Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Page 3
LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER2005 3 Spurníng dagsins Hefur þú lent í nágrannaerjum? Hefþurft að beita kústskafti „Ég heflent ínágrannaerjum. Bæöi hefég þurft að beita kústskafti og banka upp á. Ég heflíka ient í vandræðum vegna bilastæða." Ludy Ólafsdóttir förðunarfræðingur. „Nei, ekkert til að tala um." Guðbrandur Guðmunds- son verkfræð- ingur. „Nei, aldrei nokkurn- tímann.Alltí góðu með mína granna." Nína Heide verslunareig- andi. „Nei. Ég á svo góða granna." Jensína Ingi- marsdóttir læknaritari. „Éinu sinni þurfti ég að berja kústskafti í loftið hjá mér." Brynhildur Sædís Pétursdóttir verslunarstjóri. Þéttbýlið á höfuðborgarsvæðinu hefur það í för með sér að nábýlið getur ver- ið ansi þrúgandi og stundum spretta úr því illdeilur. DV greindi í vikunni frá hatrömmum nágrannaerjum í Melasveit. ErÁsta Möller vanhæf? Það hlýtur að vera sér- kennileg staða fyrir Ástu Möller að reka fyrirtaeki sem bæði fyUir upp í göt í opin- berri heUbrigðisþjónustu og er að vissu leyti í samkeppni við hana, hagnast með nokkrum hætti á vankönt- um hennar - en sitja einnig í þeirri nefhd þingsins sem mest áhrif hefur á stöðu heilbrigð- ismála og á stöðu einstakra stofn- ana sem þar eru reknar og á stöðu þjónustu ýmissar sem þar er veitt. Engar formleg- j ar vanhæfis- reglur ná yfir Sffl þingmenn. Mér finnst eðlUegt að slíkar reglur séu tU, en eðli þingstarfa er þannig að þær yrðu að vera rúmar. SiðferðUegar kröf- ur eru hinsvegar gerðar tU þingmanna einsog annarra. Ekki hafa komið upp nein dæmi svo kunnugt sé um að þessi þingmaður hafi beitt sér á óeðlUegan hátt í þágu fyr- irtækis sins. Hann hefur hinsveg- ar almennt verið erindreki einka- rekstrar og jafnvel einkavæðingar í heilbrigðisþjónustu. Miðað við íslensk fordæmi kemur hér punktur og basta: Ásta verði að meta það sjálf hvað henni finnst smekklegt og viðeigandi að gera gagnvart kjósendum sínum og öUum almenningi. Mörður Árnason alþingismaður ritar á mordur.is Ráðherra á villigötum með RÖV Menntamálaráðherra boðar frumvarp á Alþingi um Rik- isútvarpið fyrir næstu jól og gerir ráð fyrir þvi að rekstrarfyrirkomulagi RÚV verði breytt. Sam- kvæmt frétt Bylgjunnar seg- ir ráðherrann að verið sé að skoða hvort verði fyrir valinu, að gera Rikisútvarpið að einka- hlutafélagi eða sameignarfé- lagi. Það þykir mér hraustlega mælt í ljósi þess að hluta- félagavæðingunni hefur verið hafnað. Flokksþing Framsóknarflokksins 2001 ályktaði orðrétt . „Ríksútvarpinu verði tekki breytt í hlutafé- 'lag“ og sú samþykkt * stendur enn óhögguð. Á næsta flokks- • J .1 . . þingi, sem " • var2003,var bætt við að „breyta skal rekstr- arformi Ríkisútvarpsins í sjálfseignarstofnun“. Loks var ályktað á þessi ári á flokksþingi Framsóknar- flokksins að „mikilvægt er að Rikisútvarpið verði áfram í þjóðareigu“. Samþykktirnar eru eðlilegu samhengi og mynda skýra stefnu flokksins. Síðari samþykktirnar styrkja þá fyrstu, sem hafnar hlutafé- lagavæðingu RÚV. Menntamálaráðherra hef- ur sjálfur hafnað hlutafé- lagaforminu í frumvarpi um Rikisútvarpið, sem hann flutti á Alþingi á síðasta þingi. Þar var lagt til að breyta RÚV í sameignarfélag en ekki hlutafé- lag. Rökin gegn hlutafélagaform- inu voru þau að Rikisútvarpið hafi sérstöðu, það eigi að vera í þjóðar- eigu. Hallgrímur Helgason skrifar um undarlega heimssýn auglýsinga. Hvimleiðar auglýsingar Nýju Lottó-auglýsingarnar sem gengið hafa í allt haust