Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Fréttir DV Friörik Stefánsson ersterkur körfuknattleiksmaður. Hann er mikill keppnismaður og gefursig jafnframt allan íþað sem er fyrir höndum. Friðrik lætur stundum skapið hlaupa með sig í gönur. Sem körfuknattleiksmaður þarf Friðrik að bæta sóknarleik sinn. Hann þarfað skilja sjón- arhorn annarra betur. „Friðrik er orðinn gríðarlega reyndur körfuknattleiksmaður og er frábær i vörn. Hann er lika búinn að eflast sem sóknar- maður, bæta skot og hefur góð- ar sendingar. Friðrik er mikill keppnismaður. Hann hefur mik- inn viljastyrkog verðurseint sakaður um að leggja sig ekki fram. Þó svo að hann hafi unnið mikið íþví að róa sig þá á hann það til að missa sig eins og gengur og gerist hjá miklum keppnismönnum." Einar Arni Jóhannsson, þjálfari Friöriks hjá Njarðvik. „Helsti kostur Friðriks er styrkur og nýtist það landsiðinu mjög vel. Það verður gaman að fylgj- ast með honum á móti Yao Ming, sem er einn besti körfuknattleiksmaður I heimi. Friðrik er svo mikill keppnis- maður að hann á alveg eftir aö ráða við Yao. Ég kvíði ekki þeirri viðureign. Það sem ég myndi helst setja útá hann er að hann mætti vera betri I að klára færin inni á körfuboltavellinum." Sigurður Ingimundarsson landsliðs- þjálfari. „Friörik er náttúrulega frábær náungi í alla staði. Hann er ró- leg og skemmtileg týpa. Hann er mjög reynslumikill og góður körfuknattleiksmaður. Þaö lýsir honum vel að hann er alltafaö kenna ungu strákunum og miðla afreynslu sinni. Hans helsti galli er lik- lega sá að hann á það til að vera frekari en andskot- inn." Halldór Karlsson, fyrirliði NJarövlkur og vinur Friðriks. Friðrik Stefánsson er frá Vestmannaeyjum. Hann hefur búið víða og farið I marga skóla. Hann var I Fjölbrautaskólanum I Vestmannaeyjum, Fjölbrautaskóla Suður- nesja og Iðnskólanum I Reykjavlk. Hann hefur leikið með KR, Þór á Akureyri, KFÍ og Njarðvík. Hann er margfaldur landsliðs- maður. 18. til20. ágúst mun hann leika með landsliðinu gegn Kínverjum þar sem hann færþað verðuga verkefni að dekka hinn 226 cm háa Yao Ming sem er einn af bestu leikmönnum heims I dag. Maðurívímu keyrði útaf Aðfaranótt sunnudags var bíl ekið út af Suður- landsvegi rétt austan við Þrengslaveg. Þrír karlmenn voru í bflnum en þeir sluppu allir ómeidd- ir. Svo vildi tfl að sjúkrabfll frá Selfossi sem var á leið heim úr útkalli hafði ekið um stund á eftir bflnum. Sjúkraflutn- ingamennimir veittu því at- hygli að bfllinn rásaði á veg- inum og fór síðan útaf. Öku- maður var greinflega undir áhrifum fíkniefna og fannst hvítt duft í bflnum sem talið er að sé amfetarru'n. Menn- imir vom handteknir. Telputælirinn Ágúst Fannar Ágústsson þröngvaði 12 ára stúlku til að hafa við sig samræði á heimili sínu nokkrum dögum fyrir jólin 2004. Hæstiréttur staðfesti ný- verið árs fangelsisdóm yfir Ágústi, sem hann hefur nú byrjað að afplána. Telpunni sem Ágúst hafði samræði við var gefið áfengi í veislu sem hann hélt. Hún reyndi að segja nei, en það dugði ekki til. Agúst Fannar Agústs- son Afplánarnú tólfmán aða dóm á Litla-Hrauni. Hæstiréttur Dæmdi Ágúst Fannar I fangelsi fyriraðtæla 12árastúlku. Ágúst Fannar Ágústsson hefur hafíð afplánun sína á Litla- Hrauni. Þar mun hann sitja af sér ddm sem hann hlaut fyrir að hafa samræði við tólf ára telpu á heimili sínu nokkrum dögum fyrir jólin 2002. Ágúst áfrýjaði til Hæstaréttar íslands sem stað- festi nú í maí úrskurð héraðsdóms síðan í desember 2004. „Ég sagði bara nei, ég vil þetta ekki, en hann sagði jú, þú verður að prófa, einhvern tímann verður þú að komast áfram í h'finu." Svona lýsti telpan samskiptum sínum við Ágúst fyrir Héraðsdómi Norðurlands eystra í desember 2004 þegar réttað var yfir Ágústi Fannari. Ágúst hafði látið boð út ganga meðal ungmenna að partí væri heima hjá honum. Litla stúlkan var