Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 7
DV Fréttir Sjónvarps- glæpurí Héraðsdómi Mál Gísla Valtýssonar framkvæmdarstjóra Eyjasýn- ar var þingfest fyrir Héraðs- dómi Vestmannaeyja í gær. Gísla er gefið að sök að hafa í starfi sínu frá árinu 2001 tek- ið á móti og sýnt kappleiki án end- urgjalds frá sjón- varpsstöðvunum Sky Sport og Canal+. Báðar stöðvamar eiga að vera læstar með myndlykl- tun. Gísli sagði í viðtali við DV að stöðin hafi aðeins sýnt 10 mínútur af fótbolta- leik en Gísli kveðst hafa stöðvað það sjálfur þegar hann áttaði sig á því að Eyja- sýn var að sýna leikinn. Málinu var frestað. Hlaupið fyrir bretti Milli 400 og 500 þús- und krónur söfnuðust í nýstárlegri söfiiun á Pat- reksfirði samkvæmt Tíð- is.is. Söfnunin var óvenjuleg að því leyti að hún fólst í áheitagöngu á hlaupabretti. Krakkar úr 9. og 10. bekk hlupu að- faranótt laugardags í tækjasal Bröttuhh'ðar en markmiðið var að hlaupa 144 km en þeim tókst að hlaupa tvöfalt meira eða 288 kílómetra. Markmið áheitasöfrtuninnar var að fjármagna kaup á nýju hlaupabretti í tækjasal Bröttuhh'ðar á Patreks- firði sem mun kosta 600 þúsund krónur og vona bæjaryfirvöld að íbúar brúi bilið sem vanti upp á. Konurtaka sérTAK Konur á Austurlandi hafa stofnað með sér tengslanet í nýjum samtökum aust- firskra kvenna; TAK. „Hlut- verk þeirra er að sameina konur á Austurlandi, efla samstöðu þeirra, þekkingu og samstarf. Með samtakamætti TAK er unnt að styrkja hagsmuni kvenna og efla konur persónu- lega og á þeim vettvangi sem þær kjósa, eða hafa kosið að hasla sér völl. TAK mun beita sér fyrir því að hvetja konur til áræðni, frum- kvöðlastarfs og samfélags- og stjómmálaþátttöku á op- inberum vettvangi," segir um TAK á vefsetri Austur- byggðar. Misdýrir grasvellir Nærri fimmtíu prósenta munur var á upphæð tveggja tilboða sem Fjarðabyggð barst í gerð grasvailar í sveit- arfélaginu. MCC ehf. bauð tæpar 24 miiljónir króna í verkið en fyrirtækið Viðhald fasteigna ehf. vildi fá tæpar 32 milljónir. Tilboði MCC var tekið í bæjarráði sem einnig ætlar að selja fasteignina Vallarhús á Eski- firði fyrir 1,1 milljón króna semvarhæsta til- boðið af fimm sem bámst. Lægsta tilboðið var aðeins 11.761 króna. 20% afsláttur af öllum viðburðum j Concert ef greitt er með Mastercard ‘ . á forsöludegi Mastercard Kynniö ykkur frekari tilboö og tónleikadagskrá Concert á vef Tilboösklúbbs MasterCard, www.kreditkort.is/tilbodsklubbur CONCERT KYNNIR í SAMVINNU VIÐ RÁS 2 LIFANDI GOÐSOGN UR TONLISTARSÖGUNNI RAY DAVIES ON TOUR InConœrt F OHSAV^ *®<fí)I\AORGUN!! MASTERCARD FORSALA HEFST í DAG HASKOLABIOI 14. APRÍL 2006 FORSALA AÐGONGUMIÐA HEFST FOSTUDAGINN 10. FEBRUAR TAKMARKAÐ MAGN ! FORSALA AÐGONGUMIÐA Á WWW.CONCERT.IS OG WWW.MIDI.IS OG í VERSLUNUM SKÍFUNNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.