Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 16.08.2005, Blaðsíða 33
Menning DV ÞRIÐJUDAGUR 16.ÁGÚST2005 33 Greint var frá endurbótum á anddyri Háskólabíós, sem nú standa yfir, í DV um helgina. Stjórn Háskólabíós hefur áætlanir um endurbætur á húsinu sem er hátt á fimmtugsaldri. Spurt er: hver verður framtíð hússins þegar Sinfóníuhljómsveit ís- lands flytur í nýtt tónlistarhús? Háskólabíó var reist til að auka Háskólanum tekjur af kvikmynda- húsarekstri, en Háskólinn hafði þá um árabil rekið kvikmyndahús í Tjarnarbíói, gömlu íshúsi við Tjöm- ina sem Bretar breyttu í kvikmynda- hús. Það er Sáttmálasjóður sem á húsið en hann var stofnaður við sambandsslit íslands og Danmerk- ur. Sjóðurinn er í umsjá Háskólans en háskólaráð kýs stjóm hússins. Það var reist á mnum milli 1958 og 1960 og var tekið í notkun 1961 sem stærsta samkomuhús borgarinnar með 990 sæti. Síðan hafa verið byggðir nýir sahr við húsið sem hýsa fyrirlestra- kennslu á daginn en sýna kvik- myndir fyrir Sambíóin á kvöldin, en þau hafa húsið leigt til kvikmynda- sýninga. Þróunin hefur orðið sú að salir af þessari stærð em liðin tíð. Jafnvel í stórborgum em stærstu sal- ir minni. Sérstaða stóra salarins hef- ur verið sú að þar hefur Sinfónían verið til húsa frá því húsið var reist. Tónlistarmenn og gestir þeirra hafa sí og æ kvartað yfir salnum, Má vænta að þegar Tónlistarhús verður risið í Austurhöfn og Sinfónían flutt verði stjórn hússins að finna salnum nýtt hlutverk. í umræðu um Tónlistarhús í fyrra var sú hugmynd á floti í umræðu manna að stóri salurinn yrði gerður að sal fyrir stærri hljómleika, söng- leiki og jafnvel ópemr. Yrði þá að- eins skel salarins óbreytt en innvols- ið hannað á ný fyrir aðrar kröfur og aðra starfsemi. Er vandasamt að finna salnum aðra notkun. Stóri kostur salarins er stærðin en vonlít- ið er að sætafjöldi í Þjóðleikhúsi og Borgarleikhúsi með 430 sætum standi undir kvöldkostnaði á stærri sviðsetningum. Hugmyndir Gunnars Birgissonar um byggingu ópemhúss í Kópavogi hafa vakið mikla athygli en spyrja má hvað borgaryfirvöld í Reykjavík vilja sjá margar menningarstofnanir hverfa suður í Kópavog. Umsjónar- menn Sáttmálasjóðs hafa eftir sem áður þá skyldu að finna salnum hlutverk og kærkomin yrði sú sam- keppni sem þokkalegur samkomu- salur með sviði, ljósabúnaði, hljóm- sveitargryfju og 750 áhorfenda sal gæti veitt væntanlegu Tónlistarhúsi. Stjórnarmenn Háskólabíós em orðvarir um þá þriggja ára áætlun sem nú er uppi um endurbætur á húsinu. Eldri hús á hinu forna borg- arsvæði Reykjavíkur líða öll fyrir skort á bílastæðum, en við Háskóla- bíó er nógafþeim. Danshátíð í Reykjavík Unyur rlansai i i'ii I istdan skóla Mafnaríjarðar á npmemlasýninyu í vm Hausthótíðin ci uppskeiutui liö yálfstæðia danshöfunda aq mikilvægut hlckkui i frainþióun dansim eins og skólamii. Danshátíðin í Reykjavík, eða Reykjavik Dance Festival eins og hún er kölluð uppá ensku, verð- ur haldin í fjórða sinn í byrjun hausts. Hátíðin verður sett þann 27. ágúst með kynningu og sýn- ingu á verki Sveinbjargar Þór- hallsdóttur, Margrétar Söm Guðjónsdóttur, Anne Tismer og Rahel Savoldelli ásamt vídeó- verkum Jade Gradinger. Aðalhátíðin stendur svo yfir dagana 1.