Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 40
1*1* ^ j í íJ - J J í 0 t Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Fyrirhvert fréttaskot sem birtist, eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000 krónur. Fullrar ^nafnleyndarergætt. q *-> QQ Q SKAFTAHLÍÐ24,10SREYKJAVÍK [ STOFNAÐ 1910] SÍMI5505000 5 "69071011! 111171 • Fréttir berast til íslands að JónAr- sæll syndi nú nak- inn í hótelsund- laugum í Afríku ásamt össuri Skarphéðinssyni. Þarna virðist Jón hafa talað össur inn á gamalt áhugamál sitt sem tengist strípihneigð en áður hefur hann lýst þeirri áráttu sinni að hjóla nakinn um Vesturbæinn á sumar- kvöldum. Enginn veit hvers vegna, nema kannski össur núna... • Einn lagahöf- undanna í Eurovision, Sveinn Rúnar Sigurðsson, ber af sér að hann sé einn þeirra þátt- takenda sem skrif- uðu undir skjal þess efnis að Silvíu Nótt yrði vís- að úr keppni. Segir Sveinn Rúnar jafn- framt að frek- ari aðgerða af hálfu höfund- anna sé ekki að vænta. Sveinn Rúnar á þrjú lög í úrslitum keppninnar, þar á meðal lagið Mynd afþér sem Birgitta Haukdal syngur og Kristján Hreinsson semur texta við. Kristján er einmitt sá sem árangurslaust kærði Pál Magnússon útvarpsstjóra til útvarpsráðs fyrir að leyfa Silvíu Nótt að syngja í keppninni þrátt fyrir að lag hennar hefði lekið út á netið fyrirfram... • Nýráðinn safnstjóri Lista- safns Reykjavíkur, Hafþór Inga- son, hefur í nógu að snúast þessa dagana. Pétur Armanns- son, deildarstjóri byggingar- deildar safnsins, er hættur störfum og sagði upp strax síðasta haust þegar Hafþór kom til starfa. Ágústa Kristó- fersdóttir, einn aðalsýn- ingarstjóri safnsins, hefur líka sagt upp og er komin til starfa hjá Þjóðminjasafni íslands. Kunnugir segja að þessir tveir þungavigtarmenn úr starfsemi Listasafiisins hafi komið sér í burtu þegar ljóst var að reynslulítill einstaklingur yrði ráðinn sem safnstjóri en Haf- þór hefur búið í Bandaríkjun- um undanfama áratugi og hef- ur því ekki mikla hugmynd um það sem hefur verið að gerast á íslandi á þeim tíma... Þá verður alltaf flugveður! Flugfreyja Veöurfnæðingur á NFS Sigríður Ólafsdóttir, land- og jarðfræðingur, hefur verið ráðin veðurfræðingur á sjónvarpsstöðina NFS. Bætist Sigríður við fríðan flokk veðurfræðinga stöðvarinnar sem eru að verða leiðandi í daglegum fréttum af veðri hér á landi og þó víðar væri leitað. Fjölmargir sóttu um starf veður- fræðings hjá NFS, þar á meðal nokkrir með doktorsnafnbót. Að sögn Sigurður Þ. Ragnarssonar, yf- irveðurfræðings NFS, voru margir prófaðir og stóðust ekki allir þær kröfur sem gerðar voru um fram- göngu á skjánum sem getur vegið jafnt á við fræðilega þekkingu á veðurfari. „Vel skal vanda það sem lengi skal standa," sagði Sigurður Þ. Ragnarsson í gær þegar gengið hafði verið frá ráðningu Sigríðar Ólafsdóttur sem sjálf var að vonum ánægð með nýja starfið: „Eg hlakka verulega mikið til enda kom það mér þægilega á óvart að fá starfið," sagði Sigríður í gær en hún hefur að undanförnu starf- að sem flugfreyja hjá Flugleiðum auk þess að vera leiðsögumaður er- lendra ferðamanna um landið. í einni slíkri ferð kynntist hún einmitt sambýlismanni sínum, Þjóðverjanum Raymond Hoffman, sem fluttur er hingað til lands og leitar nú að starfi við hæfi. Sigríður Ólafsdóttir er 31 árs að aldri og á þriggja ára son. Hún birt- ist á skjánum hjá NFS fyrr en varir með veðurspána eins og hún gerist þann daginn. SOMA BAKKAR Fyrir 5 eða 500! Sómabakkarnir eru tilvaldir í hvers konar veislur, t.d. í afmælisboðið, starfsmannapartýið eða hvenær sem 5 eða fleiri koma saman. PANTAÐU í SÍMA 565 6000 / FRÍ HEIMSENDING* Nánari upplýsingar á somi.is *Gildir aðeins ef pantað er fyrir meira en 3.000 kr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.