Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 19
DV Sport ÞRIÐJUDAGUR 16.ÁGÚST2005 19 Eftirmaður Erikson Valur og Keflavík gerðu markalaust jafntefli í Landsbankadeildinni í gær. Bæði lið setja stefnuna á Evrópusæti og fengu stig fyrir þá baráttu í leiknum í gær. Lokastaðan: 14 14 0 0 14 100 3 14 5 5 3 ; 14 6 2 6 4 5 2 7; 4 5 2 7 1 4 5 18 1 3 3 3 7 1 4 2 4 8 1 3 3 19 II enskur Brian Barwick, formaður breska knattspymusambandsins, segist vona að Sven-Göran Eriks- son klári samning sinn við sam- bandið og stýri liði Englands til ársins 2008, en segist jafriframt vona að eftirmaður hans verði Englendingur. Nokkrir menn hafa þegar verið nefndir til sögunnar og þar má nefna Steve McClaren, Sam Allardyce og Alan Curbishley. „Það væri enn betra ef eftirmaður Erikssons væri enskur, en ég geri ráð fyrir því að besti fáardegi þjálfariim verði ráð- inn í starfið. Þótt enskir vilji ef- laust fá heimamann f starfið, er talið líklegt að þeir muni leitast við að fá Arsene Wenger eða Jose Mourinho þegar að þvf kemur. Tottenham á eftir Jenas Lið Tottenham Hotspurs er enn sagt vera á höttunum eftir miðvallarleikmanninum Jermaine Jenas hjá Newcastle og í gær bár- ust þær fregnir frá Englandi að Tottenham væri að undirbúa fimm milljón punda tilboð f Jenas og ætlaði að bjóða ftamheijann Robbie Keane með í pakkanum. Framtíð þeirra Robbie Keane og Fredie Kanoute hjá Tottenham hefur verið talin óráðin í meira en ár, en þó hefur Martin Jol, knatt- spyrnustjóri Tottenham marg sagt að hann vilji hafa fjóra góða sóknarmenn í liði sínu og því sé enginn þeirra á d ' ^Syjk leið frá félaginu. Newcastle vant- | v ar þó sárlega + W/ fram- ÆUt T fí’- talið er \ að ^ Keane .. 1 gæti því 1 orðið til að gera tilboðið # meira a 1 * freist- andi. Engin mörk á Hlíðarendn Vonsvikinn markaskorari Aldreiþessu vant náði Garðar Gunnlaugsson ekki að skora I gær, ekki frekar en aðrir leik- menn á vellinum. AEGAEG . ■ ■ . FH p Valur li Keflavík U (A Fylkir \A Fram 14 KR 14 Grindavík 13 Þróttur 14 ÍBV 13 ■ . - rSc 11 'vr-"..';..AVv ■ --v:;-'/ - U\,-. Menn voru ekki á skotskónum í Hlíðarenda í gær þegar Kefla- vík heimsótti Val og endaði leikurinn með markalausu jafn- tefli. Þessi úrslit koma nokkuð á óvart þar sem bæði lið hafa verið nokkuð iðin við markaskorun í sumar. Okocha sýndur áhugi Leilcstjómandinn knái hjá Bolton, Jay-Jay Okocha, hefur dregið til sín áhuga frá Katar, þar sem lið Al-Rayyan er sagt á hött- unum eftir honum. Okocha er lykilmaður í liði Bolton og ekki tóku forráðamenn liðsins vel í þessar fréttir þegar þær bámst í gær. „Jay-Jay er fyrirliði liðsins og okkur dreymir ekki um að selja hann, það væri fáránlegt," sagði talsmaður Bolton, en gárungamir segja að Al-Rayyan sé tilbúið að bjóða leilunanninum gull og græna skóga efhann fengist til að leika í Katar. „Þetta er fyrsti leikurinn hjá okk- ur í sumar sem er markalaus, mark- miðið fyrir leikinn var að halda hreinu en við ætíuðum nú að reyna að ná að skora. Við vomm alls eklci lakari aðilinn en Evrópuleikurinn í Þýskalandi sat kannski aðeins í mönnum enda var mikið um hlaup í honum,“ sagði Guðmundur Stein- arsson, fyrirliði Keflavíkur, sem sagði að það hefði óneitanlega verið svekkjandi að sjá ekki sláarskot sitt hafna í netinu. „Markmið Keflavíkur er að ná þriðja sætinu. Við ætlum okkur að hafna í þriðja sæti og höldum síðan með Val í bikarkeppninni. Þá komumst við í UEFA bikarinn aftur," sagði Guðmundur. Keflvíkingar sprækir Landsliðsmaðurinn Stefán Gísla- son, leikmaður Lyn, var á vellinum í gær að fylgjast með Keflavík, sínu gamla félagi. „Ég sá bara seinni hálf- leikinn en mér leist bara vel á Kefla- vikurliðið. Þeir vom nokkuð sprækir en það er mikið um breytingar á lið- inu síðan ég var með þeim. Ég hef fylgst ágætlega með Keflavíkurliðinu í gegnum netið og það var gaman að sjá þá,“ sagði Stefán sem leikur á miðvikudag með fslandi gegn Suð- ur-Afríku. Mark dæmt afVal f fyrri hálfleik tókst Valsmönnum að koma knettinum einu sinni í net- ið en Leiknir Ágústsson, skeleggur aðstoðardómari, flaggaði til merkis um rangstöðu. Annars vom það miðverðimir tveir hjá Valsmönnum sem fengu bestu færi liðsins í fyrri hálfleiknum, Grétar Sigfinnur Sig- ..,.::■..