Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 35
400 kr. MIÐAVERÐ Á ALLAR MYNDIR kl: 12 UM HELGINA í SAMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
STMÍTA KVIKMTMOAHÓS UttDSfK • HAGATOSGI • S. 530 191» • «
PINGLAN l M oeoo ' \ AKURlrRI ( V;\ 4666
.mjxijt;
KEfUVlK C 17.! 1170 W*%
Derailed Misheppnuð kvikmynd.
Kvikmyndin Derailed er dæmi
um misheppnaða kvikmynd. í lýs-
ingu myndarinnar stóð að hún væri
erótískur tryllir, en svoleiðis mynd
hafði ég ekki séð síðan sjónvarps-
stöðin Sýn var upp á sitt besta á
laugardagskvöldum hér áður fyrr.
Kvikmyndin fjallar um fjölskyldu-
föðurinn Christopher Schine (Clive
Owen). Heimilislífið er erfitt, dóttir
hans þjáist af sykursýki á hæsta stigi,
öll spenna og ást virðist vera farin úr
hjónabandinu og svo þarf hann að
ferðast með lest til vinnu á hverjum
morgni. Dag einn hittir hann
ókunnuga konu (Jennifer Aniston),
sem einnig er gift, í lestinni og fyrr
en varir fella þau hugi saman. Þegar
Hann er myndarlegur, trúverðugur
og flottur. Aniston er fín, en ekkert
meira en það. En franski leikarinn
Vincent Cassell fór í hundana eftir
að hann fór til Hollywood. Hann
leikur sitt hlutverk vel, þrátt fýrir að
það sé mjög óspennandi og klisju-
kennt. Hann þarf að fá betri hlut-
verk, eins og skot. Skemmtilegasta
persóna myndarinnar er fyrrverandi
tugthúslimurinn Winston sem leik-
inn er af íslandsvininum R2A.
Derailed er „tvist-mynd“, mynd
sem stendur eða fellur með sögu-
þræðinum og þeim óvænta snún-
ingi sem hann mun taka. Snúning-
urinn var alltof fyrirsjáanlegur og
framhaldið var slappt og andlaust.
þau svo loks ætla í bólið saman á
subbuiegu hóteli ryðst inn á þau
maður (Vincent Cassell) sem nauðg-
ar henni og lemur hann. Maðurinn
reynir svo að kúga fé út úr
Christopher, málin flækjast, svo
flækjast þau enn meira og á endan-
um er flækjan orðin svo mikil að
handritshöfundi tekst varla að leysa
hana.
Clive Owen er mjög töff leikari.
Myndin lofaði góðu ffaman af, en
var svo algjör viðbjóður. Söguþráð-
urinn var ekki nógu sterkur, ekki var
lagt nógu mikið í persónumar, fýrir
utan áðurnefndan Winston sem var
flottur, myndin hafði í raun ekkert
spes við sig, hún var ekki einu sinni
erótísk. Poppið var það besta við
þessa bíóferð, ekki of nýtt og ekki of
gamalt.
DóriDNA
Poppið w betra en myndin
Derailed
Adalhlutverk: Vincent Cassell,
Clive Owen, Jennifer
Aniston, RZA, Xzibit.
Leikstjóri: Mikael
Háfström mM
Sýnd i Sambióunum ’0|
Dóri fór í bíó
Fyrirsjáanleg Söguþráður kvik-
myndarinnar er ekki nógu sterkur.
Það styttist óðfluga í fyrstu bók Gillzeneggers. Hún mun bera nafn-
ið Biblía fallega fólksins og er væntanleg í búðir á næstu vikum.
Styttist í Biblíuna
„Það eru topps tvær vikur í hana,"
segir Egill Einarsson, sem er betur
þekktur undir nafninu Gillzenegger.
„Hún er bara að detta í búðir," segir
Egill. Bókin átti upprunalega að
koma út fyrir jól en Egill ákvað að
fresta útgáfunni fram á nýtt ár. „Ég
var ekkert með neinn höfuðverk að
koma henni út fyrir jól, enda metút-
gáfa á bókum núna um jólin og allir
sem gátu lyft penna að gefa út bók."
Egill segir að hann vilji stilla verði
bókarinnar í hóf, svo að allir hafi
möguleika á að kaupa hana, „Þetta
verður bara á einhverju þægilegu
verði svo að unglingar geti til dæmis
bara gengið út í búð og keypt hana."
Egill segir að hann geti vel hugsað
sér að gefa út aðra bók. „Ég ætlaði
upphaflega að gefa út bók sem átti að
heita Vertu massaður, eftir Egil Ein-
arsson," og segir að sú bók hafi átt að
vera alvörulíkamsræktarbók. „Vertu
massaður átti að vera þykk og góð
líkamsræktarbók á mannamáli, bara
sýndir hlutirnir sem virka og ekkert
kjaftæði. í þessum bókum er allltaf
bara talað í kringum hlutina og eitt-
hvert rugl. Það er líka stór kafli í Bib-
íunni sem er um gymið sko."
Egill segist líka geta hugsað sér að
gefa út bækur um annað en útlit og
líkamsrækt. „Maður er svo sem með
milljón sögur í hausnum, það væri
gaman að skrifa eitthvað fyndið og
skemmtilegt."
asgeir@dv.is