Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Side 4
4 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Fréttir jDV Greiði sjálfur söngnámið Guðmundur Árnason á Akureyri þarf sjálfur að greiða að fullu fyrir söng- nám dóttur sinnar í Reykja- vík. Guðmundur hafði ósk- að eftir því að Akureyrar- bær greiddi hlut sveitarfé- lags í söngnámi dótturinn- ar við Söngskólann í Reykjavík þar sem ekki sé boðið upp á sambærilegt nám við Tónlistarskólann á Akureyri. „Skólanefnd getur ekki orðið við erindinu þar sem allt fjármagn til tón- listarkennslu er bundið í rekstri Tónlistarskóla Akur- eyrar," var svar skólanefnd- ar Akureyrarbæjar. Þrjár lóðir Sjónvarpskonan Sigríður Arnardóttir, Sirrý, réö sig í gær til Róberts Marshall hjá sjónvarpsstöðinni NFS. Þar mun hún sjá um ísland í bítið. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, er óánægður. Segir Sirrý hafa ætlað að stjórna nýjum magasínþætti á Skjá einum og þau hafa gert samning um síðustu helgi. Sirrý á NFS og Skjár einn hvggst kæra Sirrý Segistekki hafa skrifað undirsamning um nýja þáttinn á Skjá einum. Þremur lóðum var út- hlutað á athafnasvæðinu í Helguvík á fundi Atvinnu- og hafnarráðs Reykjanes- bæjar í lok janúar. Þor- steinn Erlingsson, formað- ur ráðsins, segir að mikil ásókn sé í lóðirnar. Þau fyr- irtæki sem fengu lóðir eru Almenna Byggingarfélagið ehf., Hýsir ehf. og Mest ehf., en umsókn fyrirtækis- ins JHS um lóð undir fisk- þurrkun var hafnað af um- hverfisástæðum að því er fram kemur á vef Víkur- frétta. Þá var umsókn SEES um námuvinnslu í Helgu- vík samþykkt. Marel tapar Hagnaður Marel 2005 nam tæplega 429 milljón- um króna samkvæmt vf.is. Sá hagnaður er undir væntingum greiningar- deildar bankanna en með- altalsspá þeirra gerði ráð fyrir 511 milljónum króna. Ein útskýring sem var gefm var sú að gengisþróunin hafi verið óhagstæð í ár enda krónan sjaldan jafn sterk sem kemur útflutn- ingsaðilum afar illa. Horfur til skemmri tíma eru sagð- ar erfiðar. í árslok saman- stóð Marel af 17 fyrirtækj- um í 14 löndum. í gærdag skrifaði Sigríður Arnardóttir, Sirrý, undir samning við sjónvarpsstöðina NFS. Hún mun taka við stjórn þáttarins ísland í bítið. Magnús Ragnarsson, sjónvarpsstjóri Skjás eins, segir Sirrý þannig rjúfa samning sem hann hafi gert við hana um síð- ustu helgi. Síðustu vikur hafa þau unnið að undirbúningi nýs síðdegisþáttar á Skjá einum. „Henni er ekki frjálst að gera þennan samning," segir Magnús. „Við gengum ffá ráðningu hennar um helgina. Hún skrifaði síðan und- ir hjá þeim í morgun [gærmorgun]. Þá er hún komin með tvo gildandi verksamninga. Þetta verður væntan- lega dómsmál. Þvl miður." Langaði að breyta til „Eg skrifaði ekki undir. Hann er ekki með neinn undirritaðan samn- ing við mig," segir Sirrý, sem býr sig nú undir að kveðja Skjá einn eftir rúm fimm ár. „Það er skrýtið að fara yfir. En hollt að breyta til. Ég er búin að vera mjög stabíl. í loftinu hvert einasta miðvikudagskvöld í öll þessi ár. Það er ekki óeðlilegt fýrir mig að endur- meta stöð- mm/ Ragnheiður Guð finna Vikurfyrir Sirrý i Islandi! bítið Felix Bergsson Áttiað stjórna nýja magasínþættin um á Skjá einum með Sirrý. una á þessum tímapunkti. Þeir hættu með þáttinn. Þess vegna var ég á tímamótum. Þegar 365 bauð mér framtíðarstarf varð ég að láta hjartað ráða för. Fjölmiðlamenn eru stöðugt að fara á milli miðla. Þetta er erfitt fyrstu dagana en það mun fólk fylla mitt sæti á Skjá einum. Enginn er ómissandi." Verður að vilja vinna „Það er ákveðin grundvallarregla að leyfa fólki að vinna þar sem það vill vinna. Þetta er nú einu sinni Sirrý," segir Róbert Marshall, sjón- varpsstjóri NFS. „Mér skilst að þeir séu ekki sáttir. En það var enginn samningur við þá af hennar hálfu. Hún vildi frekar koma til okkar og byrjar á næstu dögum. Sennilega í lok næstu viku,“ segir Róbert. Sirrý mun stjórna þættinum við hlið Heimis Karlssonar. Ró- bert á von á því að ferskir vindar eigi eftir að blása um þáttinn með henni. „Sirrý er hugmyndaríkur fær sjónvarpsmaður. Ragnheið- ur Guðfinna, sem var í þættinum stóð sig vel, verður að hluta til áfram. Hún mun einnig snúa sér að öðrum verkefnum hér á NFS.