Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Menning DV Flís I auga Þeir félagar hafa flutt lög vlöa á liönum vikum Idjassútfærslu sinni. Hróður Hauks ádisk 12 tónar hafa sent frá sér disk með djasstríóinu Flís. Diskinn kalla þeir þrímenningar Vott en hann er helgaður hinum vinsæla dægurlagasöngvara og hjómsveit- arstjóra Hauki Morthens. Þeir fé- lagar hafa f sumar farið vítt og breitt um landið og spilað þetta prógramm fyrir gesti og gangandi við rffandi undirtektir enda vel- flest lögin runnin þjóðinni í æð á þeim sextíu árum sem rödd Hauks hefur hljómað. í tilefni útgáfu geisladisksins heldur Flís útgáfutónleika í Iðnó í vikunni. Um er að ræða tvenna tónleika sem haldnir verða í Iðnó á miðvikudag og fimmtudag. Tónleikarnir heíjast klukkan 20 og sér Ragnar Kjartansson ásamt góðum gestum um að koma fólki í gírinn fyrir sjóvið. Það sem tónleikagestir mega eiga von á að heyra eru til dæmis lög eins og Bláu augun, Til eru fræ, Hæ mambó og Simbi sjó- maður í flottum djassútsetning- um. Tríóið Flís er skipað þeim Davíð Þór Jónssyni á pfanó, Valdimar Kolbeini Sigurjónssyni bassa og Helga S. Helgasyni á trommur. Forsala miða er í verslun 12 tóna, Skólavörðustíg 15, og kostar miðinn 1000 krónur. Listahátíðin í Edinborg hófst um helgina, en fyrr hafði hátíð jaðarhópa á leiklistar- sviði farið af stað með venjubundnum látum. Þar takast á tilraunakenndar sýning- ar á við hátimbraða baUetta, nútímaóperu um söguleg tíðindi úr nálægri fortíð við hefðbundin verk frá upphafi síðustu aldar. Sumarhátíðirnar í Edinborg hafa tryggt borgarbúum heimsóknir gesta víða að úr heiminum um áratugaskeið en íslenskir listamenn hafa siglt hjá þessari stærstu listahátíð í Norður-Atlantshafinu og sjald- an sótt hana heim. Það er leikhópamir á jaðrinum - „the ffinge" - sem vekja jafiian mesta athygli á Edinborgarhátíð- inni. Hátíðin er stökkpallur inn á stærri sali í höfuðborginni og þar hafa lengi komið fram hópar sem síðar hafa sett mark sitt á leiklistarlíf í Bretlandi. Jaðarhátíðin er raunar óopinbert upphafsatriði á leilchúsár- inu. Þaðan getur leiðin legið til frægðar á landsvísu, til ömggra samninga í London eða New York en hátíðin er nú haldin í 58. sinn. Öðruvísi leikhús Það hefur löngum verið til siðs í Edinborg að leikhópar láta sér lynda hvaða húsnæði sem er til sýningar- halds: fjöldi sýninga er slíkur að leik- hús borgarinnar duga ekki undir alla hópana sem þangað þyrpast. En for- ráðamenn hátíðarinnar greina aðra tilhneigingu' sem verður æ meira áberandi í þessum vikum ágúst- mánaðar: hópar, sem víkja sér frá hinu hefðbundna textaleikhúsi og leita í alþýðuleikhús álfunnar, í fjöl- leikahúsin, í trúðleik og inn í heim myndlistar, verða æ meira áberandi. Gamalt vín á nýjum belgjum Þessi þróun er hvað greinilegust í kynningu sem British Council stend- ur fyrir annað hvert ár þar sem 28 hópar kynna sýningar sínar fyrir er- lendum stjórnendum listahátíða í öllum heimsins homum. Af þeim em 20 sýningar sem standa nær „performance‘‘-list en leiksýningum. Gamlir refir í bresku leikhúsi segja þessa tilhneigingu ekki nýja og vísa til ýmissa tilraunahópa sem komu fram um 1970. Margir þeirra breyttu þá áherslu í bresku leikhúsi og skópu eða endurlífguðu ný svið sem áttu meira skylt við kirkjuleiki og trúðsleiki á torgum borga Evrópu fyrri tíma en hið borgaralega leikhús sem hefur ráðið ríkjum á Vestur- löndum í nær heila öld. „Site specific theatre" - rýmisbundið leikhús Á sama tíma em sýningar sem sniðnar em að rýminu - tilteknum stað og tíma - æ meira áberandi: Þess þekkjast dæmi hér á landi og er Alþingishátíðarsýning Haraldar Bjömssonar frá hátíðinni á Þingvöll- um 1930 ugglaust skýrasta dæmið um slíkt. Frá síðari tímum er þekkt- asta dæmið sýning Leikfélags Reykjavíkur á Djöflaeyjunni í skemmunni. Sýningar Vesturports á Brími í skemmum em af sama toga spunnar. Þekktasta leikhús Edinborgar, Traversee sem ræður yfir tveimur sölum og hefur lengi verið í farar- broddi framsækinna leikhúsa þar í landi, verður með tólf sviðsetningar á hátíðinni: þeir segja að ný skosk verk eftir höfunda, ekki spunakend