Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Side 14
14 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Fréttir DV Sandkorn Jakob Bjarnar Grétarsson • Bjöm Leifsson í World Class er gleðimaður góður og var með í einni af boltaferðum Skjás Eins til London í haust. Tókst ferðin vel; fótbolti, étið vel og drukkið eins og sönnum íslend- ingum sæmir. Svo tjúttað í heims- borginni. Einn af öðmm týndust viðskiptavinir Skjásins heim á hótel en ekki Björn og nokkrir aðrir. í röð fyrir utan næturkiúbbinn Heaven í Soho-hverfinu leiddist Birni þófið, vindur sér upp að dyraverðinum og segir á ísl-ensku: „Don’t you knów who I am?!“ Dyravörðurinn yppir öxlum og biður hann um að hafa sig hægan. „I own the largest spa in Europe," segir Bjössi, sannfærður um dýrð heilsulindarinnar í Laugar- dal, en bætir svo við með smá efa- semdartón: „I think!"... • Og talandi um „largest spa in Europe". Þeir sátu í íslandi í dag á þriðjudag þing- mennirnir Lúðvik Bergvinsson og Sig- urður Kári Kristjáns- son og lýstu því yfir að þeir værU álfarið á móti fitusogi. Nær væri að taka á því, sagði Lúðvík, að hætti sessunautar síns sem var í heilsu- átaki Reynis Trausta- sonar fyrir nokkrn ásamt Guðna Agústssyni og fleiri góðum mönnum. Hógvær Lúðvík var ekkert að geta þess að sjálfur er hann reglulega pungsveittur að hlaupa af sér aukakílóin hjá Bjössa í World Class... . • Bjartsklíkan kann sér ekki læti. Þeirra maður Jón Kalmann hreppti íslensku bók- menntaverðlaunin. Á grein á síðu Bjarts er sagt frá því að þeir moki nú út bók Jóns og allir séu glaðir og kátir. Nema óskiljanleg og fúllyndisleg skrif Lesbókar Mogga um verðlaunin varpi veikum skugga gleðina. Nú bregður svo undarlega við að þar er fyrir á fleti Þröstur Helgason sem til- heyrir einmitt Bjartsklíkunni. Hann á í togstreitu en stendur með sínum fyrrum ritstjóra Mattliíasi Johannes- sen sem er yfirlýstur andstæðingur menningarverðlauna og viðurkenninga nema Heiðurs- launa listamanna þar sem hann sjálfur er á lista... • Sú röggsama Ólína Þorvarðar- dóttir skólameistari Menntaskólans á ísafirði hefur ekki setið á friðar- stóli í embætti. Innan dyra skólans sem utan hefur úlfúð ríkt. Hlutaðist menntamálaráðu- neytið til um að deiluaðilar skrifuðu undir yfirlýsingu um vilja til sátta: Sér- stakt sáttaferlisskjal sem vinna á útfrá. Hafa nú allir starfs- menn kvittað undir utan tveir. Þar mun vera um að ræða Ingibjörgu Ingadóttur og Hallgrím Hróðmars- son en þau tvö hafa hafa sig mest í frammi í andstöðu sinni gegn Ólínu... Brennuvargar í Alabama ganga enn lausir en þeir hafa kveikt í níu Idrkjum undanfama viku. Nú síðast báru þeir eid að Moming Star Baptist Chtuch, á þriðjudagsmorgun. Eina sem eftir var af kirkjunni var handriðið fýrir utan hana. Talið er að brennuvargamir hafi brotist inn í kirkjuna um hliðar- hurð og k\reikt í henni. Einnig var kveikt í þremur öðrum kirkjum sama inorgun og vom þær allar innan við 45 kíló- metra frá hvor annari. Enginn slasaðist í íkveikjunum. Forgangsatriði FBI Málið er nú forgangsatriði bandarísku alrtkislögregluimar FBI. Þeim sem geta veitt upplýs- ingar sem leiða til handtöku brennuvarganna heftir verið lof- að rúmlega 600 þúsund krónum. Talið er aö íkveikjurnar á þriðju- daginn séu tengdar s\ipuðum at- vikum sem áttu sér stað síðastlið- inn föstudagsmorgun. Þá var kveikt i fimm kirkjum, sem eru ekki langt frá þeim sem kveikt var I á þriöjudag. Aðstoðarframkv'æmdastjöri FBI, Chip Burrus tjáði sig um málið \ið bandariska fjölntiðla. „Það er grunur uppi um að þess- ar íkveikjur séu aílar tengdar. Al- menn skynsemi segir manni að Danirtapa í Nígeríu Fylkisstjórn Kano, í Nígeríu, hefur sagt upp samningi sínum við danskt fyrirtæki sem átti að flytja inn 70 langferðabifreiðar. Samn- ingurinn var tæp- lega tveggja milljarða króna virði. Einnig hefur danskt verktakaíyrirtæki verið tekið af lista yfir þá sem koma til greina til að byggja raforkuver í fylk- inu. Þetta kemur í kjölfarið á deilunum um birtingu skop- myndanna af Múhameð. í Kanó gilda lög múslima, Sharia. Að- eins um eitt prósent íbúa eru kristnir. Ónothæfar skólabækur í Svíþjóð Bókum með Múhameð skilað Grunnskóli í Varberg í Svíþjóð hefur nú ákveðið að skila skólabók- um vegna þess að í þeim voru tvær teiknaðar myndir af Múhameð. Bókin er ætluð til kennslu í trú- bragðafræði fyrir unglinga. í kaflan- um um íslam birtust myndirnar af Múhameð sem voru frá miðöldum. Roland Fallström, skólastjóri skólans, segir að notast verði við aðrar bæk- ur til kennslunnar. „Þeim verður skilað á næstunni. Við eigum nýrri bækur sem við ætlum að nota, Abd al Haqq Kielan, talsmaður múslima í Sví- þjóð, segir sér hafi þótt það særandi að myndir af spá- manninum væru í kennslu- bók. Þó sagði hann að það væri skömminni skárra að ekki væri um að ræða skomyndir. Særandi Abd al Haqq Kielan segir það hafa verið særandiað hafa myndir af Múhameð í kennslubókum í trúbragðafræði. Bókaforlagið Liber sem gaf bókina út hefur ákveðið að hætta sölu á henni. Þetta kom fram í tilkynningu sem fyrirtækið gaf út á þriðjudag. Bókin var upphaflega gefin út árið 1993. Varberg IVarberg búa um 25 þúsund manns. Skopdeilan á Netinu Rúmlega 900 danskar heimasíður og 1600 síður frá öðrum Vestrænum ríkjum hcifa verið eyðilagðar í mótmæla- skyni við birtingu skomynd- anna í Jyllandsposten. Skemmdarvargamir leggja upp- runalegu síðurnar niður og skilja eftir skilaboð um að Danir eigi að láta íslam í friði og stundum eru birtar hótanir um hryðjuverk. Skemmdarvargarn- ir eru sagðir vera frá Tyrklandi, Sádí Arabíu, Óman og Indónesíu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.