Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 28
28 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Lífíð DV rfi 1. Agnetha Faltskog Agnetha hafði fengið sinn skerfafbrjáiuðum aðdá- endum I gegnum tlðina og þvl dró hún sig Ihlé eftir að ABBA hætti I byrjun 9. áratug- arins. Hún býr nú á Ekero, eyju nálægt Stokkhólmi, og forðast sviðsljósið. Hún mætti þó á frumsýningu ABBA-söng- leiks í Stokkhólmi I fyrra en fór ekki upp á svið með öðrum ABBA-meðlimum. 2. PhitSpector Phil hefur ekki átt marga smelli síðan á 7. áratugnum.AHra augu hafa þó beinst að honum eftir morðið á leikkonunni heimahjáhonum.Hann 1 mætirmeð fáránlegar hár- kollur I réttarsalinn en býr I stórhýsi á einangraðri hæð. „Ég erekki sjúkurl tófatak," sagði Phil ný- lega, „ég lifi llfí einsetumannsins." 3. Captain Beefheart Eftir 20 ára feril sem framúrstefnumað- uri rokkinu lagði listamaðurinn nafn- inu sínu árið 1982, flutti út I eyðimörk- inai Kaliforniu og einbeitti sér að málverkinu undir eigin nafni, Don Van Vliet-„ég á ekki einu sinni bát", sagði kafteinninn fyrrverandi. Hann gefurengin viðtöl en segist vera„jafn hamingju- I samur og skelfískur." 4. Enya Söngkonan kýs rólegheit og forðast at- I hyglina. „Besta tónlistin er I þögnin," segir hún. Hún býrl t | rammgerðu stórhýsi ná- lægt Dublin og hefurþolað I bögg frá þónokkrum brjál- I æðingum sem vilja heim- | sækja hana. Nýlega léthún bæta öryggisbúnað við húsið og fékk sérgrimmarivarðhunda. 5. J.D.Salinger Höfundur Bjargvættarins / grasinu (CatcherintheRye)ereinn ! frægasti felumaður bók- • * menntanna. Það erþó vitað \ aðhannbýrí New Hamps- hire-fylki en hann forðast sviðsljósið eins og heitan eldinn. Ekkert hefur komið út eftir hann slðan 1965. Ekki er vitað um ástæður feluleiksins eða hvers vegna hann hætti að birta verk sin. 6. Thomas Pynchon Höfundur„V“, „Gravity's rain- bow“og fleiri verka ferhuldu höfðientaliðeraðhannbúi t í New York. Hann neitar öll- um upplestrartúrum, viðtöl- um og vill ekkert hafameð aðdáendur sína að sælda. Hann birtist stundum I Simpsons erþá teiknaður með hauspoka. 7. Jandek Bandariski tónlistarmaðurinn h Jandek hefur gefíð út ógrynni , l platna slðan 1978 með af- í||a skræmdri tónlist sem sendir kaltvatnmilliskinnsoghör- \ unds. Hann hafði aldrei farið I viðtöl, aldrei spilað opinber- lega og aldrei látið birta afsér myndir þegarhann birtist óvænt á tónleikum I Glasgow i fyrra og tók nokkur lög. 8. Axl Rose Axl hefur forðast sviðsljósið afákefð siðan 1994 en er alltafá leiðinni með nýja Guns 'N 'Roses plötu, „Chinese Democracy". Hún ávístað koma út í vor, en óliklegt má telja að það gangi eftirenda hefurplatan verið margboðuð og aldrei komið út. Hann hefur þó spil- að nokkrum sinnum nýlega og þá verið \ með hárkollu. 9. Bill Watterson Höfundur teiknimyndaserlunnar um Calvin and Hobbes dró sig i hlé árið 1995 og hætti með seríuna. Astæðuna sagði hann að hann hefði misst áhug- g.» ann. Hann býr núi einangrun ^og málar landslagsmyndir. Hann neitar viðtötum og hefur beðið útgáfuna sina > um að áframsenda sér ekki aðdáendabréf. I lO.Syd Barrett Syd var allt í öllu á fyrstu plötu Pink I Floyd. Þá fórsýran smám saman alveg I með hausinn á honum og hann hvarfí I kringum l973.Taliðerað I hann hafí gengið frá London L ] ti! mömmu sinnar í I Cambridgeogþarbýrhann I enn i dag. Hann hefur fengist ] við myridlisten ekki látið neitt I frá sér á músiksviðinu þrátt fyrir \mörg tilboð. Það er febrúar en menn eru farnir að hugsa fram í tímann. Tónlistarmenn sjá árið fyrir sér, bóka hljóðver, semja, æfa og plana plötur og spá i spilin. Nokkrar plötur eru komnar á hreint, aðrar eru ennþá á teikniborðinu. .Sam- tals komu vel yfir 200 íslenskar plötur út á síðasta ári og engin ástæða er til annars en að áætla að annað eins komi út í ár. Fútt í krúttum Nýja Ghostigital-platan heitir „In Cod We Trust" og kemur út 7. mars hjá Smekkleysu. Á sama tíma kemur platan út í Evrópu hjá Honest John-merki Damons Ál- barns og á Ipecac-merki Mikes Pattons í Bandaríkjunum. Nú þegar hefur lagið „Not Clean" heyrst en þar er Einar örn í góðum félagsskap með Mark E. Smith og fleiri söngspírum. í lok mars er von á fyrstu plötu Mammút, en þá verða liðin tvö ár síðan hljómsveitin sigraði Músíktilraunir. Platan er enn ónefnd en þykir gífurlega athyglis- verð og spennandi. Ekki síður heit er nýjasta plata GusGus sem er væntanleg fyrir