Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Síöast en ekki síst DV Best launaði blaðamaður landsins Ha? Þingmaðurinn Magnús Þór Haf- steinsson sem býr á Akranesi segir í Skessuhorni fréttabréf Akraneskaup- staðar pólitískan áróður sem meiri- hlutaflokkamir eigi sjálflr að greiða en ekki bæjarhúar. í síðustu viku komu út á Akranesi „Tíðindi úr kaup- stað" - fyrsta tölublað fyrsta árgangs. Útgefandi er Akraneskaupstaður en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Jón Pálmi Pálsson bæjarritari. Dreift á ölf heimili og fyrirtæki á Akranesi. Magnúsi blöskraði þegar hann fletti þessu „svokallaða" fréttabréfi Akraneskaupstaðar. Segir það undar- lega tilviljun nú fjórum mánuðum fyrir sveitarstjórnarkosningar að bæj- Magnús Þór Blöskrar mont- sögur meirihlut- ans /„fréttabréfi" Skagamanna. arstjómarmeirihlutinn, með bæjar- stjóra Framsóknarflokksins í farar- broddi, sé að gefa út þetta „frétta- bréf'. „Þama er bæjarritarinn, sem er einn af æðstu og væntanlega hæst launuðu yfirmönnum bæjarins, sett- ur í hlutverk blaðamanns til að skrifa montsögur af völdum verkum núver- andi bæjarstjórnarmeirihluta. Þetta hlýtur að vera best launaði blaða- maður landsins," segir Magnús hreint ekki kátur. Jt Hvað veist þú um Malund 1. Hvar er Þrastalundur? 2. Hvaða félag reisti húsið? 3. Hvenær var fyrsti Þrasta- lundur reistur? 4. Af hverju dregur hann nafn sitt? 5. Hver opnuðu veitinga- stað þar um síðustu helgi? Svör neðst á sfðuhni Hvað segir mamma? „Hann erfyrir- myndarsonur," segirKolbrún Ingólfsdóttir, aðstoðarskóla- stjóri og móðir Hróðmars Dofra Her- mannssonar sem býðursig fram í próf- kjöri Samfylk- ingarinnar. „Hann hefur alla tíð verið góður við móður sfna. Iæsku stóð hann sig einstaklega vel Iskóla og þvl auðvelt að fara á foreldrafundi. Hann var frekar rólegt barn og fannst hann vera mjög gömul sál. Hann er ekki farinn frá mömmu sinni þvl hann býr á neðri hæð- inni enda samheldin fjölskylda. Maður á aldrei að spá neitt um pólitlkina en maður er bjartsýnn á gengi hans.“ Kolbrún Ingólfsdóttir er móðir Hróð- mars Dofra Hermannssonar sem býður sig fram í prófkjöri Samfylk- ingarinnar. Dofri er fæddur f Reykja- vfk 25. september 1969. Dofri út- skrifaðist úr Leiklistarskóla fslands 1993 og vann við leiklist í sjö ár. Hann hætti í leiklistinni og fór í frekara nám f Viðskíptaháskólanum á Bifröst. Dofri er nú að Ijúka meist- aranámi í hagvísindum. FLOTT hjá gamla fréttastjóranum Sigriði Árnasóttur að næla sér I frla skólavist með frábærri frammistöðu I náminu. 1.1 Grímsnesi, viö Sogið. 2 Ungmennafélag fslands, sem hefur staðið að skógraekt í Þrastaskógi í taep 100 ár. 3. Árið 1923. Það brann í seinni heimsstyrjöld. Nýtt hús var reist 1965 og það endurbyggt nýlega. 4. Skógar- þröstum, sem kunna sérstaklega vel við sig i skóginum og eru þar svo hundruðum skiptir.5. Garðar Kjartansson og eiginkona hans Ingibjörg Örlygsdóttir, sem eiga einnig skemmtistaðinn NASA. Lönmaður SiEvíu Nóttar Kristján Hreins fékk símtal Krossgátan „Staðreyndin er sú, að deginum áður en útvarpsráð birti sinn úrskurð hringdi til mfn Vilhjálmur VUhjálms- son og kynnti sig sem lögmann Silvíu Nóttar. Ég spurði hvort Mikki mús væri líka búinn að fá sér lögmann," segir Kristján Hreinsson sem staðið hefur í ströngu undanfama daga í því sem kallað hefur verið stóra Eurovision-málið. Kristján Hreinsson textahöfundur á þtjú lög sem komin em í úrslit Eurovison-söngvakeppnmnar. Hann lagði, fyrir hönd hóps keppenda, fram stjómsýslukæru á hendur Páli Magn- ússyni á laugardag vegna þéirrar ákvörðunar hans að leyfa Silvíu Nótt að vera áfr am í keppninni þrátt fyrir að lag hennar „Til hamingju ísland" hafi farið í ijöldadreifingu á netinu. Út- varpsráð fjallaði um málið að morgni þriðjudags og komst að þeirri niður- stöðu að Páll hefði í engu brotið nein lög og studdi ákvörðun hans. Aðspurður staðhæfir Krist- ‘ ■ ján að Vilhjálm- ur hafi hringt í sig á mánudag sem lögmaður Silvíu Nóttar og spurt hvort ekki væri hægt að fá sig ofan af kærumálum. „Það er alveg á hreinu. Hann sagði mér að hann hefði verið beðinn um að hringja fyrir hönd hópsins og rvunur rreyr Varamaður I út- varpsráði sminkaður I hlutverki Homma. T hvort ekki mætti semja við mig. Mér þótti skrýtið að Kristján Hreinsson Afhendir stjórnsýslu- kæru sina I útvarpshúsinu. hann skyldi kynna sig sem lögmann Silvíu en ekki Agústu Evu.