Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Page 22

Dagblaðið Vísir - DV - 11.03.2006, Page 22
22 LAUGARDACUR 11. MARS 2006 Helgarblað DV Anna Þór Auðunsdóttir og Hanna Rún Þór eru lesbíur sem langaði til að eignast barn. Þær fóru sínar eigin leiðir til þess að æðsti draum- ur þeiiTa gæti ræst. Að vera fjölskylda. Anna og Hanna eiga í dag átta ára gamla dótt- ur, Örnu Sigríði Þór, sem þær ákváðu að Hanna skyldi ganga með. Vinur þeirra bauðst til ac gefa þeim „efnið“ og úr varð barn. Þær áttu engan ann- an kost því á íslandi geta lesbíur ekki farið 1 tæknifrjóvgun. Þær eru opinskáar um íjölskyldu sína og tilurð hennar og segja að sann- leikurinn sé alltaf bestim*. og á þeiiTc heimili séu engin ■■■■■■ 'W': •■m 'Sit .. ; :;f|||g||: Hamingjusöm fjölskylda í Hafnarfirði Þaðgeislarafþeim mæðgum Önrtu, Örnu og Hönnu. ssu var a enn . ástríku heimili í Hafnarfirði býr fjölskylda sem ekki er hægt að segja að sé mjög hefðbundin. Lesbíurnar Anna Þör Auðunsdóttir og Hanna Rún Þör eignuðust dóttur þann 30. nóvember 1997 með gjafasæði frá vini sínum. Arna Sigríður Þór kom í heiminn heilbrigð og falleg eftir erfiða fæðingu sem endaði í keisaraskurði. Líffræðileg móðir hennar, Hanna, var flutt á gjörgæslu eftir mik- inn blóðmissi og fékk ekki að sjá dóttur sína fyrr en sólarhring seinna. Hanna var keyrð á skrifstofustól á vökudeild daginn eftir og hjarta hennar rúmaði ekki allar þær tilfinningar sem hún fann þegar hún sá dóttur sína í fyrsta skipti. Lesbíur og einstæðar konur á ís- landi hafa hingað til ekki átt kost á því að fara í tæknifrjóvgun hér á landi. í lögum stendur að einungis gagnkynhneigð pör sem eru í stað- festri sambúð eða gift geti sótt um tæknifrjóvgun. Lesbíur sem vilja eignast barn hafa því þurft að fara sínar leiðir til þess að láta draum sinn rætast. Margar lesbíur hafa farið til Dan- merkur á Stork Klinik en þar er ekki spurt um hjúskaparstöðu og allar konur geta farið í tæknifrjóvgun þar. í viðtali sem DV tók við eiganda Stork Klinik, Ninu Stork, segir hún að fjöldi íslenskra kvenna hafa kom- ið til hennar í tæknifrjóvgun og 20 börn hafa fæðst á íslandi með dönsku gjafasæði frá Stork Klinik. Loksins virðast íslensk stjórn- völd vera að taka við sér varðandi rétt samkynhneigðra og liggur nú fyrir til samþykkis á Alþingi frum- varp til laga um að lesbísk pör njóti sömu réttinda og gagnkynhneigð pör á íslandi til að fara í tæknifrjóvg- un. Allt stefnir í að frumvarpið verði samþykkt fyrir þinglok og er það stórt skref í réttindabaráttu sam- kynhneigðra. Hlýtt viðmót Þegar blaðamaður gekk upp að húsinu þeirra var krítað á helluna fyrir framan dyrnar orðin „inn" og „út“. Þetta var ábending til þeirra sem heimsækja fjölskylduna að „Við vorum að tala um það i gríni og al- vöru að okkur vantaði „efni" til að búa til barn. Þá sagði bróðir vinkonu okkar sem var staddur í afmælis- veislunni að hann ætti nóg af„efni" og að hann væri alveg til í að gefa okkur smá- vegis afþví." öðrum megin á að ganga inn og hin- um megin út. Blaðamann grunaði að þetta væri verk Örnu Sigríðar, átta ára dóttur Önnu og Hönnu og skemmtileg aðferð hennar til að bjóða gesti velkomna. Og það reyndist svo sannarlega rétt að gestir væru velkomnir því hlýtt viðmót Önnu og Hönnu og fal- lega brosið hennar Örnu litlu gerðu það að verkum að blaðamanni fannst hann hafa þekkt þessa fjöl- skyldu alla ævi. Ilmandi kaffi úr ekta expressó-kaffivél gaf til kynna að konurnar sem búa í þessu húsi eru vandlátar og bjóða aðeins upp á það besta og blaðamaður hafði ekki bragðað svona gott kaffi síðan hann var á Spáni síðast. Kynntust fyrir 20 árum Þegar blaðamaður spyr önnu og Hönnu hvenær þær kynntust kem- ur sposkur svipur á þær og þær flissa báðar hálfvandræðalega en svo verður Anna fyrir svörum: „Það var á milli jóla og nýárs fyrir 20 árum en við munum ekki hvaða dag því það liðu einhverjir dagar þar sem við vorum í vímu og misstum allt tímaskyn." Hanna glottir og seg- ir að tilfinningarnar hafi verið svo sterkar að fýrstu dagana sem þær voru saman að henni hafi fundist sem hún væri í öðrum heimi. Þær horfa hvor á aðra ástföngn- um augum og ekki virðist ástin hafa dvínað eftir allan þennan tíma. „Þegar við byrjuðum saman þá viss- • um við ekki hvort sambandið myndi endast því við höfðum enga fyrirmynd, og þekktum engin les- bísk pör í löngu sambandi. Svo þegar við veltum því fyrir okkur að eignast barn þá vissum við báðar að við yrðum að treysta á sambandið og hella okkur út í skuldbindingu sem við þekktum ekki. Við vorum alltaf á flakki og ferðuðumst mikið fyrstu árin sem við vorum saman," segir Anna. Vildi gefa sæði Anna og Hanna voru staddar f af- mælisveislu hjá vinkonu sinni fýrir níu árum þegar það kom til tals í veislunni að þær vildu eignast barn. „Við vorum að tala um það í gríni og alvöru að okkur vantaði „efni" til að búa til barn. Þá sagði bróðir vin- konu okkar sem var staddur í af- mælisveislunni að hann ætti nóg af „efni" og að hann væri alveg til í að gefa okkur smávegis af því," segir Hanna. Þær ákveða að slá til og taka hann á orðinu. Anna segir að þetta hafi gerst allt svo fljótt. „Hann var að fara til útlanda og það hittist þannig á að Hanna var líklegri til að verða ólétt daginn áður enn hann átti að fara. Vinkona okkar sem er systir hans fór á netið að kynna sér hversu lengi sæði getur lifað utan

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.