Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 16
16 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Neytendur DV Neytendur ARCHOS AV500 SONY NW-A1000 6 GB MP3-spiIarar seljast sem aldrei fyrr og hafa umbylt tónlist- arheiminum svo um munar. Töluveröur verðmunur er milli verslana og Fríhafn- arinnar hér á ís- landi. Því valda ofur- tollar íslenskra tolla- yfirvalda sem leggja um 34% ofan á inn- Tónlistarmarkaðurinn hefíir tekið mið af þeirri tækni sem fyrir hendi er. Vasadiskóin og ferðageislaspilarar eru liðin tíð. Nú hleður maður sinni tónlist inn á lítil tæki sem skara fram úr hvað gæði og smæð varðar. Verð þeirra og gæði eru þó misjöfn og því mikilvægt að vita að hverju maður gengur í kaupum á spilurum. Spiiarar með hörðum diski Harði diskurinn í mörgum MP3- spilurum getur rúmað gífurlegt magn tónlistar. Þannig getur 20 gb [gígabæta] spilari rúmað sama magn og 350 geisladiskar í háum gæðum, minnst 192 kb/sek. í að- eins minni gæðum, svokölluðu WMA-formati, er pláss fyrir lög af um 900 geisladiskum. Þeir eru þó stærri um sig en hinir spilaramir. Þegar talað er um hversu mörg lög spilari getur innihaldið skal taka því með fyrirvara. Það snýst allt um í hvaða „upplausn" lagið er eða öllu heldur hversu mikil þjöpp- unin er. Því meiri þjöppun, þeim mun lakari gæði. Einnar mínútu lagabútur í lakari gæðum [128 kb/sek] tekur um 1 mb í minni. Þannig rýmir 20 Gb diskur um 330 klukkutíma af tónlist. Séu gæðin Gæði og verð Meðal minni spilaranna er af- skaplega lítill gæðamunur. Sumir bjóða upp á útvarpsmóttöku og möguleika á að taka upp talað mál með innbyggðum hljóðnema. Flestir em einfaldlega minniskubb- ar með magnara og innstungu fyrir heyrnartól. Við ætlum því ekki að taka þá spilarara fyrir í þessari litlu könnun okkar, heldur einbeita okk- ur að stærri spilurum, með hörðum diski. Verð flestra hinna minni liggur á bilinu 2.500 til 10.000 krónur. Það fer að mestu eftir stærð minnis og þar af leiðandi magni tónlistar sem á þá kemst. Gæðaeinkunnir em fengnar frá hinu virta vefsvæði cnet.com og miðast við að 10 sé hæsta möguleg einkunn. horaidur@dv.is Langflestir MP3-spilaranna sem seldir em núna í verslunum em af ódýrari gerðinni - án harðs disks [solid state]. Þeir em ódýrari en hinir, en rúma minna magn tónlist- ar. Þeir em einnig minni um sig en hinir. Slíkur spilari hentar því betur þeim sem stunda líkamsrækt af kappi en spilarar með hörðum diski vegna mögulegra tmflana við spilun vegna hreyfingar. Spilari með 256 mb [megabæta] minni getur geymt lög á við fimm geisla- diska. meiri inniheldur hann minna magn. Nærri öll forrit sem notuð em til yf- irfærslu tónlistar yfir á MP3-spil- ara bjóða upp á mismunandi þjöppunar- staðla. Þetta er spilari með hörðum diski sem rýmir 30 gb. Hann hefur 4 tommu skjá sem getur sýnt upptekið efni úr sjón- varpi eða tölvu. Hann spilar einnig MP3-skrár auk þess að vera með gott mynd- spilunarkerfi. Gagnrýnendur segja hann þó tapa fyrir iPod hvað innhlöð- un efnis áhrærir. Þannig er mun