Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 29
DV Lífíð FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 29 Söngleikurinn Á tjá og tundri hefur vakið góðar viðtökur en hann er sýndur í Aust- urbæ. Stjarna söngleiksins Friðrik Dór Jónsson kippir svo sannarlega í kynið því ekki er langt síðan systkini hans, þau Jón Ragnar Jónsson og Hanna Borg Jónsdótt- ir, slógu í gegn í uppfærslu á Sólsting á sínum tima. „Þegarhanrt var að fara yfirrennslið hjá okkur, þá varhann eig- inlega bara með utppi- stand," „Eg leik sem sagt brúðgumann í brúðkaupinu sínu, hann heitir Hans Hannesson og er sonur auð- mannsins Hannesar Hanssonar. Allt virðist vera í blóma hjá unga manninum en svo kemur eitthvað allt annað upp á daginn,“ segir Frið- rik Dór Jónsson verslunarskóla- nemi úr Hafnarflrði en hann leikur annað aðalhlutverkanna í söngleik Verslunarskólans, Á tjá og tundri. Leikur á móti kærustunni „Það var virkilega gaman að fá að vinna með leikstjóranum Gunn- ari Helgasyni, hann er hress karl og kann sitt fag algerlega. Það var alltaf sérstaklega gaman í nótum þegar hann var að fara yfir rennslið hjá okkur, þá var hann eiginlega bara með uppistand sem var æðislega skemmtileg tilbreyting," segir Frið- rik ánægður með sýninguna. Frið- rik leikur aðalhlutverkið á móti kærustu sinni, Hólmfríði Björns- dóttur, en hún leikur brúði Hans sem Friðrik túlkar. „Það gengur mjög vel að vinna með Hólmfríði," segir Friðrik að- spurður um hvort sambandið auð- veldi ekki vinnuna við söngleikinn. Þau Friðrik og Hólmfríður þykja einkar glæsilegt par og taka sig vel út saman á sviðinu. Leiklistin í blóðinu „Þetta er búið að vera svolítið strembið en er allt í lagi núna, þetta hefur verið óvenjugott æfingaferli svona miðað við undanfarin ár, skilst mér,“ segir Friðrik og bætir við að hann vonist eftir að söngleik- urinn vekji lukku meðal áhorfenda. Friðrik Dór er svo sannarlega ekki sá eini í fjölskyldunni sem fallið hefur fyrir leiklistargyðjunni því systkini hans, tvíburarnir Jón Ragn- ar Jónsson og Hanna Borg Jónsdótt- ir léku bæði stór hlutverk í söng- leiknum Sólsting og Jón Ragnar fór með aðalhlutverk í Slappaðu af. „Þau stóðu sig vel á sínum tíma og ég vona að ég geri það líka,“ seg- ir Friðrik og hlær þegar blaðamaður spyr hvort leiklistarbakterían streymi um. æðar fjölskyldumeð- limanna í Hafnarfirðinum. „Kannski er þetta eitthvað í blóðinu á okkur, ég veit það ekki, en mér finnst þetta mjög gaman." Hefur gaman af söngnum „Ég veit ekki hvort ég ætla að gera þetta að framtíðarstarfi, það má vel vera en söngurinn kallar svona meira á mig og það er frekar ástæðan fyrir því að ég er í þessum söngleik," segir Friðrik Dór ánægður með afrakstur æfinganna í vetur. „Samt finnst mér mjög gaman að leika líka," bætir hann við. Það verður gaman að fylgjast með þessum unga manni í framtíð- inni og næsta víst að hann mun láta mikið að sér kveða þegar fram líða stundir. brynjab@dv.is Hljómsveitin Benny Crespo’s Gang hefur verið tilnefnd til tónlistarverð- launa X-FM. Athygli vekur að þau hafa ekki verið með lag i spilun á stöð- inni heldur vakið athygli á þeim tónleikum sem hún hefur komið fram á. Tilnefnd sem nýliðar ársins „Við erum búin að vera að spila á tónleikum á fullu og höfum skapað