Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 12.11.2005, Qupperneq 28
28 LAUGARDAGUR 12. NÓVEMBER 2005 Helgarblað 0V Mikil nákvæmnisvinna Guörún í handaraðgerö í Fossvoginum. . *=» gg - g < '*' "‘-k \ -1:J í vinnunni Guðrún inni á einni skurðstofunni í Fossvogi. Skórnir Það erýmislegt sem genguráeinsog sést á skóm Guðrúnar. Guðrún Halldóra Þórsdóttir er menntaðnr skurð- hjúkrunarfræð- ingur. DV fékk að forvitnast um starfið hennar. Guðrún segist ekki sjá eftir að hafa valið þennan vett- fang því hún hefur fengið að upplifa og sjá svo margt. „Ég var búin að vinna sem hjúkrunarfræð- ingur á geðdeild í tólf ár þegar ég ákvað að söðla um og skipta um starfsumhverfi," segir Guðrún, en hún ákvað árið 2000 að sérhæfa sig sem skurðhjúkrunarfræðingur. Hún segist hafa vitað að starfið væri skemmtilegt og fjölbreytt þó að hún hefði aldrei unnið á skurðstofu og fékk vinnu á skurðdeild Landspítala-háskólasjúkrahúss í Fossvogi. Starfið virkar þannig að hún mætir 7.30 á morgnana og fær að vita hvaða stofu hún er á þann daginn. Sjö sérhæfðar skurðstofur fyrir hvert svið eru á deildinni, tvær fyrir bækfun- araðgerðir, ein fyrir heila- og taugaaðgerðir, ein fyrir æðaaðgerðir, ein fyrir bruna- og lýta- aðgerðir, ein fyrir háls-, nef- og eyrnaaðgerð- ir og svo er ein bráðaaðgerðastofa sem er fyr- ir minni háttar bráðaaðgerðir. „Það eru alltaf fyrirfram ákveðnar aðgerðir á hverjum degi og allar stofurnar eru í notkun. Ég er í bæklunarteymi en sviðin eru öll með sín teymi. Það er samt þannig að skurðhjúkr- unarfræðingar þurfa að kunna á öll sviðin til að geta gengið inn í bráðaaðgerðir hvenær sem er. Vaktir skiptast þannig að þriðju hverja helgi vinn ég ýmist frá 8 til 19.30 eða 19.30 til átta morguninn eftir, svo mæti ég líka að meðaltali tvisvar í mánuði á bundnar vaktir sem þýðir að ég þarf að mæta klukkan 15 og er á staðnum til átta morguninn eftir. Mér finnst þetta virkilega skemmtilegt og fjölbreytt starf, það er mikið að gera og mikið adrenalínkikk," segir Guðrún og hlær. Hún segist alls ekki sjá eftir því að hafa val- ið þennan vettvang því það sé svo margt sem hún fær að sjá og upplifa. „Að vera í búningi með húfu og maska hentar mér mjög vel því þá þarf ég lítið að vera að hugsa um föt og make up.“ Skurðhjúkrunarfræðingar eru stétt sem margir vita ekkert um enda starf sem er ekki fyrir alla og fer fram fyrir luktum dyrum. „Það sem mér finnst skemmtilegast að gera er að vera í bæklunaraðgerðum, þar er mesti hasarinn að mínu mati," segir Guðrún. „Við þurfum að læra inn á hvern lækni, en þeir eru gjarnan með sérþarfir og nánast eng- inn þeirra gerir aðgerðirnar eins þó að verk- efnið sé það sama." Guðrún sér um handaraðgerðirnar sem fara fram í Fossvogi, sem þýðir að hún sér um að panta og hafa yfirumsjón með því sem vantar og sér til þess að allt sé til fyrir hveija aðgerð. „Auðvitað eigum við okkar uppáhalds- skurðlækna, þá sem okkur finnst best að vinna með, ég held að það segi sig sjálft. Ég er yfir handaraðgerðum og finnst þar best að vinna með Jóhanni Róbertssyni sem er hand- arskurðlæknir hér og einn sá fremsti á siínu sviði og mikill öðlingur," segir Guðrún og snýr sér aftur að vinnu um leið og hún kveður blaðamann. maria@dv.is DV mynclir Stefán
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.