Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 22

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. ÁGÚST2005 Fjölskyldan DV Valgerður Halldórsdóttir, félagsráðgjafí og rítstjóri heimaslðunnar stjuptengsl.is. Hún svarar spurningum í gegnum netfangið samband@dv.is Þarf að vera drulluhress og yndisleg Draumaprínsessan min þarf fyrst og fremst að vera druHuhress og brosmild," segir Hilmar Guðjónsson, lífskúnstner og statisti hjá Clint Eastwood. „Ég vil hafa stelpur svona hæfiiega kærulausar. Ég vil ekki að þær taki lífinu of hátíðlega heldur taki frekar lífinu létt." Hví ekki að taka iífið létt? eins og Raggí Bjarna sagði. „Svo er mjög míkilvægt að hún sé yndisleg," segir Hilmar. Draumaprinsessan j 1 af hverjum 25 börnum rangt Niðurstöö- ur rannsókna í John Mores- háskólanum í Liverpool sýna að eitt af hverjum tutt- ugu og fimm bömum er rangt feðrað. Ný erfðatækni hefur opnað dyr sem áður vom luktar og svipt hulunni af leyndar- málum fjölda óprúttinna mæðra. Rannsóknimar, sem fram- kvæmdar vom undir handleiðslu prófessors Marks Bellis, taka mið af börnum sem fædd em á ámn- um 1950-2004. Þá kom í ljós að allt frá 1% upp í 30% barna em rangt feðmð og er hlutfallið misjafnt eftir rannsókn- um. Hvaðan kemur augnsvipur- inn á þínu bami? Lyfviðoffitu barna Krakkar sem eiga við offituvandamál að stríða geta nú fengið lyf sem hjálpar þeim til að losna við aukakílóin. Fyrir- tækið sem framleiðir lyfið segir að rann- sóknir hafi sýnt að óhætt sé að gefa 12 ára börnum lyfið. Þetta þykja góðar fréttir fyrir börn sem þjást alvarlega af offitu. Læknar óttast þó að foreldrar fari að treysta á lyf til þess að halda þyngd barna sinna (skefj- um (stað þess að leggja áherslu á hreyf- ingu og hollt mataræði. Brauðhleifur án skorpu Mörgum krökkum er það á móti skapi að borða brauðskorpu. Nú hefur bakarí f Manchester komið fram með nýjung sem ætti að gleðja andstæðinga brauð- skorpu. Það er brauð sem er, einmitt, án skorpu. Galdurinn við þetta er sá að baka brauðið hægt svo að skorpa nái ekki að mynd- ast. Endurnar á Reykjavíkutjörn yrðu ekki par hrifnar ef þær myndu heyra af þessu því meginhluti af fæðu þeirra er brauðskorpur. Pabbi aö halda frambja og mamma brjáluö SælValgerður Ég er 26 ára og fór að heim- an fyrir tveimur árum. Fyrir þremur vikum sagði mamma mér að pabbi hefði haldið fram hjá henni í tvö og hálft ár. Hún hef- ur vitað það í nokkra mánuði og er bæði reið og sorg- mædd. Hún get- ur ekki gert það upp við sig hvort hún vill skilja við hann eða ekki. Pabbi vill ekki skilnað. Hún hefur hinsvegar engar sannanir fýrir því að hann hafi slitið sam- bandinu við konuna. Hann segir það bara. Mamma hringir oft grátandi í mig og reynir að fá mig upp á móti pabba. Ég er auðvitað reið út í hann fýrir það sem hann gerði, en ég hata hann ekki eins og mamma vill að ég geri. Hvað á ég að gera? Hvernig á ég að fara að því að segja henni að ég geti ekki hlustað á þetta allt, án þess að særa hana? Ein uppgefin. Komdu sæl. Það er ekki furða að þú sért upp- gefin, enda ertu eins og á milli steins og sleggju! Það er ekki sann- gjarnt gagnvart bömum, sama á hvaða aldri þau em, að ætíast til að þau geri upp á milli foreldra sinna með þessum hættí. Þú hættir ekki að elska pabba þinn þótt hann geri eitthvað sem þér mislíkar, jafnvel þótt þú getir fordæmt hegðun hans. Því er ekki að neita að framhjá- hald föður þíns snertir alla fjöl- skylduna, en þetta er samt vanda- mál foreldra þinna. Ekki þitt. Það er þeirra að finna út úr því hvert framhaldið verður. Því miður draga foreldrar oft börnin sín inn í aðstæður af þessu tagi. Þeir eru særðir og dómgreind þeirra