Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 16.ÁGÚST2005 E*V Fréttir fes^íi^oft^clrum’n9ar bl^a eft,r Þrílit læða eignaðist þrjá gullfallega kettlinga f Kattholti. Hún hefur verið í Kattholti í nokkra mánuði og vonast til að komast inn á gott heimili. Hún bíður líka spennt eftir að kettling- arnir þrfr næli sér í góða fóstur- foreldra. Það er því um að gera að drífa sig enda er eflaust mikil ásókn í kettlingakrakkana sem eru hver öðrum sætari. Hundabúr - Hvolpagrmdur Full búð af nýjum vörum. 30% afsláttur af öllu. Tokyo gæludýravörur Hjallahrauni 4 Oplð: mán. til fös. 10-18 Hafnarftrði Lau. 10-16 s. 565-8444 Sun. 12-16 Aldrei er gott að vera of gráðugur íkorni nokkur á Bretlandi smeygði sér inn í fóðurbox fyrir fugla til að stela hnetum. Hann var þar inni í dágóðan tíma og át af bestu lyst. Þegar hann ætlaði hins vegar að stökkva út komst hann ekki nema hálfa leið út um gatið því hann var búinn að éta yfir sig. Vitni sáu fkornann sitja fastan og berjast um þegar hann skyndilega skaust út um gatið og hrapaði nokkra metra niður til jarðar. Þar rúllaði hann niður brekku í átt að straumhörðum læk. Til allrar ham- ingju tókst honum að læsa klónum f árbakkann á síðustu stundu. Vitnin fóru með íkornann til dýralæknis til að athuga hvort hann hefði slasast, en hann reyndist vera við bestu heilsu. Bergljó t Davlðsdóttir skrifar um dýrin sín og annarra ó mánudögum í DV. Sigrún Lilja Guðjónsdóttir hefur komist i hann krappan undanfarna mánuði. Þannig er mál með vexti að einn af Qölskyldumeðlimunum er Husky-hundurinn ísey, en Sigrún þarf eflaust að flytja sig um set vegna ósamkomulags við ná- grannana. Segir hún íseyju vera mjög vel uppalda tík, einstaklega blíða og góða. Hefur ísey meira að segja farið í sálgreiningarmat og stóð hún sig með stakri prýði. Það er því ekki hægt að segja að slæm hegðun hundsins sé orsök vanda- málsins enda er ísey, að sögn Sigrúnar, hinn mesti ljúflingur. Mikil matarlyst kom hundi í klfpu Hundurinn Breiti fórnýlega í aðgerð til að fjarlægja æxli úr maga. Þegar aðgerðin var hafin kom í Ijós að æxlið var í raun ekkert nema sam- anvöðlaðar nærbuxur. Claudia Schuermann, yfirmaöur Troisdorf- dýraathvarfsins sagði að fyrri eig- endur hundsins hefðu skilið hann eftir i athvarfinu vegna þess að hann borðaði aiitsem hann komst I. Varhann nýbúinn að eignast nýja fósturforeldra þegarhann hætti skyndilega að éta og varþá talið að hann hefði stærðarinnar æxli í maganum. Var Breiti þegar i stað skorinn upp en þá kom í Ijós að þetta voru ómeltar nærbuxur sem hann hafði stolið frá fyrri eigendum sinum. Hundurgabbar neyðarlmu Bandarísk kona að nafni Sylvia D'Antonio var nýlega ákærð fyrir að hringja þrisvar sinnum I neyðarllnu án þess að þurfa á aöstoð aö halda. Með þvl að hringja taföi hún starfsmenn neyðarhjálparinnar við aðsinna raunverulegum neyðartil- vikum. Sylvia heldur því hins vegar fram að Slayer, hundurinn hennar hafi hringt, en hún var nýbúin aö kenna honum að hringja i númer- ið. Þegar starfsmenn neyðarhjálp- arinnar svöruðu heyrðist ekkert nema andardráttur á hinum enda línunnar. Var númerið rakið og eftir skamma stund voru þrír lögreglu- bllar mættir fyrir utan heimili Sylvlu. Þar uppgvötvuðu lögreglu- mennirnir hins vegar að ekki var þörfá neinni aðstoð.