auðveldara að hlaða inn mynd- böndum af iTu- nes - fylgifiski iPod - inn á þá spilara. Mynd- spilun er þó í hæsta gæðaflokki og ending rafhlöðunnar mjög góð - eitthvað sem ýtir einkun- inni aðeins ofar en hjá iPod. Með AV500 voru vankantar fyrri tækja Archos sniðnir af og út kemur tækið sem nær hæstu einkunn meðal MP3- spilara. Archos AV500 30 gb Fríhöfn: 39.995 kr. Hátækni: 59.995 kr. Einkunn: 8,5 Þessi spilari er fáanlegur í tíu litum, með frábærum skjá og auðveidu stýri- kerfi. Útvarpsmóttakari er innbyggður og hljóðnemi til upptöku. Forrit spilar- ans styður alla helstu möguleika til að hlaða inn lögum. Bæði hljóð og mynd eru í háum gæðum á Zen-spilaranum auk þess sem hann er með dagatal sem er samhæfanlegt Outlook. Hann er þó ekki jafn fiottur og iPod og tenging- ar við tölvu eru óþarflega flóknar. Zen fær svipaðar kvartanir og iPod að því leyti að auka- hlutirnir fylgja ekki endilega með. Eins er ekki hægt að hlusta á tónlist og skoða myndir á sama tíma. Þá getur tekið tíma að venjast snertitökkunum. Creative Zen 8 gb Photo Fríhöfn: 39.995 kr. Einkunn: 8,3 Það er sama hver er spurður, allir virðast sammála um að i heimi MP3- spilaranna sé það iPod á móti öllum öðrum. Það sé nánast ekkert sem geti boðið upp á sömu gæði og möguleika og iPod. Óánægjuraddir hafa þó heyrst í þá veru að skjáir stærri spilaranna rispist mjög auð- veldlega og að rafhiöðum iPodanna sé ekki hægt að skipta út með auð- veldum hætti. Þrátt fyrir þessa gagnrýni eru menn á því máli að gæði iPod-spilaranna séu best meðal jafningja. Þar komi margt til - aukahlutir, Ijósmynda- geymsla og auðvelt og fljótlegt stýri- kerfi spilarans. Mest um vert eru þó hljómgæðin, þar sem flestir eru sam- mála um að iPodinn skari fram úr í harðri samkeppni. iPod og aðrir svipaðir spilarar lenda f einum hæsta tollaflokki sem til er innan íslenska kerfisins. Það útskýrir um 40% verðmun milli verslana hér og í Fríhöfninni. iPod Video er helst legið á hálsi fyrir að rafhlöðuending sé léleg sé vfdeóið mikið notað og fáir auka- hlutir fylgi með í kaupunum. iPod 30 gb Video: Fríhöfn: 26.990 kr. Apple.is: 37.900 kr. Einkunn: 8,0 Þetta er græja fyrir þá sem dást að fal- legri hönnun. Hann býður upp á góð- an skjá með ágætu hljóði sem má vera betra, eftir þvf sem dóm- ar segja. Hann hefur þó innbyggðan tónstilli þar sem hægt er að ná tón- gæðunum upp. Hann er mun minni um sig en 20 gb iPod- inn. Hann hefur þó aðeins svart-hvítan LCD skjá á meðan iPod er með litaskjá. Hann fær góða einkunn fyrir notendaþægindi og upp- setningu stýrikerfis. Sony NW-A1000 6gb Fríhöfn: 18.999 kr. Sony Center: 24.950 kr. Einkunn: 7,7 Steve Jobs og Bono iPod hefur gefiö Apple vel í aðra hönd, enda flestir ánsegðir með tækin. kaupsverð að virðis- aukaskatti undan- skildum. Óneitan- lega skekkir það samkeppnismynd- ina, en ríkið græðir á öllu á endanum. ■■■ ■ ■ | f m | ■ Ekkert lat a saaikeppm heimi IUIP3-spilara CREATIVE ZEN 8 GB PHOTO IPOD 30 GB VIDEO

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.