyrir tölvuna og eru þeir 1,8 gígabæt að stærð. Tölvan hefur innbyggða stereó-há- talara en einnig er tengi fyrir heyrn- artól. í tölvunni má einnig finna USB 2.0 tengi og þráðlaust net. Fjöldi leikja og kvikmynda Fjöldinn allur af tölvuleikjum hefur komið út fyrir PSP og eru enn fleiri á leið- inni. Til dæmis má nefna nýja viðbót við Grand Theft Auto heiminn en hann nefnist Liberty City Stories. Kvik- myndaframleiðendur hafa svo verið duglegir við að gefa út kvikmyndir fyrir PSP og sem dæmi má nefna að Kill Bill er komin út fyrir tölvuna. Flottur gripur Skjárinn varpar öllu iitrófinu. Svona öflug handtölva hefur aldrei sést áður og eru leikir í henni í alveg sama gæðaflokki og í Playstation 2- leikjatölvunni. Hægt verður svo að tengja PSP við PLaystation 3 þegar hún kemur á markað. Kemur 1. september Playstation Portable var kynnt fyrir japönskum almenningi iýrr á árinu og sló hún samstundis í gegn. Það þykir alveg ótrúlegt að hafa græju í brjóstvasanum þar sem hægt er að horfa á kvikmyndir, spila tölvuleiki og hlusta á tónlist. Fjöld- inn allur af aukahlutum er svo fáan- legur fyrir tölvuna. PSP kemur til ís- lands þann 1. september og fer hún samstundis í sölu. Hægt verður að fá vélina með sérstökum aukahluta- pakka en þar er að finna minniskort, hulstur, heyrnartól og fleira. Hefurengan i j áhuga á Aniston Vince Vaughn segir að hann sé ekki að slá sér upp meö Jennifer Aniston. Grínarinn vinsæli segist engan áhuga hafa á föstu sambandi. Eins og komið hefur fram hafa birst myndir í fjölmiðlum vestra afVince og Jennifer í faðmlögum við tökur á myndinni The Break Up. Vince, sem er bæði vinur Jennifer og Brads Pitt, segist reiðuryfir fréttum fjölmiðla því hann myndi 'ipýta sér ástand Jenni- 'er til að vera með enni.„Ég hefaldrei yerið mikið fyrir <að að koma alltafheim til ömu stelpunnar á hverju kvöldi," segir Vince flottur áþvf. Ég nenni ekki að vera hermaður lengur DV er með innanbúðar- mann við tökur á stór- mynd Clints Eastwood, Flags of our Fathers. Vegna ákvæða í samn- ingi má ekki Ijóstra upp um nafn hans eða birta mynd af honum. Innan- búðarmaðurinn dregur þó ekkert undan í lýs- ingum sínum á tökum á stórmyndinni. Uff, stress! Rúllandi mynda- vélar, hrópandi leikstjóri og það sjálfur Clint Eastwood. Svona sá ég fram á að dagurinn yrði þegar ég vaknaði um miðja nótt til að mæta í rútuna góðu og aka á tökustað á fyrsta tökudegi. Mér skjátlaðist. Þegar komið var til Keflavíkur beið okkar ekta amerísk- ur morgunverður í skemmunni. Þar var boðið upp á sveittar, steikt- ar samlokur með þykkri skinku og osti, auk þess sem að við gátum fengið okkur bleikan djús. Því næst klæddum við okkur upp sem hermenn. Nöllarnir byrjuðu aftur að ffla sig eins og þeir væru í Counter Strike-tölvuleik. Hópun- um var skipt niður á báta þegar við komum á tökustað. Bátarnir voru ekki eins margir og ég bjóst við svo að einhverjir hóparnir þurftu að bíða í tjaldi sem bauð upp á endalaust af amerískum kleinuhringjum og kaffl. Hóp- arnir sem fóru út á sjó þurftu að sigla í hringi á Higgins-bátun- um. Á meðan hringsólaði þyrla yfir þeim og tók upp. Þeir prófuðu að hlaupa upp á strönd ffá bátun- um og lflcja eftir innrás en það fór ekki betur en svo að í aðhlaupinu tókst einum náunga að fótbrjóta sig og Clint bar enga ábyrgð á því sam- kvæmt samningi. Svona gekk þetta í fjórar klukkustundir, bátamir hringsóluðu úti á sjó og menn fengu ekkert vatn, nema gusurnar af sjó sem flæddu yfir bátinn. Þeir fengu enga næringu og þurftu að halda í sér ef bleiki djús- inn var kominn alla leið. Það var kominn hádegismatur þegar komið var í land. Maturinn var vondur. í miðjum hádegismatnum þegar ég var að skófla í mig ógeði gerðist nokkuð sem toppaði ömurlegan dag. Ég lít aðeins upp af matar- disknum og horfl í kringum mig, þá sé ég að allt í einu kemur inn í matartjaldið maðirr klæddur í her- mannabúning eins og allir þama inni, nema hann var ekki hermannalegur, hann minnti meira á gamlan kúreka. Þegar hann var búinn að taka nokkur skref inn í tjaldið áttaði ég mig á því að þetta var kúreki, hinn eini sanni kúreki, Clint Sjálfur East- wood. Af einhveijum ástaéðum gekk hann í gegnum tjaldið sem ætlað var hermannaliðinu en fór ekki í tjaldið fyrir stórlaxana. En þar var hægt að fá lax og humar. í hádeginu vom allir sem fóm út á sjó rennandi blautir og allir sam- mála um að þetta hefði verið öm- urlegt. Allir nema 10 manns sem vom svo heppnir að fá að vera á bát með öllum aðalleikumnum og Clint sjálfum. Eftir hádegismat var marserað niður á strönd og þeir sem ekkert gerðu fyrir hádegi fóm fýrst í bátana. Þegar aðeins átti eft- ir að fylla tvo báta af mannskap var vindurinn farinn að segja til sín og brimið orðið það mikið að ekki var hægt að halda áfram tök- um. Við marseruðum heim á leið og skiluðum búningunum. Nú vom liðnir 14 klukkutímar síð- an ég mætti og þessi dagur var vægast sagt leiðinlegur. Ég er búinn að sjá Clint svo að það er spurning hvort ég nenni nokkuð að halda áfram í hemum. n Þegar hann var búinn að taka nokkur skref inn í tjaldið áttaði ég mig á því að þetta var kúreki, hinn eini sanni kúreki, Clint Sjálfur Eastwood." Eastwood-uppljóstrarinn

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.