■■■I urðsson skallaði naumlega yfir markið og þá fékk Atli Sveinn Þórar- insson dauðafæri en skot hans fór hátt yfir. Keflvíkingar komust næst því að skora þegar Guðmundur Steinars- son var ekkert að tvínóna við hlutina og átti hörkuskot af um 35 metra færi sem glumdi í þverslánni. Það hefði óneitanlega verið skemmtilegt að sjá það skot inni og það hefði gert mikið fyrir leikinn. Hörður Sveins- son fékk síðan úrvalsfæri til að skora í seinni hálfleik en hann fór ansi illa að ráði sínu og nýtti það illa. Jafn- ræði var með liðunum í leiknum og jafntefli sanngjörn niðurstaða, þrátt fyrir nokkur ágætisfæri náðu liðin ekki að skora. Besta færi Vals í seinni hálfleik fékk varamaðurinn Matthías Guðmundsson eftir að Guðmundur Benediktsson skaut í hausinn a hon- Gott vinnustig fyrir Val „Þetta var mikill baráttuleikur milli tveggja liða sem áttu erfiða leiki fyrir þremur dögum. Þrátt fyrir það fannst mér hann nokkuð hraður og 44-6 42 £ 27-9 31 s. 24-27 21 | 17-18 20 Q 23-25 17 15-20 17 15-21 16 14-28 12 16-26 10 10-25 10 Við stefnum á skemmtilegur. Evrópusæti og að því leyti var þetta gott vinnustig fyrir okkur. Ég er mjög ánægður með liðið og baráttuna og ekkert út á það að setja," sagði Will- um Þór Þórsson þjálfari Vals, en at- hygli vaktí að hann geymdi Matthías Guðmundsson á varamannabekkn- um. „Það eru margir um hituna og þvi miður eru bara ellefu inná í einu." FH vann stórsigur FH-ingar héldu áfram að kjöldraga keppinauta sína í LandsbankadeUdinni í gær. Þróttarar urðu ijórtánda fórnarlamb Hafnfirðinganna og þurftu að lúta í gras á heimavelli, 1-5. Tryggvi Guðmundsson og Allan Borgvardt skoruðu báðir tvö mörk fyrir FH-inga en það var Auðun Helgason sem opnaði markareikning Hafnfirðinganna. Frammarar komust í 1-2 með marki Páls Einarssonar, sem dugði skammt. elvar&dv.is Chelsea og Lyon hafa loksins komist aö samkomulagi um kaup á Michael Essien Sápuóperunni er við það að Ijúka Ganamaðurinn Michael Essien er á leið til Chelsea eftír óralangar samningaviðræður milli félaganna tveggja, sem staðið hafa yfir í allt sumar. Kaupverðið er sagt vera um 26 milljónir punda eða um þrír milljarðar íslenskra króna. Chelsea gerði upphaflega tíu milljón punda tilboð í leikmanninn, en þurfti að hækka tilboð sitt einum fimm sinn- um áður en Jean-Michel Aulas, for- seti Lyon, gafst loksins upp og gaf eftir. Aulas hafði haldið því fram fullum fetum allan tímann að Essien færi ekki fet, í það minnsta ekki fyrir minni upphæð en 30 milljónir punda. Leikmaðurinn setti stórt strik í reikninginn fyrir nokkrum vikum þegar hann kom fram og lýsti því yfir að hann gæti aldrei aftur leikið fyrir Lyon, því hann vildi fara til Chelsea. Aulas gaf þó ekki tommu eftir og það var ekki fyrr en allir forráðamenn Chelsea fóru til fundar við hann ásamt Roman Abramovich, sem skriður komst á samningaviðræð- urnar í síðustu viku. „Við vildum aldrei selja Essien, en því miður var ekki annar mögu- leiki í stöðunni en að selja hann. Hann vildi fara til Chelsea og því ákváðum við að leyfa honum að fara,“ sagði Aulas. „Það verður mikil eftirsjá í Essien, því hann var ekki bara frábær knatt- spyrnumaður, heldur góður liðsfélagi og góður vinur," sagði Anthony Reveillere, félagi hans í Lyon. „Lyon var til áður en Michael Essien kom hingað og verður til þó hann fari, en þetta var hans ákvörðun og maður verður víst að virða hana," sagði Reveill- ere.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.