-4. september en þar verða flutt verk eftir Alix Eynaudi og Alice Chauchat, Paulo Castro, Jóhann Frey Björgvinsson, Ólöfu Ingólfsdótt- ur, Peter Anderson, Nadiu Ban- ine, Fred Gehrig, Cameron Cor- bett og Steinunni Ketilsdóttur. Hátíðin fer fram á Nýja sviði Borgarleikhússins og miðasala leikhússins sér um sölu að- göngumiða. Hátíðin er nú árviss viðburður og þar má líta höf- undarverk sem æfð hafa verið yfir sumarmánuði og oftast er um fmmflutning að ræða. Þar hafa ýmsir dansarar sem starfa erlendis að jafnaði komið fram og er hátíðin gjarna eina tæki- færið sem íslenskir áhorfendur hafa til að fylgjast með dönsur- um íslenskum sem starfa er- lendis. RDF er styrkt af Reykja- víkurborg og menntamálaráðu- neytinu. Vínarbúar gleðjast nú yfir listahátíðinni í Bregenz en þar er danska tónskáldið Carl Nielsen í brennidepli Olíuturn á vatni fyrir sjö þúsund áhorfendur Olíupallur fyrir Verdi-óperu Þangaö koma koma slgaunamir á bát- um utan afvatninu enda eru björgun- arsveitir úrAlpahérööum i viöbragös- stööu meðan á sýningum stendur. Það er ópera Carls Nieslsen frá 1906 sem þeir Austurríkismenn hafa ráðist í að setja upp og taka jafnffamt upp til útgáfu á DVD. Tala danskir sérfræðingar um að loks sé tími Carls Nielsen komin. Það er Breti sem stjórnar lista- hátíðinni f Bregenz: David Pount- ney, en hann var lengi í forsvari fyr- ir ensku þjóðarópemnni og átti rík- an þátt í að gerbylta íhaldssömum sviðsetningum á ópemm í Bret- landi á níunda áratugnum. Enn sem fyrr er það stóra ópemsvið- setningin á flotprömmum við vatn- ið Boden sem vekur mesta athygli: að þessu sinni er það Tmbadorinn eftir Verdi sem er sviðsettur á vatn- inu. Sjöhundmð tonna olíuturn hefur verið reistur þar undan vatnsbakkanum og standa logar elds upp úr turnunum, en sjö þús- und gestir sitja í brekkunni og sjá hverja sýningu í síðsumarblænum. Það em sviðsetningarnar á vatninu sem draga flesta gesti til þessa litla bæjar, en þangað sækja 200 þús- und gestir dagskrá sem að mestu leyti er borin uppi af tónlist og leik- sýningum. Grímudansleikur Nielsens var opnunarsýning hátíðarinnar en þetta var í sextugasta sinn sem hún var haldin. Óperan var frumflutt fyrir 99 ámm og hefur ekki farið víða. Þessi sviðsetning er sú stærsta sem unnin hefur verið á verkinu og flyst frá Bregens til Lundúna þar sem hún verður flutt í fyrsta sinn í Covent Garden þann 19. septem- ber. Það er David Puntney sjálfur sem setur hana á sviðið í vatninu. Hátíðin er 80% fjármögnuð af einkaaðilum sém leggja sitt í þetta rúmlega tveggja milljarða ævintýri. Miðinn er heldur ekki gefinn, kostar 90 evmr á besta stað. Það er Sinfóníuhljómsveit Vínar sem kemur í bæinn á hverju sumri og spilar flesta hljómleika sem hér em haldnir. Fyrir utan ópemna em fjórar af sinfómum Nielsens á dag- skránni. Utan þeirra Verdis og Nieslens er í boði fjölbreytileg dagskrá af verk- um: Pountney hefur lagt áherslu á að í minni húsum á staðnum sé boðið uppá á efni sem fylgir fast eft- ir alþýðusmekk ekki síður en verk sem em ifemst í samtímanum. Á þessum slóðum horfa menn ekki í aurana til að tryggja sem best gæði: það er aldarfjórðungur síðan hátíðarhöllin var reist en næsta árið verður hún endurbætt í hljóm- burði fyrir á fjórða milljarð. Enda koma þangað 200 þúsund gestir ár hvert til að njóta listanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.