Freyr

Ukioqatigiit

Freyr - 01.06.1954, Qupperneq 27

Freyr - 01.06.1954, Qupperneq 27
FRE YR 195 y2 m. upp fyrir þakmæni. Sogkraftur strompsins eykst til muna, sé hann (loft- ventillinn) einangraður. Skýringin á þessu er sú, að loft, sem hitnar, leitar upp. í gripahúsunum hitnar loftið og leitar þá upp á við og þar með upp í gegn um loft- ventilinn (strompinn). Eftir því sem loftið kólnar minna á leið sinni upp í gegn um hann, — þ. e. einangrunin er betri, — því meiri verður sogkrafturinn. Jafnframt er síður hætt við rakamyndun í ventlinum. Skiljanlega má spara einangrunarefni, sé loftventillinn hafður nógu stór svo fram- arlega sem það verður ekki til óþæginda fyrir dýrin. Áríðandi er, að ekki sé drag- súgur í gripahúsum. Algengast er, að loft- inntök séu á veggjum. Til þess að forðast sem mest dragsúg frá þeim, skal þess gætt, að þau séu nægilega mörg og hæfilega stór. (Ó. G. þýddi). Kúabókin Þetta nafn — kúabók — kannast þeir við, sem í nautgriparæktarfélagi eru og halda því skýrslur. Er bók þessi form í þrennu lagi. í fyrsta lagi fyrir vikulega mælingu á mjólk og fóðri, og er þar kúnni ætluð ein síða yfir árið. Við samlagningu í árslok sést, hversu kýrin hefir farið að — eða ef til vill eigi síður, hversu farið hefir verið að við kúna; en ekki meira um það í svip. í öðru lagi er skýrsluform fyrir ársuppgjör og er hverri kú ætluð þar ein lína yfir opnu þvera. Þriðja skýrsluformið í bók þessari er ættskráin og er ætlast til, að þar sé hver kýr færð inn, er hún verður fyrst mjólk- andi, svo og kýr þær, er aðkeyptar eru. Enn- fremur ef kú er lógað eða sé kýr seld, og þá hvert. Hverja kú skal skrá þarna, er hún á kálf, sem látinn er lifa, greint skal kyn og litur kálfs og hvar hann lifir heima eða heiman. Ég hefi fyrir því svo nákvæmt greint frá formi þessu, að grunur er mér á, að nokk- urrar gleymsku gæti um færslu þess — sem sagt ættskrárinnar —• jafnvel þó að hinar vikulegu færslur séu með ágætum. Færsla í ættskrá er eigi ósjaldan ætluð eftirlits- manninum. Það er ófullnægjandi, enda verður að ætla hverjum bónda — því oft- ast er það bóndinn, sem skýrsluna heldur — þánn heilbrigða metnað, að í lagi vilji hafa skrá yfir kynferði gripa sinna og eigi sízt er svo auðvelt má telja sem þarna er. Báglegan veg gengur þá ætthreykni og ætt- vísi okkar íslendinga — sem allmikla má telja að því er mannfólkið snertir — ef eigi nær angi þeirrar vizku til þess dýrsins, sem kallað hefir verið fóstra mannkynsins og það, enda þótt við mennirnir teljum okk- ur höfuð höfðanna. Kúabókin er, að því er hinar vikulegu færslur snertir, hin ágætasta fræðsla fyrir þann, er fjósstörf vinnur. Ef hann fylgist vel með nythæð kúnna frá viku til viku, má telja, að eigi fái hann betri mæli á störf sín, enda þótt ekki fylgi því ætíð ánægja frekar en ýmsu því, sem að reikningsfærslu lýtur. En öllum þeim, sem í rauninni vilja vita, hvað þeir eru að gera í þessu efni, ætti að vera kært að halda skýrslu þessa. En fyr- ir því er eigi óblandin ánægja að skýrslu þessari, að sjá hljótum við þar stundum mistök, ef glöggskyggn erum, en svo bezt verða mistök eigi endurtekin, að við sjáum, að mistök voru. En munu menn til vera, sem eigi vilja sjá, hvað þeir eru að gera? Ekki meira um það. Fyrir því hefi ég hér rætt um Kúabókina, að ég vildi að menn íhugi það, að bók þessi er eigi lítils virði frá sjónarmiði þess, sem er eða verður. Hún er nauðsynleg til notk- unar á yfirstandandi stund og tíma til yfir- lits þess, sem er að gerast hjá hverjum bónda. Hún á að sýna, hvort miðar aftur á bak eða nokkuð á leið. Sem heimildarrit er ættskráin það, sem byggja verður á fram- tíðarstarf nautgriparæktarinnar, innan hvers félags og sem heild. Auðsætt er það af ofanskráðu, að Kúa- bókin er eigi lítils virði, ef rétt er að farið, og skyldu menn vel gæta þess að geyma, en glata ekki útskrifuðum bókum. Guðmundur Þorsteinsson, Klafastöðum.

x

Freyr

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Freyr
https://timarit.is/publication/863

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.