eru skemmtilegar. En samt fara þær í taugarnar á manni. Vegna þess að boðskapurinn er ansi dapur: Láttu þig dreyma um að verða svo ríkur að þú getir hætt að vinna. Þetta er gott dæmi um auglýsingar sem virka öfugt: Því lengur sem þær dynja á manni, því ákveðnari verður maður að kaupa ekki Lottó-miða. Auglýsingafólk býr í skrýtnum heimi; veröld þar sem sjampó getur gert fólk hamingjusamt og nýr sími breytt lífi þess. Menn sem búa í raunveruleiicanum eiga erfitt með að skilja þennan gerviheim, en samt meðtökum við skilaboðin frá honum af vissri þolin- mæði, ef ekki sofandahætti. Það var ekki fyrr en ég var búinn að brosa að fjórum útgáfum af Lottó-auglýsing- unni að ég hætti að hafa gaman af henni. í sínu fimmta tilbrigði hætti hún að vera fyndin og boðskap- urinn birtist nakinn; markmið okkar í þessu lífi er að þurfa ekki að vinna, þurfa ekki að gera neitt. Hér er boðað algleymi markaðsþjóðfé- lagsins, nirvana neytandans: Að sitja heima með humarhala í sófanum og góna á MTV. Það er vart hægt að hugsa sér ömurlegra hlut skipti en að sitja allan daginn heima í helvfti einbýlishússins með tærnar upp í loft. Ég get ekki ímyndað mér að orkuþjóðin Islendingar láti sig dreyma um slíkt stofufangelsi. í vikunni hófst síðan önnur auglýs- ingaherferð sem reynir jafnvel meir á þolrifin. Hugbúnaðarrisinn HIVE vinnur að því að „frelsa" ísland. Hvorki meira né minna. Rosknar mæður eru látnar tala inn á útvarps- auglýsingar í nafni barna sinna: „Son ur minn er búinn að frelsa 2300 ís- lendinga." „Dóttir mín hefur frelsað 2700...“ Sonur þeirrar stolt ustu fær síðan orðið og segist ekki komast sextugsafmælið ,5>Her boðað , rii m Þjoðféla al- gLe^markaðs mrvana Að ffsms, rjeyfandans: ‘íffiJp&Hr sitja allan dacrinn teíí1® * helvíf?ein- byishnssins með terndíuppí hennar því hann sé svo önnum kafinn „að frelsa" fólk. Stemmningin og tónninn eru stolin úr harð-væmnustu Hollywood-kvikmyndunum þar sem hetjur síga niður úr háværum þyrlum og daðra glæsilega við lífshættuna þegar þeir á síðustu stundu frelsa gísla eða stríðsfanga. Á hvíta tjaldinu er alla- vega um „líf fólks" að ræða, þótt ímyndað sé, en í aug- lýsingunni er hinsvegar verið „að frelsa fólk" frá þeirri ánauð að þurfa að bíða sekúndunni lengur eftir nettengingu eða að eyða krónunni minna í „niður- hal". Ég fæ aumingjahroll í hvert sinn sem ég heyri þetta í bílnum. Það er eitthvað svo yfirmáta hvimleitt við það að heyra hversdagsvandamáli hins stríðalda íslendings líkt við þjáningar stríðshrjáðra þjóða. Eða finnst mönnum þetta smekklegt? í heimi auglýsinganna getur sjampó fýllt okkur gleði. í raunheiminum getur sú blekking fyllt okkur ógleði. 1 Hallgrímur Helgason Svefnsófar með heilsudýnu Recor 'mm, NSE0 SVEFNSÓFI160 / 209x95tnt - SENSE0 SVEFNSÓFI 140 / 187x95tm - Margir litir Komdu í verslun okkar að Faxafeni 5 og sjóðu glæsilegan sýningarsal okkar. fullan af nýjum svefnsófum. Svefnsófar með heilsudýnu og MicroFiber óklæði í mörgum litum og steerðum. r i Wimtex Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður ritar á kristinn.is Kim svefnsófi J ™ svefnsófi 203x95 cm-Litir lf .. M 184x91 cm - Litir Brunt i sssafe—. Svefnsvæði 143x193/215 tm. Sýningarsalur á neðri hæð fullur af nýjum svefnsófum, glæsileg tilboð f gangi! Wimtex svefnsófar eru allir með rúmfatageymslu. BoffCI Faxafeni 5 • Sími 588 8477 • www. betrabak. is Opib virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 11-15

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.