Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 25
DV Lífið sjálft FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 25 Sjöan segir til um skilning Jónína Bjartmarz erfædd: 23-12-1952 Lífstala er reiknuð út frá fæð- ingardegi. Hún tekur til eigin- leika sem eiga öðru fremur að móta lifviðkomandi. Eiginleikar sem tengjast þessari tölu eru: Sundurgreining, skilningur, þekkingarleit, fróðleiks- fýsn og hugleiðsla - hættir til að vera fjarlæg. og því ári sem við erum stödd á. Hún á að gefa vísbendingar um þau tækifæri og hindranir sem árið færir okkur. Ríkjandi þættir i þessari töiu eru: Llfs- skoðun og skilningur sem á vel við Jóninu og hlutverkið sem hún leikur. Förin framundan er dýrmæt og já- kvæð fyrirJóninu en sjöan sýnir hana örláta og frjálsa I ástinni á árinu framundan. Hún umvefur allt sem verður á vegi hennar töfrum, spennu, fágun og greind án þess að hún eða aðrirglati nokkru affrelsi sínu. HlreÍll * Nýtur lífsins á réttan máta Egill Ólafsson er 53 ára í dag. „Tilfinningar hans sem tengjast ástinni, vellíðan og jafnvægi eru sannarlega uppfylltar. Hér kemureinnig fram að hann er hlý og heil manneskja sem gefur hjarta sitt af alhug þegar ástin er annars vegar. Ást, næmni, andleg líðan hans sem og listræn- ir hæfileikar koma hér fram. Óvæntir hlutir stíga fram á sjónarsviðið þegar hjarta hans er skoðað þar sem umhyggja og djúpur fögnuður hans eigin anda verður nánast áþreifanlegur af hans hálfu. Hann nýtur lífsins og stundarinnar á réttan hátt. Sigrún Guðjónsdóttir er forstjóri Tæknivals og framkvæmdastjóri Innn. Starf hennar felst í því að leiða þessi fyrirtæki í gegnum þær breytingar sem þau eru að ganga í gegnum. í því hlutverki er nauðsynlegt að móta stefnu fyrir- tækjanna, ákveða framkvæmd stefnunnar og síðan fylgja málum eftir. „Mestur hluti míns tíma fer í að fylgja eftir málum sem ég hef sett af stað sem eiga að lokum að leiða fram þær breytingar sem ég vil sjá hjá fyrirtækjunum," svarar Sigrún aðspurð hvert hlutverk hennar er en hún starfar sem forstjóri Tæknivals. Sigrún svarar einlæg aðspurð hvort hún viti um konu sem hefur eflst við að sækja leið- toganámskeið: „Ég er sjálf gott dæmi um konu sem fór á nám- skeiðið FrumkvöðlaAuður og lærði þar að gera viðskipta- og íjárhagsáætlun. Ég hef enga við- skiptafræðimenntun, er arkitekt að mennt en í dag rek ég tvö fyrir- tæki með um sextíu starfsmenn í vinnu. Ég hefði aldrei treyst mér til að sækjast eftir því að verða fram- kvæmdastjóri ef ég hefði ekki farið á námskeiðið hjá Auði í krafti kvenna en það námskeið gaf mér þá þekkingu og það sjálfstraust sem ég þurfti" Leiðtogar „Námskeiðin sem ég hef skipu- lagt með Félaginu Auði eru svipuð þeim námskeiðum sem Auðar- konur sóttu í verkefninu Auður í krafti kvenna. Námskeiðin eru fyrst og fremst fyrir konur í Félag- inu Auður en við höfum einnig auglýst þau hjá Félagi kvenna í at- vinnurekstri sem ég er líka í,“ út- skýrir hún full af krafti og já- kvæðni en hver eru markmið leið- toganámskeiða? „Þau eru að halda Auðar andanum á lofti, efla konur í leiðtogafræðum og bæta sjálfstraust þeirra. Það er urmull af góðum námskeiðum í boði fýrir bæði konur og karla en við hjá Fé- laginu Auði erum að velja út þau námskeið sem við teljum að henti Auðarkonum best enda höfum við sannreynt þau flest áður sjálfar. Með því að halda sérstök nám- skeið fýrir Auðarkonur þá eflum við líka tengslanetið enn frekar og það var alltaf eitt að aðalmark- miðunum." Gefa slík námskeið góða raun fyrir íslenskar kon ur? „Það er löngu sannað að Auð- amámskeiðin skiiuðu árangri og mörg dæmi um góðan árangur Auðarfyrirtækjanna. Það má gjarnan setja verkefni eins og Auður í krafti kvenna aftur í gang og stíla þá slík námskeið á ung- linga eða ungt fólk í stað kvenna. Það fer alltaf ákveðinn bylgja í gang eftir svona átök og fyrirtæki og stofnanir taka þá við sér og fara að bjóða svipuð námskeið." Hlúum að okkar innri fegurð Eva Arna Ragnarsdóttir Fe-qurö Notum skamm- degið til að hlúa að hinni innri fegurð okkar, sál- artetrinu sjálfu. En hvernig gerum við það? Hér er mín uppskrift að því og eins og með ali- ar uppskriftir þá henta þær sum- um og öðrum ekki. Ég mæli hins- vegar með því að allir prófi. Ekki bara konur heldur karlmenn líka. Andlitsbað Ég mæli með því að fólk fari í andlitsbað. Margir spyrja sig