Ægir

Volume

Ægir - 01.05.2002, Page 18

Ægir - 01.05.2002, Page 18
18 K R Æ K L I N G A R Æ K T Kræklingur er allt í kringum Ís- land. Minnst verður þó vart við hann við suðurströndina. Hann sést oft greinilega á bryggjustaur- um og situr oft í þykkum klösum utan á þarastilkum. Kræklingur er merkilegt fyrir- bæri. Í bókinni „Sjávarnytjar við Ísland“ kemur fram að hann lifir á smáum svifþörungum og líf- rænum ögnum, sem að mestu eru botnþörungabrot. „Kræklingur- inn dælir sjónum inn undir mött- ulinn þar sem fæðuagnirnar fest- ast í slími á tálknunum. Þaðan færir kræklingurinn fæðuagnirnar með fíngerðum hárum til munnopsins. Hver einstaklingur getur síað um 10 lítra af sjó á sól- arhring,“ segir orðrétt í bókinni „Sjávarnytjar við Ísland“. Kræklingur er sagður verða kynþroska strax á fyrsta ári óháð stærð. Hrygning hefst um miðjan júní og stendur fram í miðjan ágúst. Þegar kræklingalirfa sest á botn að hausti er hún sem næst 0,3 mm á lengd. Kræklingurinn vex tiltölulega hratt í fyrstu og er orðinn um 15 mm ári eftir að hann settist. Næstu árin nemur vöxturinn um 10 mm á ári. mikill skaðvaldur fyrir kræk- lingaræktendur, hann hreinlega étur kræklinginn eða sópar hon- um af línunum. Ýmsar aðferðir eru til að verjast æðarfugli en ókosturinn við þær er að þeim fylgir oft verulegur kostnaður. Kræklingaverkefni Á vegum Veiðimálastofnunar er unnið að viðamiklu kræklinga- verkefni og má nú þegar nálgast mikinn fróðleik um það á heima- síðu Veiðimálastofnunar - www.veidimal.is eða á heimasíðu Valdimars Inga Gunnarsson, sjáv- arútvegsfræðings, www.sjavaru- tvegur.is - en Valdimar Ingi hefur tekið saman mikinn fróðleik um kræklingarækt við Ísland og unn- ið með kræklingaræktendum. Í ársskýrslu um kræklingarækt á Íslandi á árinu 2001 er yfirlit yfir það sem unnið verður að á þessu ári. Þar kemur fram að í ár stefni í að unnt verði að hefja uppskeru og verði unnið með framleiðend- um að því að skipuleggja framboð á ræktuðum kræklingi og kynn- ingu á honum á innanlandsmark- aði. Í öðru lagi verði lögð áhersla á að afla frekari upplýsinga um afrán æðarfugla og hvernig megi lágmarka tjón af hans völdum. Í þriðja lagi er getið um að á veg- um Hafrannsóknastofnunar séu fyrirhugaðar rannsóknir á vexti, holdfyllingu og æxlunarferli ræktaðs kræklings á fjórum stöð- um við landið. Í fjórða lagi verði við uppskeru athugað magn sölu- hæfs kræklings á hverja fram- leiðslueiningu og kannað hlutfall annarra ásæta, s.s. þara og hrúð- urkarla. Í fimmta lagi verði áfram unnið með kræklingaræktendum að því að samræma kröfur um heilnæmiskannanir og afurðaeft- irlit við það sem þekkist hjá sam- keppnisaðilum. Í sjötta lagi verði kræklingaræktendur heimsóttir tvisvar á þessu ári til þess að miðla upplýsingum til þeirra og afla um leið nýjustu upplýsinga um framgang ræktunarinnar, þ.m.t. reynslu af búnaði sem not- aður er við ræktunina, söfnun kræklingalirfa, vöxt og viðgang kræklings fram að markaðsstærð og tjón sem afræningjar valda og hvernig kræklingaræktendum tekst til við að halda þeim frá ræktunni. Merkilegt fyrirbæri

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.