Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 13
DV Fréttir ÞRIÐJUDACUR 16. ÁCÚST2005 13 [ rannsókn Lögreglan leitaði á höfuðstöðvum fiugféiagsins Helios. Allt í rúst Nú er allt kapp lagt á að safna brotum úr vélinni svo hægt sé að rannsaka slysið. | Stél vélarinnar Vélin var gjörsamlega sund- urtætt eftir að hafa skollið á fjallinu. VlSir & Kennarar læstir inni Nemendur í indverskum skóla læstu kennara sína inni í heilan dag í refsingar- skyni fyrir slæma mætingu. Lögreglu- menn björg- uðu 12 kenn- urum úr kennslustofu. Að sögn nemendanna voru þeir langþreyttir á því að kenn- ararnir ýmist mættu ekki, mættu fullir eða reyktu í kennslustofunum. Skólinn hefur verið beðinn um skýrslu um ásakanir nem- endanna. Hótar mót- mælendum Larry Mattlage, ná- granni George W. Bush í Texas skaut viðvörunun- arskotum í grennd við mótmælendur sem hafa safnast við veginn sem liggur að búgarði Bush íjölskyldunnar. Larry hoppaði upp í pallbíl sinn og keyrði í átt að mótmælendum. Þaðan skaut hann nokkrum skotum upp í loftið og segja mótmælendur hann hafa ógnað sér en var þó ekki öllum brugð- ið. „Þetta er Texas, ég bjóst svo sem við því að fólk myndi skjóta eitt- hvað hérna," segir Bill Philhps félagsráðgjafi frá New Orleans sem er að mótmæla Íraksstríðinu við búgarð Bush. Ný rannsókn í Bandaríkjunum Því ríkari þeim mun hamingjusamari Ríkir eru ánægðari með lífið en fátækir. Þetta kemur fram í rann- sókn sem Glenn Fire- baugh prófessor í félags- fræði við háskólanum í Pennsylvaníu í Bandaríkj- unum gerði. Fólk á aldrin- um 20 til 64 ára var spurt um heildartekjur, íjöl- skyldu, aldur og öldrun, hamingju, hjúskapar- stöðu og líkamlega heilsu. Niðurstöðumar sýndu að því auðugra sem fólk er þeim mun hamingjusam- ara. „Þegar við einangruðum breyt- urnar hamingju og heildartekjur ijölskyldu komust við að því að hamingjan eykst eftir því sem tekj- urnar hækka," segir Firebaugh. Hún segir þá sem ekki eiga möguleika á launahækkunum frekar verða óánægða. „Ef fólk er með fyrirfr am ákveðin laun og hefur ekki í aðstöðu til þess að hækka sig er líklegt að það verði óánægðara eftir því sem á líður," bætir Firebaugh við. Tekjur em þó ekki það helsta sem hefur áhrif á hamingju manna. Líkamleg heilsa er mikil- vægust þegar hamingja er annars vegar. Þeir sem svöruðu spurning- um Firebaugh töldu menntun og hjúskaparstöðu þó ekki eins mikil- væga og heiidartekjur fjölskyldu. ,Flugmaðurínn er orðinn biár. Ég kveð þig frændi minn kæri, hér erum við öil að frjósa í hel. $Cf im nmiiiimiiimut Wí ééi - _ ^ j • !-to* -Nre’f,- sms-skilaboðum sem Nektarios- Sotrios Voutas segist hafa fengið frá frænda sínum sem var um borð. Grísk yfirvöld segja manninn hins vegar ljúga og hafa handtekið hann. Bent er á að nafn frænda hans hafi ekki verið á lista yfir farþega. Alls var 121 um borð, þar af 115 farþegar. 21 barn lést í slysinu en ekkert þeirra var undir fjögurra ára aidri. Mikil sorg Rúmlega 100 aðstandendur þeirra sem fómst komu með flugi frá Kýpur að slysstað skömmu eftir að þeim hafi verið tilkynnt um hörm- ungarnar. Þeir eiga að bera kennsl á líkin sem fundist hafa. Mikil reiði ríkir í garð flugfélagsins Helios. „Ég missti son minn, tengdadóttur og þrjú barnabörn. Ég vil að þeir sem beri ábyrgð á slysinu komi ffarn og verði refsað. Þessar flugvélar em fljúgandi kirkjugarðar," segir Anast- astios Koudas. Lögreglan leitar í höfuð- stöðvum Helios „Lögreglan hóf leit í höfuðstöðv- um Helios-flugfélagsins nú fýrir skemmstu," segir Christalla Dimi- triou, talsmaður kýpversku lögregl- unnar. Hún segir lögreglumenn hafa fengið leitarheimild hjá dómara. Hún segir engan hafa verið handtek- inn en vildi ekki segja hvort gögn hefðu verið tekin af skrifstofu fyrir- tækisins. kjartan@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.