Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 09.02.2006, Blaðsíða 32
32 FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 2006 Menning DV Hjónahjálp á bók Sr. Þórhallur Heimisson hefur um árabil haidiö hjóna og paranámskeið, „jákvætt námskeið um , hjónaband og sambúð'' sem hafa notið mikilla j vinsælda. Námskeiðin hafa verið haldin um ailt land og í Noregi, en þau fara reglulega fram í Hafn-j t arfjarðarkirkju. | f Vegna mikillar aösóknar hefur reynst erfitt að / koma ölium að sem vilja sækja námskeiðin. Því ( hafa sr. Þórhallur og JPV útgáfa gengið frá samningi um gerð bókar sem byggir á námskeiðunum. Vinnu heiti bókarinnar er 10 leiðir til að viðhaida ástinni og hamingjunni í hjónabandi. í hverjum kafla er i tekin fyrir ein leið til að styrkja og efla ein- staklinginn, fjölskylduna og sainbúðina Bókin kernur út í haust. f 'I A Æáíá/ Fiskurinn hefur fögur hljóð Veffyrirtækið Tónlist.is ætlar að hasla sér völl í gegnum nýtt útgáfufélag, cod music. Tólf til fimmtán flytjendur fá tækifæri til að hljóðrita við bestu aðstæður og verður efninu fylgt eftir í út- gáfú og öflugri markaðssetningu. Tónlistin verður aðeins gefin út sem niðurhal á Netinu og í far- síma til að byrja með. Ef sýnt þykir að ákveðnir flytjendur hafi gott efni fram að færa sem líklegt er að nái hylli verður farið í út- gáfi á geisladiskum í framhald- inu. Frosti Logason (Frosti í Mín- us) er verkefnastjóri og mun ásamt tónlistarráði velja tilvon- andi flytjendur. Gert er ráð fyrir að a.m.k. 6 flytjendur verði vald- ir til áframhaddandi vinnslu og afraksturinn gefinn út á veftium. Einu skilyrðin fyrir þátttöku eru þau að viðkomandi flytji eig- ið efni. Ekki er einblínt á ákveð- nar tónlistarstefnur en þó er frekar leitað eftir ungum flytj- endum sem hafa eitthvað fram að færa tónlistarlega og eru lík- legir til að ná hylli. Nánari upplýsingar er að finna á www.tonlist.is og á vef- síðunni www.cod.is. Davíð í Gelinu Davíð örn Halldórsson Ham- ar er ungur og flinkur mynd- listarmaður sem opnar sýningu á föstudag. Sýningarstaðurinn er Gallerí Gel sem er á Hverfisgötu 37. Opnunin verður með hátíð- legra móti: Þar spila Auxpan og Árni +1. Sýninguna kallar Davíð Salon salon - málverkasýning. Hann er búinn að mála mottur á gólfið eins og hann gerði reyndar á grasrótarsýningu á Nýló fýrir skemmstu. Sinfónían tekur þátt í Myrkum músíkdögum með tvennum tónleikum á fimmtudagskvöld og laugardag. Fyrra kvöldið verða flutt verk eftir íslensk tón- skáld en á laugardag verða ungir einleikarar í forgrunni. Félagar úr Sinfóní- unni takast á við fs- lensk hljómsvceitar- verk á fimmtudag Myrkir músíkdagar standa nú sem hæst og á fimmtudag er kom- ið til kasta Sinfóníuhljómsveitar ís- lands. Hún hefur jafnan lagt sitt til á þessari uppskeruhátíð íslenskra tónskálda. Að þessu sinni eru það þeir Haraldur Vignir Sveinbjörns- son, Þorkell Sigurbjörnsson, Eirík- ur Árni Sigtryggsson og Þorsteinn Hauksson sem eiga verk á tónleik- unum sem verða á fimmtudags- kvöldið. Þetta eru fyrri tónleikar af tveimur sem Sinfónían leggur til Myrkra músíkdaga í þetta 26. sinn sem þeir eru haldnir og er rétt að minna á sérstakt tvennutilboð á þessa tónleika og síðan tónleika ungra einleikara sem fara fram á laugardag. Sjö byltur svefnleysingjans Um verkið Sjö byltur svefnleys- ingjans segir höfundurinn, Harald- ur Vignir Sveinbjömsson, að það hafi að mestu orðið til á and- vökunóttum veturinn 2002-2003 en á þeim tíma bjó hann í Lundi í Svíþjóð. „Sjö tiltölulega stutt örstef urðu til í svefnrofunum og rötuðu á blað." Verkið var frumflutt opin- berlega af Sinfóníuhljómsveit Helsingjaborgar fýrir fullu húsi snemma árs 