Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 12
12 FIMMTUDACUR 9. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Samfylkingin í Árborg Samfylkingin í Árborg hefur samþykkt framboðs- lista fyrir sveitarstjórnar- kosningar sem verða í vor. Listinn var samþykktur í fyrrakvöld en þar sam- þykktu félagsmenn að Ragn- heiður Hergeirsdóttir bæjar- fulltrúi myndi leiða iistann. Annað sætið skipar Gylfi Þorkelsson bæjarfuiltrúi og það þriðja Þórunn Elva Bjarkadóttir varabæjarfull- trúi. Nýr maður er á lista en það er Böðvar Bjarki Þor- steinsson, aðstoðarskóla- stjóri bamaskólans á Eyrar- bakka og Stokkseyri, og skipar hann fjórða sætið. Jafnréttið ílagi Svo virðist sem Mosfellsbær hugsi mikið um jafnrétti kynjanna og jafn- rétti almennt ef marka má fundargerðir jaihréttis- nefhdar í bæjarfélaginu. Á vefsíðu bæjarins, mosfelis- baer.is, er hægt að skoða fundargerðir ýmissa ráða á vegum bæjarins og þar á meðal jafnréttisnefhdar MosfeÚsbæjar. Ef vel er að gáð má sjá að jafnréttis- nefhd hefur ekki fundað síð- an 28. febrúar árið 2003. Karlar og konur fifa því í sátt og samlyndi í Mosfellsbæ. Prammavesen Dýpkunarprammi sem til stóð að fjarlægja úr Isafjarð- arhöfn fýrir mánuði síðan er enn í höfninni. Pramminn er í eigu vélsmiðj- unnar Mjölnis í Bolungarvík og hefur legið í höfh- inni í árafjöld. „Það er ekki alveg víst hvenær verður lok- ið við að fjarlægja prammann en það verður vonandi mjög fljótlega," seg- ir Finnbogi Bemódusson hjá vélsmiðjunni Mjölni. „Það er orðið tímabært að koma prammanum burtu áður en hann verður til vandræða, það væri t.d. mjög erfitt að koma honum burt ef hann sykki þama,“ segir Finnbogi á bb.is. I ’ „Stemningin á Siglufiröi er ' fín,"segir Ólafur H. Kárason, húsasmíöameistari og for- maður bæjarráðs á Siglufirði. „Meðrið i janúar hefur verið Stór- MuMMani Landsíminn legt, al- veg meiri háttar veður, hlýindi og logn dag eftir dag. Það kólnaði aðeins um helgina en ekkert alvarlegt. Það er gríðar- lega mikið að gerast í kringum sameininguna við Ólafsijörö. Menn eru að undirbúa að búa til eitt sveitarfélag. Besta skíðasvæði landsins er opið hérna og allir velkomnir hing- aðáskíði." Hansínu Einarsdóttur og Jóni Högnasyni, sem rekið hafa Hótel Glym í Hvalfirði undanfarin ár, hefur bæst góður liðstyrkur. Jón Guðmundsson fasteignasali og Sævar Sigurgeirsson endurskoðandi hafa keypt rúman helming hótelsins og ráðist í miklar endurbætur. :ZÆÉk !£SSIS! | Hótel Glymur Velstað- settí nágrenni höfuð- borgarinnar. Nú verður standardinn færðurupp. eignamarkaðnum vill sem minnst úr þessu gera þó að verið sé að vinna stórvirki í Hvalfirðinum: Svítur og smáhýsi „Við komum þama inn til að hjálpa sveitunga mínum að austan," segir Jón Guðmundsson sem hefur tröllatrú á hótelrekstri í Hvalfirði. „Nú er verið að taka 22 herbergi á efri hæðinni í gegn og færa upp í stand- ard. Þá verða safir niðri lagfærðir og gert ráð fyrir þremur svítum á fyrstu hæð. Þá er áhugi á að koma upp smá- hýsum á lóðinni til að styrkja rekstur hótelsins