Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 24
K&SiÆSEfc
24 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006
Lífið sjálft DV
Rúnstykki með
ostiogsultu
Brynja Björk
þáttastjórnandi
„Yfirleitt vakna ég ofseint en
fæ mér alltafeinn góðan kaffi-
bolla á morgnana. Imorgun
svafég oflengi. Vaknaði tíu
mlnútur fyrir nlu. Ég náði samt
að að mæta i vinnuna á réttum
tima/'svarar Brynja Ijúfí fasi
og heldur áfram:„Mér finnst
gott að sofa."
Ertu lengi að hafa þig til?
„Nei alls ekki/'segir Brynja
kímin á svip og svarar hiklaust
þegar Lifsstíll spyr hana hvað
hún kjósi að hafa á boðstóium
þegarhún hafi nógan tíma til
að njóta morgunstundarinnar:
„Kaffið er nauðsyniegt á morg-
unveröarborðinu, ferskur app-
elsinusafí, melónur og gott
rúnstykki úr bakaríinu með osti
og sultu ofan á.“
Hvftbuksolíaog
brauðteningar
Við Islendingar erum fljótir að eignast
nýjustu tækin Ieldhúsið. Ég tel að flest
heimili eigi matvinnsluvél eða mixara
(blender). Þetta eru frábær tæki tii sins
brúks, en eru kannski ekki notuð mjög
mikið og oft i takmarkaðan tlma og
enda siðan i hillu Igeymsiu.
Hvitlauksolía ætti að vera til á hverju
heimili. Það er sára einfalt aðbúatil
hvítlauksolíu.
-1 stkferskur hvitlaukur
- Eitt búnt fersk steinselja
-1 matsk.salt
-1 lltri olla
Aðferð
Hvltlaukur-
inn er
skrældurog
setturlmixer
(blender) ásamt steinseljunni, salti og
ollunni og látið blandast I ca mlnútu.
Setjið slðan hvltlauksolluna á flöskur
eða I ilát með loki og látið vera i kæli-
skáp. Hvitlauksolluna er gott að nota
til dæmis þegar verið er að steikja fisk
eða kjöt, i pottrétti og ekki síst út I sósur
og súpur. Hvitlauksolía er nauðsynleg í
fiskisúpur þar á meðal humarsúpur.
Brauðteningar
Ég held að á flestum heimilum tíðkist
þaö að henda endum afbrauði. Hér er
einföld aðferð til að búa til brauðten-
inga. Skerið enda og afganga afbrauði
I litla teninga, setjið hvítlauksollu á
pönnu og brauðteninga útlog brúnið
létt á pönnunni. Hvitlauksbrauðtening-
ar eru einnig tilvaldir á salati og út I
súpur.
................................................. \
Díanna Dúa Helgadóttir er sölustjóri hjá Forval. Hún fræðir Lífsstíl um augn-
svæðið sem er viðkvæmara en margan grunar. Hún leggur áherslu á mikilvægi
þess að hugsa vel og vandlega um augun og svæðið í kringum þau.
„Þegar byrjað er á augnförðun,
þegar búið er að setja gott augn-
krem, mæli ég með Eye tonic frá
Chanel sem kælir augun og lýsir
upp dökka bauga," útskýrir
Díanna Dúa sem þekkir vel til í
förðunargeiranum. Hún segir það
sérstaklega gott fyrir alla sem eru
með þrútin augu, þegar hún fræð-
ir Lífsstíl um það sem við ættum að
huga að þegar kemur að augn-
svæðinu: „Þá er tilvalið að nota
góðan hyljara undir augun til að
lýsa upp augnsvæðið. Gott að nota
hyljarann á allt augnsvæðið til að
farðinn haldist betur á," segir hún
og sýnir nýja hyljarann frá Chanel
sem gefur aukinn ljóma. „Mikil-
vægt er að púðra vel allt augnlokið
og setja vel af lausapúðri undir
augun en þannig að auðvelt sé að
bursta það af ef augnskugginn
hrynur á andlitið eða kirinbeinin..
Augun förðuð
„Þar næst er það augnmálingin
sjálf. Þá mikilvægt að nota svokall-
aðan grunnlit yfir allt augnsvæðið
og láta hann deyja út að augabrún-
um. Þar næst er notaður dekkri lit-
ur yfir allt augnsvæðið og eru fjólu-
blár og turcis aðal litirnir í dag.
