Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Stærðfræði í leikskóla Krakkarnir í leikskólan um í Stykkishólmi fengu gjöf frá kvenfélaginu Hringnum sem er kubbakerfi til stærðfræði- kennslu. Þetta kubbakerfi kallast Numicon og er ætl- að til að efla stærð- fræðiskilning bama og er fyrir börn á aldrinum þriggja til sjö ára. Kerfið hefur reynst vel í stærð- fræðikennslu barna og til að vinna með seinfærum bömum. Nýtt bíó á Reykjanesi Reykjanesbær hefur haf- ið endurreisn á einum elsta bíósal landsins sem er stað- settur við hlið poppminja- safnsins í Duushúsum í Reykjanesbæ. Ráðgert er að salurinn verði tilbúinn á Ljósanótt 2006. Ráðgert er að blönduð menningar- starfsemi ásamt bíósýning- um muni eiga sér stað í salnum en þá er átt við kynningarsýningar, fyrir- lestra og margt annað. íbú- ar em sannfærðir um að til- koma salarins muni ýta undir fjölbreytta menning- arstarfsemi í bænum. Til útlanda frá Akureyri Ferðaskrifstofa Akureyr- ar hefur ákveðið að bjóða upp á beint flug til útlanda frá flugvelli Akureyrar. Margir áfangastaðir em í boði en þeir em enn sem komið er Danmörk, Þýska- land, Grikkland og Pólland. Mun þetta fýrirkomulag verða gríðarleg búbót fyrir Akureyringa vegna þess að hingað til hafa þeir þurft að ferðast yfir hálft iandið til þess að komast að næsta utanlandsflugvelli. Lögreglan í Kaupmannahöfn handtók viðskiptafræðinginn Viðar Þorberg Ingason aðfaranótt þriðjudags fyrir ósæmilega hegðun á almannafæri. Viðar Þorberg stóð fyrir framan lífverði Margrétar Þórhildar Danadrottningar og, að sögn lögreglunn- ar, fróaði sér. Viðar Þorberg segist hafa verið að ganga heim til sín eftir að hafa drukkið fimm bjóra. Friðrik Weishappel, kaffihúsaeigandi í Kaupmannahöfn, segir málið til skammar. HanMinn fyrir aö frúa súr lijú lífvöröum Danadrattningar Fremur óvenjulegt mál kom til kasta lögreglunnar í Kaup- mannahöfri aðfaranótt þriðjudagsins síðastliðins. Lífverðir Mar- grétar Þórhildar Danadrottningar hringdu á lögregluna og sögðu að þeir væru með mann í haldi sem hefði fróað sér fyrir framan þá. Atvikið átti sér stað á Gothersgade í Kaupmannahöfn en þar em lífverðir Danadrottningar meðal annars með eftirlit. „Hann fróaði sér fyrir framan líf- verði drottningarinnar og mun fá sekt fyrir það,“ sagði talsmaður lög- reglunnar í Kaupmannahöfn í sam- tali við DV. Nokkur þúsund íslend- ingar eiga heima í Kaupmannahöfn og er málið allt hið vandræðalegasta. Drukkinn Lögreglan í Kaupmannahöfn segir á fréttavef sínum að lífverðirn- ir hafi orðið fyrir fremur sérstakri upplifun þegar drukkinn íslending- ur byrjaði að fróa sér fyrir framan þá. „Eg var að fara heim og var búinn að drekka fjóra til fimm öl,“ segir Viðar Þorberg Ingason, 39 ára við- skiptafræðingur sem er við nám í Kaupmannahöfn. Viðar býr á Solvgade í Kaupmannahöfn sem er ekki langt frá þeim stað þar sem líf- verðirnir segjast hafa séð hann. Misskilningur „Ég var á vitíausum stað á vit- lausum tfma eins og ég sagði við lög- regluna," segir Viðar Þorberg um meint athæfi sitt aðfaranótt þriðjudagsins. Samkvæmt lög- reglunni í Kaupmannahöfn átti atvikið sér stað milli þrjú og fjögur um nóttina. „Lögreglan spurði mig hvort ég hefði gert svona áður og ég sagðist ekki hafa gert það,“ segir Við- ar Þorberg og neitar að hann hafi fróað sér fyrir framan lífverðina. „Það skeði ekki neitt, ég er búinn að segja lögreglunni það. Eg reyndar geng ekki oft þessa götu en ég var á leiðinni heim um- rædda nótt,“ segir Viðar Þorberg. 