enn frekar," segir Jón Guð- mundsson. Komið til að vera Jón Högnason segir rekstur hót- elsins hafa gengið þolanlega til þessa en nú séu enn bjartari tímar framundan. Eitt sé víst: Hótel Glym- ur í Hvalfirði sé komið til að vera. Hótel Glymur í Hvalflrði verður lokað fram til 1. mars því þar er verið að rífa allt út og bæta um betur. Hansína Einarsddttir og Jón Högnason hafa rekið hðtel Glym um fjögurra ára skeið og markaðssett með athyglisverðum árangri. En þar sem hótelið var upphaflega byggt sem norrænt skólasetur hafa herbergin borið keim af heimavist og því á nú að breyta. „Það eru gleðileg tíð- indi að fá þessa menn til liðs við okkur/'seg- irJón Högnason. „Nú ætlum við að endur- byggja þetta allt og koma upp í lúxus- flokk." Hótelstjórarnir, Hansína og Jón, hafa fengið tvo fjár- sterka aðila úr Reykjavík til K liðs við sig a en það eru þeir Jón II Guð- mundsson, :| fasteigna- /' sali í Fast- eignamark- aðnum á Óð- insgötu, og Sævar Sigurgeirsson endurskoðandi. Eiga þeir tveir nú um 60 prósent í Hótel Glymi. Gleðileg tíðindi „Það eru gleðileg tíðindi að fá þessa menn til liðs við okkur," segir Jón Högnason. „Nú ætlum við að endurbyggja þetta aflt og koma upp í lúxusflokk." k Jón Guðmundsson í Fast- Jón Guðmundsson Kemur inn sem aðal- eigandi ásamt félaga sínum. Utsýnið Afsvölum fe Hótels Glyms er Hval- fjörðurinn fallegur. UÍ Hansina og Jón Hótelhald- arari Hvalfirði. Birgir Ómar taldi sérkeypta ferðatryggingu nægja til að bæta tjón á Mallorca Tryggingasamráð kostar Birgi aukabónusinn Þessa dagana auglýsir Sjóvá að tjónlausir félagar í Stofni eigi kost á allt að 10 prósenta endurgreiðslu á tryggingaiðgjöldum. Birgir Ómar Ingason sem er með allar sínar tryggingar í Stofni hugðist í fyrradag sækja sér sína endurgreiðslu. En fékk synjun. „Ég lenti í tjóni á Mallorca í fyrra. Það var brotist inn í bílinn hjá mér og stolið veski, tösku og einhverju smálegu. Ég hafði greitt flugmiðann með Eurocard- greiðslukorti og keypti mér sér- staka ferðatryggingu í leiðinni. Þegar ég kom heim fékk ég tjónið bætt út á ferðatrygginguna og fór málið í gegnum Tryggingamiðstöð- ina,“ segir Birgir sem kaus að fara þessa leið til að missa ekki bónus- inn hjá Sjóvá. Þegar Birgir ætlaði að sækja sér endurgreiðsluna hjá Sjóvá kom f ljós að Tryggingamiðstöðin hafði krafið Sjóvá um að greiða hluta af bótunum sem Birgir fékk vegna tjónsins á Mallorca. „Þar með missti ég réttinn á að fá endurgreitt úr Stofni," útskýrir Birgir og bætir við að honum finnist óeðlilegt að tryggingafélögin hafi slík samráð sín á milli án vitundar viðskipta- vinarins. Guðmundur Magnússon hjá Sjóvá segir að þegar einstaklingur sem sé í Stofni kaupi sér ferða- tryggingu aukalega með greiðslu- korti sé hann tryggður á báðum stöðum. Tjónið skiptist því á milli trygginga- félaganna. svavar@dv.is Birgir Ómar Keypti sérstaka ferðatryggingu um leið og flugmiðann. Hann vissi ekki að | heimilistryggingarnar kæmu til með að greiða tjónið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.