2004 eftir að Haraldur hlaut verðlaunin Tónskáld morg- undagsins hjá sömu sveit. Harald- ur var einnig tilnefndur til íslensku tónlistarverðlaunanna 2004 fyrir „bylturnar". Nú verða þær fluttar fyrir vakandi eyrum. Þrenjar Þorkells Þorkell Sigurbjörnsson segir svo frá sínu tilleggi í dagskrána: „Það var snemma árs 1984, sem Einar Grétar Sveinbjörnsson, konsert- meistari í Malmö, bað mig um við- ráðanlegan, lítinn konsert fýrir fiðlu, selló og píanó og Sinfóníu- hljómsveit áhugamanna í Lundi. Það var auðsótt mál. Ég þekkti þá Einar, cellistann, Guido Vecchi og píanistann, Peter Ernst, af góðu einu. Þeir frumfluttu verkið síð- sumars 1984 með áðurnefndri hljómsveit í Lundi undir stjórn Kjell Áke Bjarming. Margir íslensk- ir hljóðfæraleikarar kannast við nafn Bjarming, sem stýrði árum saman sumarnámskeiðum fyrir unga norræna tónlistarmenn í Lundi, með fjölda íslenskra þátt- takenda. Ég kallaði verkið Þrenjar. Það þýðir þríeggjað sverð. En því fylgja engin skilyrði. Þríeggjað sverð má vera eins beitt eða lúið eins og verkast vill." Sjöstirni Eiríkur Árni Sigtryggsson var að hugsa um himingeiminn og okkur hér á jörðu: „Það er allt auðvitað óskiljanlegt. Sjöstirnið kom upp í hugann, og þar með talan 7. Sjöundin, þetta spenn- andi tónbil, sem breytist í tvíund sé því snúið við. Verkið byggir á sjöundinni og sjöundarhljómnum í sínum mörgu myndum. Tónlist- in og himingeimurinn þrungin sömu óskiljanlegu dulúð." Síðast á dagskránni er verkið Sinfónía eitt eftir Þorsteinn Hauksson. Tónsmíðum kynntist hann í svokölluðum föndurtím- um Þorkels Sigurbjörnssonar í kringum 1970, en í þeim tímum kynnti Þorkell nemendum sínum allt það nýjasta sem var að gerast í nútímatónlist. Hljómsveitarstjóri á tónleikun- um er Rumon Gamba. Gamansöngleikur með glæp? Eða leikrit með söngvum og glæp? AHa vega konum. Átta konur á svið Æfingar eru hafnar á gamanleik með söngvum, Átta konum, hjá Þjóðleikhúsinu undir stjórn Eddu Heiðrúnar Bachman. Verkið er eftir Robert Thomas en fær á Hverfisgöt- unni íslenska aðlögun hjá Sævari Sigurgeirssyni sem semur líka söng- texta. Verkið var frumsýnt 1961 en gekk í endumýjun h'fdaga í vinsælli franskri kvikmynd sem byggði á því. Söguþráöurinn gæti verið stol- inn frá Agöthu Christe: Þegar sjö villtar konur eru samankomnar og sú áttunda bætist í hópinn getur allt gerst! Fögur eiginkona, tvær ungar og óstýrilátar dætur, aðþrengd mág- kona, gráðug tengdamamma, dul- arfull ráðskona og kynþokkafull þjónustustúlka eru innilokaðar í glæsilegu húsi í sveit vegna ófærðar. Húsbóndinn sjálfur liggur sofandi f rúmi sínu uppi á lofti. Eða hvað? Leikhúsið kaÚar verkið glæpsamleg- an gamanleik með söngvum og dansi. Leikendur í Átta konum eru Bima Hafstein, Edda Björg Eyjólfs- dóttir, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, en allar þrjár vom til skamms tíma í framvarðarsveit ungra leikkvenna hjá Leikfélagi Reykjavíkur. Þá mætir til leiks hinn ffábæri gamanleikari Edda Heiðrún leikstýrir gam- anleik með söng og dansi og trúður Kristján Ingimarsson sem gert hefur garðinn frægan í Dana- veldi. Þekkt andlit af sviði Þjóðleik- hússins em Margrét Guðmunds- dóttir, Margrét Vilhjálmsdóttir, Nína Dögg Filippusdóttir, Ólafi'a Hrönn Jónsdóttir og Ragnheiður Steindórsdóttir. Tónlistarstjóri er Samúel J. Sam- úelsson, Kristján Ingimarsson sér um sviðshreyfingar, búningar em í höndum Elínar Eddu Ámadóhur, um lýsingu sér Hörður Ágústsson, höfundur ieikmyndar er Jón Axel Bjömsson, aðstoðarmaður leik- stjóra er Jóhanna Jónas en það er Edda Heiðrún Backman sem leik- stýrir og er frumsýning áætluð á Stóra sviðinu í mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.