ef- laust hvernig tengist það innri feg- urð okkar og líðan? Þar sem húðin er stærsta líffæri líkamans endur- speglar hún innra heilbrigði. Þá ^ÉMHMMMHMMMHMMMMHHHHMMÍMMMMHi gefur það auga leið að ef þú ert undir álagi, veik, nærist Ula og óreglulega þá sést það strax á húð- inni þinni. Líkami okkar bregst við daglegu áreiti og ef það áreiti verð- ur of mikið getur starfsemin raskast og ójafnvægi myndast í lík- amanum. Með því að fara í gott andlitsbað með góðu nuddi og hreinsun á húðinni þá fer orkuflæði líkamans af stað og með þvf að örva vissar stöðvar í andlitinu eykst vinnsla á úrgangsefn- um og blóðrásin batnar. Húðin endur- heimtir jafnvægi, vellíðan, mýkt og orku- geta húðarinnar eykst. Slökun mikilvæg Ekki má gleyma því sem mestu máli skiptir. Það er að þú „Ekki má gleyma því sem mestu máli skiptir það er aðþú nærð slökun með því að fara í gott andlitsbað. Þegar þú nærð góðri slökun þá nær líkaminn að hlaða rafhlöðurnar og orkuflæði líkamans fer afstaö," nærð slökun með því að fara í gott andlitsbað og þegar þú nærð góðri slökun þá nær líkam- inn að hlaða rafhlöðumar sínar og orkuflæði líkam- ans fer af stað. Konur hugsa mjög mikið um ytri fegurð en að mínu mati ættum við að huga jafn- vel að innri fegurð okkar. Því ef við blómstmm að innan og okkur líð- ur vel þá sést það utan á okkur. Innri fegurð = Ytri fegurð. Eva Arna Ragnarsdóttir er menntaður snyrti- og förðunar- fræðingur, svæðanuddari og heil- ari. Eva Arna mun gefa lesendum lífsstíls góð ráð á fimmtudögum. Lífsstíll@dv.is. Vatnsberinn (20.jan.-1s.febr.) Beindu athygli þinni vel að hjartastöðvum þínum ef ójafnvægi ein- kennir þig. Þú ættir að fara með stað- reyndir mála án þess að vera hrædd/ur um að særa fólkið sem á í hlut en þar kemur styrkur þinn að mjög góðum notum. © Fiskarnirr;?. febr.-20. mars) Þú ættir að hugsa þig vel um áður en þú tekur ákvarðanir sem breytt gætu lífi þínu en á sama tíma er þér ráðlagt að vara þig á að láta ekki tæki- færin fram hjá þér fara. ®Hrúturinn (2l.mars-19.apríl) Dagarnir framundan færa þér innri ró og andlegan styrk á ólýsanlegan en mjög jákvæðan hátt sem þú ættir að nýta vel og huga vel að því sem spámaður.is kýs að kalla smáatriði líðandi stundar. © Nautið (20. april-20. maí) Þú hefur þörf fyrir athygli þessa dagana og ættir samhliða því að opna huga þinn gagnvart náunganum og ekki síst þeim sem þú elskar. o Tvíburarnir (21 .mal-21.júni) Þú munt komast yfir vanda- mál þín með réttu hugarfari og jafnvel eingöngu með því að sitja hljóð/ur hjá. Þú getur búist við stöðuhækkun fljót- lega eftir mikið erfiði í starfi eða námi. Prufaðu að hlusta frekar en tala. ®\{\M'm(22.júni-22.júh) Þú ert greinilega rík/ur af gleði, ást, friði, þekkingu og fögnuði. Það er gaman að sjá að lukkan eltir þig uppi. Allt fer eins og þú óskar þér í hjarta þínu. Leyfðu lukkuhjóli þínu að snúast að vild. Ljónið (23.júlí-22. ógúst) Þú munt ná ásættanlegum árangri þegar kemur að þér að sýna hvað í þér býr innan tíðar. Febrúar mánuður færir þér fréttir sem tengjast tekjum þínum á jákvæðan máta og þú munt stunda iðju sem veitir þér ánægju og á sama tíma fá veglega umbun fyrir þegar líða tekur á vor. © Meyjan (23. ágúst-22. sept1 Þú ert auðsærð/ur þessa dag- ana og eflaust af því að þú ert ekki fær um að deila tilfinningum þínum með manneskju sem þér líður vel með og treystir. m Vogin (23sept.-23.okt.) Ástríða einkennir stjörnu Vogar á sama tíma og orka hennar eflist með degi hverjum fram að vordögum. Stjarna þln stendur á tímamótum og því ættir þú að faðma nútíðina með því að taka opn- um örmum á móti framtíðinni sem birtist spennandi og skemmtileg. Sporðdrekinn (24.okt.-21.n0vj Fullvissaðu þig um að þú sért fað njóta hverrar stundar einungis með fólki sem eflir þig á góðan hátt. Hugs- aðu jákvætt til framtíðar og reyndu að sama skapi að taka virkan þátt í raun- veruleikanum. © I ■ Bogmaðurinn (22.n6v.-21.des.) Þú ert ein(n) af þeim sem tekst sífellt á við nýja og áhugaverða reynslu. Djúpar ástríður þínar efla þig. ®Steingeitin(22.fe.-?i>.Mj Ákvarðanataka er kjörorð Steingeitar í dag. Þess vegna ættir þú að læra að ákveða þig varðandi eitt- hvað mál og standa fast á þínu. Hér kemur einnig fram að þú ættir að venja þig á að greina á milli stærri og minni ákvarðana. SPÁMAÐUR.IS

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.