okkur gott orðspor þannig," segir Helgi Rúnar Gunnarsson söngvari og gítarleikari í hljóm- sveitinni Benny Crespo’s Gang. Hljómsveitin hefur verið tilnefnd til tónlistarverðlauna útvarpsstöðvar- innar X-FM, sem nýliðar ársins. Það vekur athygli vegna þess að hljómsveitin hefur ekki ennþá verið með lág í spilun á stöðinni, en þykir samt hafa sannað ágæti sitt nógu mikið til að vera tilnefnd. „Þeir á X-FM eru reyndar með lag frá okkur núna, en við eigum bara eftir að fá tíma í masteringu og svo fer það í spilun," segir Helgi. „Hljómsveitin var stofnuð á Sel- fossi í september 2003. Við erum þrír strákar frá Selfossi og ein stelpa sem er frá Reykjavík." Ásamt Helga eru í hljómsveitinni Magnús Árni 0der Kristinsson, Björn Sigmundur Kristinsson og Lovísa Elísabet Sig- urðardóttir. „Við erum að taka upp plötu Helgi Rúnar Gunnarsson Singur og spilar á gítar í Benny Crespo's Gang. núna." Helgi segir að þau geri plöt- una alveg sjálf og séu ekki með út- gáfufyrirtæki. „Vonandi kemurhún út seint í vor, eða þá snemma í sumar." Hljómsveitin hefur verið dugleg við að spila á tónleikum og gerði meðal annars góða hluti á Airwa- ves-hátíðinni. „Við erum að fara Hvernig var. Kjarvalsstofa í París „Við Sigrún erum búin að vera hérna í viku og verðum í tvo mánuði í við- bót. Svaka fínt. París er málið. Ég er að skrifa hand- rit. Segi ekki meir. Ðennis Rodman á Yello? Mörgum brá í brún þegar pelsklæddur maður með Von Dutch-húfu á höfði gekk inn á skemmtistaðinn Yello í Kefla- vík þarsíðustu helgi og hóldu margir að þar væri á ferðinni körfuboltamaðurinn villti Dennis Rodman. Sagan fór eins og eldur í sinu um Brtlabæinn að Dennis hefði millilent hér á landi og hefði farið út að skemmta sér í millitíðinni. Þegar allt kom til alls var þetta ekki Dennis Rodman heldur óþekktur Reykvíkingur dulbúinn í gervi kappans. Þeir félagar Óli Geir og Jói sem eru umsjónarmenn sjónvarpsþáttarins Splash ' á Sirkus tóku viðtal við kappann sem þótti flottur. Skráning í Freestyle- keppniTónabæjar hafin Skráning í Freestyle-danskeppni Tóna- bæjar hófst þann 1. febrúar síðastliðinn og mun skráningin standa yfir fram til 10. febrúar. Keppnin er fyrir alla ung- linga fædda '89-'92. Þessi keppni er sú 25. í röðinni og ennþá eru vinsældir hennar meðal unglinga þjóðarinnar gríðarlegar. Keppt er bæði í einstak- lingskeppni og í hópdansi en í keppn- inni hafa orðið til margar af söngleikja- stjörnum þjóðarinnar. Ásdís Rán leitarað næsta bikinímódeli Ásdís Rán Gunnarsdóttir, framkvæmda- stjóri fyrirsætuskrifstofunnar Model.is, hefur nú hafið leitina að næsta bikiní- módeli ársins en á hverju ári sendir ís- land þá stúlku til þess að keppa fyrir (s- lands hönd í Miss Hawaiian Tropic- keppninni sem haldin er í Las Vegas. Matthildur Magnúsdóttir sem fór síðast til Vegas að keppa fyrir hönd fslendinga náði fínum árangri í fyrra en Ásdís von- ast til að stúlkan í ár nái enn lengra. spila á Gauknum á fimmtudaginn með hljómsveitunum Ókind og Telepathetics. Svo verðum við líka í Norðurkjallara MH 15. febrúar ásamt I Adapt og Fighting Shit." Það er sem sagt nóg um að vera hjá þessari efnilegu hljómsveit og verður spennandi að sjá hvernig þeim vegnar á næstu misserum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.