Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 38

Ægir - 01.06.2002, Blaðsíða 38
38 S K I PA S T Ó L L I N N að setja upp frystitæki og gera endurbætur á öðrum kæli- og frystibúnaði skipsins. Lloyds sá um flokkunina. Skipt var um ein- angrun og klæðningu á milli- dekki og úretan kvarsefni frá Sjöfn hf. var lagt á vinnsluþilfar- ið. Ljósavélin er frá MD-vélum, en hún er af gerðinni Mitshubishi M.A.S. 1330, 3x400 volt – 1331 kva. Afl vélarinnar svarar til um 1600 hestafla. Teiknistofa KGÞ hannaði breytingarnar á Mánaberginu í samvinnu við tæknimenn Slipp- stöðvarinnar hf. Mikið að gera í sumar „Aðilar hafa fylgst með hvernig þessu verki hefur miðað og í und- irbúningi eru fleiri svona stærri viðgerðir. Í sumar verðum við í hefðbundnum viðhaldsverkefnum og það verður augljóslega mikið að gera í stöðinni í allt sumar og nú þegar erum við byrjaðir að bóka verkefni í haust,” segir Baldvin. Útgerðarmenn Þormóðs ramma-Sæbergs hf., Ólafur Marteinsson (til vinstri) og Gunnar Sigvaldason (til hægri). Á milli þeirra er Baldvin Valdemarsson, framkvæmdastjóri Slippstöðvarinnar hf. á Akureyri. Nýr vinnslubúnaður Mánabergsins kominn á sinn stað.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.