sumarið. Þá verða liðin fjögur ár síðan síðasta plata bandsins, „Attention11, kom út. Poppflippin í Skakkamanage eru langt komin með sína plötu og stefna á útgáfu í vor. Með þeim á tökkunum er Gunnar Tynes úr Múm, en það krúttlega náttúru- undur liggur nú yfir plötugerð og má búast við glænýrri Múm-plötu í haust. Þá er fiðlusveit Sigur Rós- ar, stelpurnar í Aminu, á fullu við að setja samán sína fyrstu plötu í fullri lengd. Hinir kláru orgelkarlar í Apparat eru svo komnir í stuð fyr- ir nýja plötu og byrjaðir á fullu að spá í spilin. Þótt langt sé um liðið er platan þeirra frá árinu 2001 nú að koma út í Bandaríkjunum og Japan. Þá er aðalorgelkarlinn Jó- hann Jóhannsson líka að spá í sólóplötu og hyggst hann vinna hana upp úr balletverkinu IBM sem hann samdi fyrir alllöngu. Ris á rokkinu Þegar litið er til harðari rokk- banda er líka nóg að gerast. Rokk- ararnir í Reykjavík! eru langt komnir með sína plötu og leita nú að réttum aðila til að gefa hana út. Plötunni er lýst sem miklu dúndri sem mun hrista upp í reykvísku rokki. Hinir öfgasvölu Skátar stefna á plötu á árinu, en þeir hafa hingað til bara gefið út ep-plötu. Hinir margumtöluðu ofurstrákar í Jakobínurínu eru á fullu í sinni fyrstu plötu sem 12 tónar munu gefa út í sumar. Þá eru strákarnir í Jan Mayen búnir að vera að skoða lög og ekki er ólíklegt að þeir fylgi sinni frábæru frumsmíð eftir í ár. Lokbrá hafa verið í hljóðveri að gera nýja plötu og harðkjarna- bandið I adapt sömuleiðis. Þá er dauðakántrísveit þeirra Freys Eyj- ólfssonar og Magnúsar Einarsson- ar, Sviðin jörð, tilbúin með plötu. Hún heitir því þunglyndislega nafni „Lög til að skjóta sig við". Helstu fulltrúar harða rokksins, Mínus og Brain Police, eru báðar í startholunum, Brain Police þó lengra komnir því þeir hafa bókað hljóðver og boða plötu í sumar. Mínus eru hins vegar að æfa og semja á fullu og stefna á upptökur með vorinu. Of snemmt er að slá því föstu, en þó verður að teljast líklegt að strákarnir komi plötunni út á árinu enda kom meistaraverk- ið Halldór Laxness út árið 2003 og þrjú ár er langur tími í rokkinu. Nýjar glæður í eldri eldum Til margra ára héldu Maus og Botnleðja uppi merkjum rokksins á landinu. Nú eru böndin dreifð um víðan völl en flestir eru með sólóverkefni í gangi. Úr ranni Maus má búast við þremur plöt- um í ár. Birgir söngvari kallar sig Bigital og fremur tilraunakennt popp úti í London. Hann hefur lengi unnið að fyrstu sólóplötunni sinni og ætti að koma henni út í ár. Palli í Maus er í hljómsveitinni Fræ ásamt Heimi og Sigurði úr Skytt- unum. Fræ hafa gróðursett plöt- una „Eyðileggjum okkur smá" sem nánast er tilbúin til útgáfu. Þá er Danni í Maus í hljómsveitinni Somethne með Curveri Thorodd- sen og tveimur öðrum. Plata með sveitinni er í vinnslu og ætti að koma í haust. Allir Mausarnir þrír eru á hinum vinsæla myspace-vef þar sem hægt er að heyra tón- dæmi. Strákarnir í Botnleðju vinna líka hvor í sínu horninu. Halli kall- ar sig Fulla kallinn og Heiðar kallar sig The Viking Giant Show. Báðir hafa boðað plötu en ekki hafa fengist frekari upplýsingar frá þeim. Samtíðarmenn Maus og Botn- leðju eru strákarnir í Ensími sem síðast gerðu plötu árið 2002. Nú segja sögur að áramótaheit sveit- arinnar hafi verið að koma plötu út á árinu, en þar ættu að vera hæg heimatökin því hljómsveitin á sitt eigið hljóðver. Miðað við þessa upptalningu er alveg á hreinu að tónlistaráhugafólk getur byrjað að hlakka til. glh@dv.is Ghostigital: Treysta á þorsk í mars. Múm: Ný plata í haust. Jenni og félagar búnir að bóka hljóðver. Palli í Maus er í Fræ: Vill að við eyði- leggjum okkur smá. HELSTU ERLENDU ROKKPLÖTUR ÁRSINS SEM BÚIÐ ER AÐ BOÐA: í mars: í apríl: í maí: Mogwai - Mr. Beast Morrissey - Ringieader Of The Tormentors The Futureheads - Nafn ekki komið Placebo - Meds The Flaming Lips- At War With the Mystics Scissor Sisters - Nafn ekki komið Graham Coxon - Love Travels At lllegal Speeds Pearl Jam - Nafn ekki komið Basement Jaxx - Nafn ekki komið Skin - Fake Chemical State The Streets - The Hardest Way to Make An Easy Liv- Grandaddy - Just Like the Fambly Cat Yeah Yeah Yeahs - Show Your Bones ing Red Hot Chili Peppers - Stadium Arcadium (tvöföld) The Zutons -Tired Of Hangin'Around Keane - Nafn ekki komið Secret Machines -Ten Silver Drops Muse - Nafn ekki komið

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.