“ Þegar Kristján sagðist ekki hafa umboð til að semja um eitt né neitt lauk samtalinu. DV hafði samband við Vilhjálm Vilhjálmsson sem vildi ekkert láta hafa eftir sér um málið en vísaði á Þórólf Beck en fyrirtæki hans, Meistari alheimsins, framleiðir bæði þættina um Silvíu Nótt sem og atriðið í Eurovision-keppninni. Þórólfur Beck, maðurinn á bak við Silvíu, segir þetta allt á misskilningi byggt. Segir einungis tilganginn með því að haft var samband við Kristján þann að forvitnast um hvort hann væri kominn með lögmann. „Það að Vilhjálmur hringi í Kristján og reyni að hafa hann ofan af kærum er alfarið ffá Vilhjálmi komið. Hafi hann gert það,“ segir Þórólfur. Hann ítrekar að þau hjá Meistaran- um hafi ekki undir neinum kringum- stæðum ætlað að skipta sér af þessari kæm. Enda fær hann ekki séð hvemig það mætti vera. „Hvað eigum við Kristján að geta samið um? Þeir hjá Sjónvarpinu, sérstaklega Páll, tóku ákvörðun sem mér fannst frábær. Auðvitað án alls samráðs við okkur. Aukalag er komið í úrslitakeppnina. Allir hljóta að græða á því. Ég stend hjá og fylgist gáttaður með. Vont er að eiga óformlegt spjali, forvitnast og svo er því snúið upp í meintar samingavið- Lárétt: 1 buxur,4 snjór, 7 vatn,8 þraut, 10 góð, 12 dá, 13 fyrirhöfn, 14 fengur, 15 máttur, 16 uppstökk, 18 spyrja, 21 sól, 22 djúp, 23 skömm. Lóðrétt: 1 kinnung,2 hratt,3 djarfur,4 undan- skilins, 5 þrengsli,6 gagn, 9 tré, 11 áform, 16 augnhár, 17 spil, 19 tók, 20 beita. Lausn á krossgátu •u6e 02'uieu 6L 'Ese n 'yjq 91 'unpæ t [ 'jnut|? 6'iou 9'6uo g'sunej -yjj f 'JnQe>|jef>) £ '119 z '6oq t uiajepn uéuis £r'Je|ý jj'euuns i^'euui 81'e?jq 91 '|je s t '!|je þ l '>|euj9 £ t Toj z 1 Tæ6y 01 'ei?6 8 'ujofi /'uuogy '>|9Jq t Silvía, Hommi og Nammi Svo virðist sem Silvía fari sínu framen visterað margur maðurinn situr sár eftir. ræður um eitthvað sem maður á ekk- ert með að semja um.“ Kristján er orðinn þreyttur á þessu máli og því sem hann kallar einhliða umfjöllun. Hann hefur orðið fyrir ónæði vegna málsins og fengið dóna- leg SMS-skeyti. Segir það þó aukaat- riði. „Ég sem ekkert hef gert af mér. Eina sem ég veit er að sagt var við fólk orð- rétt: Ef lögin ykkar fara á netið verðið þið rekin úr keppninni. Þetta lið má vera spriklandi í Grikkiandi með vind- verki á grindverki mín vegna. Kald- hæðnislegt er að ég hef ekki svindlað neitt heldur er talsmaður hóps sem vill að farið sé að reglum." Niðurstaða útvarpsráðs kemur Kristjáni alls ekki á óvart. Hann vekur athygli á því að Rúnar Freyr Gíslason sitji í út- varpsráði. DV kann- aði málið og rétt er að Rúnar er varamaður útvarpsráði en hann Þórólfur Beck Segir Vilhjálm ekki hafa haft neitt umboð til að semja - enda ekki um neitt að semja. sat ekki umræddan fund. „Hann er annað hvort Hommi eða Nammi í þessu atriði. Og símastvíburi hans í pólitíkinni skrifar handritið. Gísli Marteinn. Sama liðið og var í kringum Selmu um árið. Þorvaldur Bjarni. Að Vilhjálmur, sá hinn sami og svindlaði á lögfræðiprófinu, sé í þess- um félagsskap kemur mér ekki á óvart. Eins og búið hafi verið að ákveða fyrir löngu að þetta lag skuli áfram. Þetta em engir englar," segir Kristján upp- gefinn og vill helst hætta afskipmm af málinu. Veðrið jak- ob@dv.is Vilhjálmur Vilhjálmsson Kynnti sig sem lögmann Silvíu Nóttar og var að for- vitnast um hvort Kristján væri kominn með lögmann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.