„Slayer tekur símtólið afmeð kjaftinum og notar loppuna til að stimpla inn númerið. Þetta er auðvitað leiðindamál en ég ersamt mjög stolt afSlayer fyrir að stimpla inn rétta númerið. Alveg eins og ég kenndi honum. Þetta segir mér að efeitthvað kemur fyrir mig, þá get ég treyst á Slayer," segir Sylvia. „Ég bý í fjölbýli og nágrannar mínir eru ekki sáttir við að hundur- inn minn hún ísey búi í sama húsi,“ segir Sigrún Lilja Guðjóns- dóttir, hundaeigandi. „Þetta er auðvitað leiðindamál en ég vil samt ekki skella skuldinni á nágrannana enda eru lögin þeirra megin. Þeir hafa full an rétt til að mótmæla við- veru íseyjar. Þetta snýst meira um Reykjavflcurborg og það að hunda- eigendum sé algjörlega ýtt út í kuldann varðandi réttindi og ann- að slíkt. Það er til dæmis einungis leyfilegt að vera með hund í fjölbýli ef eigandi hundsins er með sér inn- gang. En svo er ekki í mínu tilviki og þarf ég því að fá leyfi frá öllum nágrönnum mínum." ísey kann ekki að gelta Sigrún flutti í fjölbýlið í júnf á síðasta ári, en þá var enn verið að byggja húsið. Vegna þessa gat hún ekki rætt við nágranna sfna áður en hún flutti inn þvf nærliggjandi íbúðir voru enn óseldar. „Fljótlega eftir að fólk var flutt inn hélt ég fund þar sem ég ræddi við fólk um íseyju. Þá komst ég að því að langflestir voru ósáttir við að hún byggi í húsinu. Það var þó ekki vegna slæmrar hegðunar enda er ísey mjög stillt og vel uppalin. Hún geltir aldrei. Husky-hundar kunna eiginlega ekki að gelta. Ef þeir eru eitthvað ósattir láta þeir sér nægja að væla. Þetta eru rosalega góðir fjölskylduhundar," tekur Sigrún fram. Verður að selja heimilið og fiytja Vegna ósamkomulagsins vegna íseyjar verð ég að selja íbúðina mína og leita að nýju heimili. Það hefur hins vegar reynst dálítið erfitt því það er ekki alls staðar hægt að vera með hunda vegna ýmissa reglugerða varðandi hundahald," segir Sigún, en bætir við að áður en hún flutti inn hafi hún gert munn- legt samkomulag við fasteignasal- ann um að hann ræddi við alla til- vonandi kaupendur um íseyju svo það yrðu engin vandræði. „Eg veit ekki til þess að það hafi verið gert. En þetta var auðvitað aðeins munnlegur samningur. Fasteigna- salinn sagði að ég yrði einnig að fá aðra íbúa til að skrifa undir bréf þess efnis að allir væru sáttir við íseyju. En það var erfitt að gera það því mér var óheimilt að fá nafn og símanúmer tilvonandi nágranna minna," segir Sigrún. Kjör íslenskra hundaeig- enda slæm „Það er auðvitað sjálfsagt mál að nágrannar mínir hafi rétt til að láta til sín heyra ef þeir eru ósáttir við íseyju. En á sama tíma fmnst mér Reykjavíkurborg gera hunda- eigendum erfitt fyrir með ýmsum lögum og reglugerðum varðandi hundahald," segir Sigrún og bendir á að í samanburði við nágranna- þjóðirnar eru kjör íslenskra hunda- eigenda alls ekki góð því það er af- skaplega lítið tillit tekið til þeirra. „Það er til dæmis bannað að vera með hunda í Reykjavík og þarf því að sækja um undanþágu. Það er mjög lítið gert fyrir hundafólk og finnst mér það ekki viðunandi fyrst það er verið að leyfa hundahald á annað borð. Áður en ég kaupi aðra íbúð ætla ég að láta þinglýsa því að ég eigi hund áður en ég flyt inn. Þá þarf ég ekki að ganga í gegnum þetta aftur," segir Sigrún. iris&dv.is „Isey geltir aldrei. Husky-hundar kunria eiginlega ekki að gelta. Efþeir eru eitt- hvað ósattir láta þeir sér nægja að væla. Þetta eru rosalega góðir fjölskylduhund* ar/J tekur Sigrún fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.