“ Fátt finnst Svarthöfða skemmti- legra en fara með börn í bíltúr. Sér- staklega að leyfa þeim að keyra rétt áður en þau hafa aldur til. En fara verður varlega. Svarthöfða brá í brún í gær þegar hann sá í blaðinu mynd af Britney Spears með kornabarn sitt nýfætt undir stýri. Reyndar sat Britney undir barninu því ella hefði það ekki séð út um framrúðuna þar sem það ók um sólbakað malbikið í Los Angeles. Nú hefði ekki verið gott ef Britn- ey Spears hefði lent í árekstri. Þá hefði barnið líklega kastast út um í bifreið Svarthöfði framrúðuna eða þá fengið loftpúð- ann framan í sig og kramist í fangi móður sinnar. Britney Spears getur ekki verið með öllum mjalla. Nema þá hún lifi í fortíðinni þegar börn voru höfð eins og hver annar innkaupapoki í bílnum. Þegar Svarthöfði var lítill var honum einfaldleg kastað í aftur- sætið áður en ekið var af stað og þar veltist hann um þar til bifreiðin stöðvaðist að lokum. Aldrei varð Svarthöfða meint af þessu nema Hvernig hefur þú það? „Ég hefþað mjög gott/'segir Dofri Flermannsson,leikari og frambjóðandi í próf- kjöri Samfylkingarinnar i Reykjavík sem fer fram um næstu helgi.„Ég sef nú frekar litið, fer seint að sofa snemma á fætur. Prófkjörið leggst mjög vel í mig. Ég er mjög glaður og þakklátur fyrir þann stuðning sem ég er að fá. Þó minni ég fólk á að þó að hlýhugur sé góður þá eru það atkvæðin sem telja. “ „Þetta verður vænt- anlega dómsmál. Því miður." Persónuleg svik Magnús segir að starfsmönnum Skjás eins hafi verið tilkynnt um nýj- an þátt Sirrýjar klukkan 14 á mánu- dag. Magasínþátt með henni og Fel- ix Bergssyni milli klukkan 18 og 19 á daginn. Hann átti að fara í loftið seinna í mánuðinum. „Klukkan 16 sama dag hringdu þeir á 365 tO að fá hana yfir. Við erum búin að setja mikinn kostnað í þáttinn. Leikmynd, hönnun og ann- að. Ég er hissa, undrandi og leiður yfir þessu. Ég er með samning við Sirrý sem kveður á um að hún eigi að mæta tU vinnu fyrramálið. Lít á það sem persónuleg svik við mig ef hún mætir ekki,“ segir Magn- ús. Drullast á fætur Sirrý segir að undirbúningur nýja þáttarins hafi verið á byrjunarstigi. „Það er fullt af fólki sem vill vinna við hann. Þetta er starf sem ég gat ekki hafnað. Spennandi framtíðar- tækifæri með miklum möguleikum. Sá á kvölina sem á völina. Ég á rosa- lega góða vini og samstarfsmenn á Skjánum. En það er væntanlega betra að það sé sóst eftir mér en að enginn vilji mig,“ segir Sirrý, sem hlakkar til að byrja í nýju vinnunni. „Ég hef aldrei verið morgunhani ■v og hlakka tU að taka , daginn snemma. Þetta hentar fjöl- ^..j , skyldunni og börn- unum vel. Núna drullast ég loksins á fætur." , tinni@dv.is Robert Marshall Segir það grundvallarreglu að leyfa fólki að vinna þar sem það vill vinna. Magnús Ragnarsson Lltur áþað sem persónuieg svik ef Sirrý mætir ekki til vinnu. einu sinni þegar billinn lenti í árekstri. Þá flaug Svarthöfði yfir framsætin og endaði með hausinn í hanskahólfinu. Eftir það var hann aldrei kallaður annað en Svarthöfði. í raun var þetta hið mesta happaflug úr aftursætinu og inn í hanskahólfið. Frá þeim tíma hefur Svarthöfði haft atvinnu af andlitnu á sér þó afskræmt sé, komið fram á skemmtunum og skrifað þennan dálk um árabU fyrir stórfé. Fall getur verið fararheiU þó Svarthöfði óski öðrum ekki þeirra örlaga og honum voru skömmtuð fyrir tíma bUbelta og barnabflstóla. En varla er það þetta sem vakir fyrir Britney Spears þegar hún leyfir litla barninu sínu að keyra svarta jeppann í HoUywood. Vonandi ekki. Það væri barnaskapur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.