meðal þeirra sem hlýddu kallinu. Henni var gefinn bjór í boðinu hjá Ágúsú. Frásögn telpunar „Á endanum sagði ég bara ókey og svo fór hann að reyna að ná mér „Þá fór égað segja nei og reyndi að ýta honum frá mér. Hann hélt samt alltaf áfram." úr buxunum. Þá fór ég að segja nei og reyndi að ýta honum frá mér. Hann hélt samt alltaf áfram, hann talaði alitaf við mig, ég gat ekkert mótmælt. Svo heyrðum við bankað á gluggann og heyrðum eitthvað í skráargatinu, þá fór hann og setti eitthvað fýrir skráargatið og svona. Svo kom hann aftur og ég man bara að hann klæddi mig úr öllum fötun- um og hafði mök við mig... í kring- um 10 mínútur... hann bara lagði mig niður og lagðist sjálfur ofan á mig... og svo man ég bara eftir mikl- um sársauka," sagði telpan þegar hún lýsti því hvernig Ágúst braut á henni. Vitni lágu á hleri Sjálfur bar Ágúst að hann hefði hvorki vitað um ungan aldur stúlkunnar né haft við hana mök. Þótt hann hafi klætt sig úr að ofan „vegna hita í herberginu“ hafi hann aðeins verið að hlusta á frásagnir hennar af samskiptum við aðra pilta. Að lokum hafi honum leiðst þófið og farið fram að sinna öðrum gestum. Héraðsdómur tók hins vegar mið af framburði stúlkunnar og ungra drengja sem lágu á hleri við svefn- herbergisdyr Ágústs og taldi hann sekan um að hafa haft samræði við telpuna. í ofanálag hafi honum ekki getað hafa dulist að stúlkan var und- ir fjórtán ára aldri. Hann var í kjöl- farið dæmdur í árs fangelsi fýrir samræði við stúlku undir lögaldri. „Þessi dómur er rangur og ég uni honum ekki. Þegar lögfræðingur minn kemur úr fh'i mun ég fela hon- um að áfrýja dómnum,“ sagði Ágúst Fannar í samtali við DV skömmu eftir að héraðsdómur tilkynnti nið- urstöðu sína. Ágúst stóð við stóru orðin og áfrýjaði, en þrír hæstarétt- ardómarar staðfestu nýlega niður- stöðu héraðsdóms. Dæmdur ofbeldismaður Ágúst hefur áður hlotið refsi- dóma, meðal annars fimm mánaða fangelsidóm í febrúar á þessu ári fyr- ir að ganga í skrokk á þáverandi kær- ustu sinni sem neitaði að fara fyrir hann út í sjoppu kvöld eitt um mitt ár2003. andri&dv.is Fámennasta sýslumannsembætti á landinu Lögreglusnautt embætti Sýslumannsembættið á Húsa■ vlk er með 0,0002 lögreglu- menn á ferkílómetra. Sýslumaður með útibú í gær greindi DV frá fjölda lög- reglumanna á hvern ferkflómetra á landinu. í ljós kom að Sýslumanns- embættið á Húsavík hefur fæsta lögreglumenn samkvæmt þeim mælikvarða, eða 0,0002 menn á ferkilómetra. „Það er náttúrulega mikill tími vinnunnar sem fer í akstur eða ferðalög. Það segir til sín," segir Halldór Kristinsson, sýslumaður á Húsavík. „Við erum með lögreglustöðvar á Raufarhöfn og Þórshöfn. Það eru nokkurs kon- ar útibú," segir hann. Halldór segir að alltaf megi fjölga lögreglumönnum. „Það væri til mikilla bóta. Því meira eftirlit þeim mun betra. Ég held að það sé almennur vilji fyrir því," segir hann. Hann segist vona að fjöldi lögreglumanna hafi ekki áhrif á löggæslu á svæðinu. „Við gerum okkar besta úr því sem við höfum," segir hann. „Bættar samgöng ur eru lykilatriði. Þróunin er í þá átt að betra er að sinna umferðareft- irliti og komast leiðar sinnar. Það er það sem er að gerast hægt og bítandi," segir hann. Hall- dór segir að alltaf sé þörf á að bæta samgöngur, það eigi við um hans sýslu mannsembætti sem önnur. Lægri skatta á bensín Neytendasamtökin taka undir kröfu Félags íslenskra bifreiða- eigenda um að stjóm- völd lækki skatta á bensín og olíu á með- an heims- markaðs- verð er eins hátt og raun ber vitni. Sam- tökin minna á að 60% þess verðs sem neytendur greiða fyrir bensín rennur til rfldsins. Verð á bensíni og olíu hér á landi sé með því hæsta sem gerist. Auk þess minna samtökin á að stjórnvöld hafa áður gripið til aðgerða þegar verð á þessum vömm hefur verið hátt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.