Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.06.2002, Qupperneq 39

Ægir - 01.06.2002, Qupperneq 39
39 S K I PA S T Ó L L I N N Um ástæðu þess að stjórnendur Þormóðs ramma-Sæbergs ákváðu að fela Slippstöðinni að gera breytingar á Mánaberginu sagði Ólafur Marteinsson: „Hugmynd- in að þessu kom frá þeim Slipp- stöðvarmönnum. Þeir gjörþekkja skipið, enda hefur það oft verið tekið hérna upp. Með því að ganga frá samningum um þetta verk síðasta haust þannig að Slippstöðin gat forsmíðað ýmsa þætti verksins yfir dauðasta tím- ann hjá sér, þá var fyrirtækið í stakk búið að keppa við hvern sem er,” segir Ólafur og lýsir ánægju með að Slippstöðin hafi skilað verkinu á nákvæmlega þeim degi sem um var samið. „Stundum tefjast slík verk um nokkrar vikur og oft nemur seinkunin nokkrum mánuðum. En hér hafa menn unnið á vökt- um og lagt metnað sinn í að skila þessu verki á réttum tíma. Mér sýnist þetta vera Slippstöðinni til sóma,” segir Ólafur. Hann segist ekki geta metið það hvort útgerð- ir eigi að fela hérlendum skipa- smíðastöðvum sambærileg verk- efni. „Ég skal ekki um það segja, en í þessu tilviki borgaði það sig ótvírætt að fela Slippstöðinni að vinna þetta. Ég tel engan vafa á því að fyrir Slippstöðina eru tæki- færi til þess að taka að sér verk- efni í þessum dúr og fyrirtækið bjóða fram tilbúnar lausnir,” segir Ólafur. Heildarkostnaður við breyting- arnar á Mánaberginu var um 150 milljónir króna, en inni í þeirri tölu er ný Mitsubishi ljósvél frá MD-vélum. Nýja togdekkið komið á sinn stað og búið að mála. Myndin var tekin daginn sem skipið fór úr Slippstöðinni, mánu- daginn 3. júní sl. „Slippstöðinni til sóma” - segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þormóðs ramma-Sæbergs Ólafur Marteinsson og Gunnar Sigvaldason, útgerðarmenn hjá Þormóði ramma-Sæ- bergi, virða fyrir sér vel vel heppnað verk í Mánaberginu. „Mér finnst hafa tekist ljómandi vel til,” segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri Þor- móðs ramma-Sæbergs, sem gerir út Mánaberg- ið. „Það er kannski ekki hægt að segja að skip- ið hafi tekið miklum breytingum. Þó er vinnslulínan allt önnur en áður. Það merkileg- asta við þessa framkvæmd eru að mínu mati stálskiptin á togdekkinu, sem er athyglisvert að eru gerð hér en ekki til dæmis í Póllandi,” sagði Ólafur.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.