oft ekki í lagi. Mömmu þinni finnst hún hafa verið svikin og niðurlægð. Fólk í slíkri aðstöðu á mjög oft erfitt með að hafa fullkomna stjórn á sér og taka skynsamlegar ákvarðanir. Ég leyfi mér reyndar að efast um að hún vilji í raun skemma samband ykkar feðgina. Hún þarf vafalaust á stuðningi að halda, samúð og aðstoð við að greiða úr tilfinningaflækju sinni og ákveða hvernig hún eigi að bregð- ast við. En það er alveg rétt hjá þér að þú getur ekki verið sá stuðn- ingsmaður. Þú ert barnið hennar og pabba þíns og getur ekki verið hlutlaus. Ekki er sjálfgefið að framhjá- hald leiði til skilnaðar þótt svo fari í mörgum tilvikum. Ef foreldrar þínir taka hinsvegar ákvörðun um að halda hjónabandinu áfram geta þeir varla látið sem ekkert hafi í skorist og vonað að allt gleymist af sjálfu sér - kannski eins og pabbi þinn reynir að gera. Við slíkar kringumstæður er rík ástæða til að leita sér hjálpar sér- fræðinga eins og félagsráðgjafa, fjölskylduráðgjafa, geðlæknis eða sálfræðings. Uppgjör er yfirleitt nauðsynlegt. Það þarf að leggja heilmikla vinnu í að sætta sig við svikin og komast til botns í hvern- ig eigi að halda áfram sambandinu og byggja upp traust á nýjan leik. Það tekur tíma og krefst þess að bæði leggi sig fram. Auðvitað getur ekkert af börnunum í fjölskyldunni orðið „sérfræðingurinn". Þá hjálp verður að fá annars staðar. Reyndu að vera bæði ákveðin og vingjarnleg þegar þú segir mömmu þinni að þessum símtöl- um um hvað pabbi þinn sé lítils virði verði að linna. Þú getur sagt við hana að þú teljir þig skilja hvernig henni líði, en þetta sé mál sem hún verði að ræða við pabba þinn og þau þurfi að fá hjálp frá einhverjum utanaðkomandi aðila. Samband hennar við pabba þinn og ákvarðanir um framhaldið séu þeirra einkamál, þótt það snerti þig og áreiðanléga fleiri með óbeinum hætti, en að það sé al- gjörlega óraunhæft að þú getir ráð- lagt henni nokkurn skapaðan hlut í því efni. Þú getur auðvitað verið henni eða þeim innan handar um að finna sérfræðing og bóka tíma. Kannski verður mamma þín leið og jafnvel reið út í þig fyrir að styðja sig ekki og gæti jafnvel túlk- að viðbrögð þín þannig að þú sért á bandi föður þíns. Hún áttar sig örugglega á þinni stöðu þegar frá líður og sárin fara að gróa. Vertu ákveðin, en taktu tillit til þess að mamma þín er viðkvæm og ráðvillt eins og stendur. Þú veist að þú ert að gera rétt og stundum verður maður bara að fylgja sam- visku sinni, þótt það sé bæði erfitt og sárt. Gangiþérvel. Valgeröur HaJldórsdóttir félagsráðgjati Margra ára biðlistar í kristilega einkaskóla í Danmörku er nokkurra ára bið eftir skólavist hjá meira en helmingi kristilegra einkaskóla þar. Nú er staðan þannig að foreldrar verða að skrá bömin sín í skóla þessa um leið og þau fæðast. Það sama er uppi á teningnum hjá hinum svokölluðu Grundvigs- einkaskólum en þar eru biðlistar í um 65 af 100 skólum. Kaþólskir einkaskól- ar gh'ma við sama vandamál og mun bið eftir skólavist taka mörg ár. „Kristilegu einkaskólarnir bjóða fyrst og fremst öruggt umhverfi þar sem tekið er hart á eineltismálum. Öll- um okkar kennurum er gert skylt að boða bróðurkærleik í einu og öllu,“ segir Anna Marie Poulsen, talsmaður skólanna. Henning Högild, skólasljóri Mark- úsarskólans í Esbjerg segir að foreldrar velji hans skóla vegna þess að af honum fer gott orð. „Við leggjum ríka áherslu á að krakkamir læri að taka tillit til náung- ans og sætti sig við galla annarra. Auð- vitað er líka eftirsóknarvert að í hverjum bekk eru fáir. nemendur," segir Henning. Langlr biðlistar Mikil aðsókn erí kristilega einkaskóla.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.