500 danskar Samkvæmt upplýsingum frá lög- reglunni í Kaupmannahöfn mun Viðar Þorberg fá sekt fyrir athæfi sitt. Hann þarf að greiða rúmar 500 danskar krónur fyrir uppátækið sem eru um fimm þúsund krónur ís- lenskar. „Lögreglan vildi fá útskýringar hjá mér á þessu," segir Viðar Þor- berg um handtöku dönsku lögregl- unnar. „Það gerðist eitthvað á þessum stað, lögreglan var kölluð til og ég var á leiðinni heim. Það er það eina sem ég veit," segir Viðar Þorberg. Skammarlegt Athafnamaðurinn Friðrik Weis- happel býr í Danmörku og á þar kaffihúsið Laundromat café. Hann segir málið til skammar fyrir fslendinga og að þeir sem búa í Kaupmannahöfh hafi ekki minnst á atvikið sín á milli. „Þetta hefur ekki verið nefnt einu orði í dag enda held ég að fólk forðist það að ræða svona mál, þetta er bara fáran- , legt að öllu leyti og til skammar," segir Friðrik, „Þetta kemur ekkert vel út fyrir íslendinga enda atburðurinn ekki til , þess gerður," segir I Friðrik um fróun- armál Viðars Þor- bergs. atli@dv.is I Lífvörður Danadrottningar Ufverðirnir, eins og þessi, urðu fyrir sérstakri upplifun eins og segir á vefsföu lögreglunnar i Kaupmannahöfn. n ipfelítlilll „Hann froaði sér fyrir framan lífverði drottningarinnar og mun fá sekt fyrir það. I Viðar Þorberg I Ingason Segist hafa verið búinn að drekka fjóra til fimm bjóra og að hann hafi ver- ið á röngum stað á röngum tíma. Ekki satt að Mótel Venus sé griðastaður giftra manna Ástarhótelið selt og eigandinn feginn „Ég er að fara að selja Mótel Ven- us,“ segir Guðmundur Ólafsson, bóndi og eigandi að hinum víðfræga gististað Mótel Venus. Guðmundur hefur ákveðið að selja mótelið eftir að hafa rekið það í tíu ár. Núna leigir hann reksturinn út til tveggja athafnamanna. Guðmundur segir að hann hafi ákveðið að selja mótelið vegna þess að reksturinn hafi verið orðinn lýjandi og honum fannst kominn tími til þess að hætta. Hann segir að þetta hafi nú samt verið ósköp fínt á meðan á því stóð og segir í framhjáhlaupi að hann sé allavega ekki með neina reikninga á eftir sér. „í tíu ár hef ég aldrei orðið var við að menn séu að koma með viðhöld- in,“ segir Guðmundur um þær gróu- sögur sem gengu að mótelið væri griðastaður kvæntra manna með viðhöldum sínum. Guðmundur seg- ir að ástæðan fyrir þeim sögum hafi aðallega verið nafnið og bætir við að íslendingar séu bara of uppteknir af bandarískum kvikmyndum. Guð- mundur segir að hann hafi reyndar aldrei spurt heldur. „Hver myndi nenna að þvælast með viðhöldin í klukkutíma?" spyr „Það sem liggur á er að sjá til þess að sjónarmið jafnaðarmanna verði áfram í öndvegi," segir Stefán Jóhann Stefánsson, frambjóðandi íprófkjöri Samfylkingarinnar.„Það liggur á að efla áfram Reykjavík sem gróskumikla og þróttmikla borg. Svo er náttúrulega alltaf opið heima þar sem kosningaskrifstofan min er og einnig slminn." Guðmundur og hlær að þessum líf- seigu sögum. Guðmundur segir að stærsti hluti reksturs hans hafi aðal- lega verið árshátíðir hjá fyrirtækjum og fleira í þeim dúr. „Ég týndi tíu árum á þessu,“ seg- ir Guðmundur aðspurður hvort hann eigi eftir að sakna mótelsins og augljóst er að hann verður hálffeg- inn að losna við hið goðsagna- kennda Mótel Venus. vaiur@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.