tilraunaverk, verði kjarninn í þeirra prógrammi áfram. Víst endurnæri nýjar hugmyndir leikhúsið aUt og tæknilegri kunnáttu fleygi fram, áherslur hafi breyst í þjálfun og menntun, en rödd höfunda verði ekki svo auðveldlega þögguð. Ameríkanar Annað er áberandi á hinum opin- bera hluta hátíðarinnar: stjörnur em enn að laumast frá Ameríku og taka að sér hlutverk í skamman tíma í Bretlandi: Aidan Quinn og Robert Carradine koma fram í sýningu af Broadway, Exonerated . Uppselt er á nútímalega útgáfu af gamla Neil Simon-farsanum The Odd Couple en sama grúppa var á ferðinni í Edinborg í fyrra með sína útgáfu af One Flew Over the Cuckoo’s Nest. Mesta athygli á dagskrá opinbem hátíðarinnar vekur ópera eftir John Adams: The Death of KIinghofTer sem er spunnin saga frá atburðunum á skemmtiferðaskipinu Achille Lauro árið 1985, þar sem farlama sjötugur gyðingur var myrtur af palestínskum skæruliðum. hefur efnisval tón- skáldsins þótt ósmekklegt og er for- dæmt af samtökum gyðinga. Fjölbreytt úrval Ný verk eftir skoska höfunda em alltaf áberandi á hátíðinni: í gær- kvöldi var ffumsýnt nýtt leikrit eftir David Harrower sem heitir Black- bird í leikstjóm Peter Stein, hins fræga þýska leikstjóra. Það lýsir fundum manns, sem hefur táldregið tólf ára stúlku, fimmtán ámm síðar. Þangað sækja líka hópar erlendra listamanna: flokkurinn La Cubana hefur snúið sýningu sinni Nuts CocoNuts á ensku fyrir hátíðina en þá sýningu Jordi Milan hafa milljón leikhúsgestir séð í spænskumælandi löndum Evrópu og Ameríku. La Cubana hefur starfað í rúma tvo áratugi og er frá Sitges; hóf feril sinn með smásýningum á óvenjulegum sýningarstöðum, í búðargluggum, mörkuðum og jafrivel í síma. frska leikskáldið John Millington Synge fær heiðurssess á hátíðinni og verða öll verk hans leikin þar í strófu. Þrisvar gefst tækifæri til að sjá þau öll á einum degi. Svanavatn- ið verður flutt af American Pennsyl- vania Ballet. Hollenski þjóðarball- ettinn kemur í heimsókn og Skoski ballettinn sýnir einnig. Hátíðinni lýkur þann 4. september. Menningarnótt verður um næstu helgi og Nikka og bassi Menningarnótt er framundan og hefur aldrei verið jafn atriðamörg. Síðasta ár sóttu hundrað þúsund gestir miðborgina heim en forráða- menn hátíðarinnar halda sig enn við Kvosina sem meginvettvang há- tíðarhaldanna. Það hefur verið til siðs að bjóða öðru bæjarfélagi í heimsókn á menningarnótt - utan þeirra úr ná- grannabyggðunum: að þessu sinni eru það Kaupmannahafnarbúar sem sækja okkur heim, en hug- myndin um menningarnótt var sótt þangað en þetta er í tíunda sinn sem hátíðin er haldin. Meðal þeirra er músíkalska parið Bodil Heister og Ulrik Cold. Bodil Heister er tónskáld, kapel- mester og tónlistarmaður. Bodil leikur bæði á píanó og harmonikku - en það er nikkan sem fær að fylgja henni til íslands. Bodil hefur samið tónlist fyrir leikhús, kóra, barnasýningar og sjónvarpsmyndir. Hún hefur enn- fremur skrifað bækur, haldið fyrir- lestra, gefið út geisladiska og leikið með ijölmörgum hljómsveitum. Frá árinu 1995 hefur hún reglulega troðið upp með söngvaranum Ulrik Cold og halda þau því upp á 10 ára starfsafmæli sitt á menningarnótt í Reykjavík. Ulrik Cold, bassi, kom fyrst fram árið 1968 og varð víðfrægur þegar hann lék í uppfærslu Ingmars Berg- man af Töfraflautunni, sem sýnd að þessu sinni verða Kaupmannahafnarbúar gestir Reykvíkinga var í hér í sjónvarpinu á sínum tíma. Cold hefur sungið í óperuhúsum í Evrópu og Bandaríkjunum, m.a. í óperunni í San Francisco, Konung- legu dönsku óperunni, English National Opera, Komische Oper í Berlín. Á undanförnum árum hefur Ulrik Cold haldið ótal tónleika og syngur innan margra greina tónlist- arinnar; óperu, óperettu, söng- leikja, ljóðasöng, kabarett, revíu og í leiksýningum. Tónleikar þeirra Bodil og Ulriks verða í Tjarnarsal Ráðhússins í framhaldi af setningu yfirborgar- stjóra Kaupmannahafnar og svo afturkl. 16,18 og20. Bodil Heister og Ulrik Cold Virtir skemmtikraft■ ar og iangferöamenn meö danskt bros ieggja undir sig Tjarnarsal Ráö- húss á laugardag.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.