Þetta mundi ég láta duga sem dag-
„Yngristúlkur eiga að
nota augnkrem sem
gefur raka en ekki
með mikilli virkni.m
förðun ásamt vatnsheldum blýanti
inn í augun og mikinn maskara,"
segir hún og leggur sérstaka
áherslu á að setja mikið af maskara
og heldur áfram: „En athuga að
skyggja og ýkja förðunina ef ætlað
er út um kvöldið og til að full-
komna verkið er settur eyeliner."
Viðkvæmt augnsvæðið
„Augnsvæðið er afar viðkvæmt
enda er þetta svæðið sem missir
fyrst raka og er það ástæðari fýrir
því að rakalínur myndast og er því
nauðsynlegt að huga vel að því,"
segir Díanna og tekur skýrt fram að
augnfarðahreinsir skiptir máli.
„Allar konur ættu að fjarlægja
augnfarða með augnhreinsi en
ekki með gamla góða vatninu,"
segir hún alvörugefin. „Allar konur
eiga að byrja að nota augnkrem
þegar þær byrja að nota maskara
því þegar við þrífum hann af þá er
aukið áreiti á augnsvæðið og meiri
hætta á að fínar línur myndist fyrr
mm,
/^.
n
og bendi ég á að yngri stúlkur eiga
þá að nota augnkrem sem gefur
raka en ekki með mikilli virkni."
elly@dv.is
MinnistöfUtr
Birkiaska
Umboðs- og söluaðili
Birkiaska ehf.
sími: 551 9239
www.birkiaska.is
BETUSAN
Ljósir vorlitir
Yndis-
legasti árs-
tíminn er
að detta
inn, vorið í
allri sinni
mynd. Það
myndast
sérstök stemmning þegar vorvörur
koma í verslanir og ljósir vorlitir
lyfta manni upp í skammdeginu.
Svarti liturinn sem verið hefur alls
ráðandi í vetur er nú að víkja fyrir
hvíta limum og tökum við honum
fagnandi. Rómantík og kvenleiki
eru áberandi í vortískunni þannig
að ef konan á einhvern tíma að
njóta sín þá er það núna. Mikið er
um blúndur og heklaðar flíkur sem
endurspeglar enn og aftur róman-
tíkina í loftinu.
Kjólar & litagleði í sumar
Kjólamir eru áberandi í sumar
og virðist sem allt virki, svo framar-
lega sem það heitir kjóll. Það
nýjasta í kjólum eru hinir svoköll-
uðu „babydoll" kjólar þar sem rykk-
ingin kemur frá brjósti. Doppótt og
röndótt efni eru einnig áberandi og
gaman og ffískandi að fá þessa
stemmingu inn í vorið.
Stuttbuxur
Svo eru stuttbuxur mjög áber-
andi hvort sem er við sokkabuxur
og stígvél eða við leggingsbuxur og
skó. Fellingar í buxum og pilsum
eru farnar að sjást á ný og plísering-
ar í pilsum og fylgihlutum sjást
víða. Breiðu beltin hafa þegar litið
dagsins ljós og virðast ekki vera á
undanhaldi, síður en svo. Smóking
tískan tengist skemmtilega inn í
vortískuna og má sjá satín líningar á
Rómantík og
kvenleiki
Kjólarnir verða
áberandi ísumar
buxum og jökkum
auk þess sem
smókingjakkar
sjást með kven-
legu sniði. Litirnir
eru ljósi í vor og
dempaðir litir
bæði í grænu, gulu,
ferskjulitu, bláu og brúnu auk þess
sem fölbleikur, drapplitur og
kremlitur eru áberandi með vorinu.
Sterku litirnir eru samt skammt
undan og koma svo sannarlega
með hækkandi sól.
Áður en lengra er haldið mæli ég
með einni hvítri skyrtu, doppóttum
fylgihlut og breiðu belti svona rétt
til að koma okkur af stað inní
spennandi tískuvor.
Bless í bih, Eva Dögg
Tískuráðgjafí Lífsstíls
hhmhhhhhmhhhhhhhhhhhhhhhhhhhmhmmp^