Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 4
Orri Hlöðversson „Skemmtilegasti bæjar- stjórnarfundur sem ég hef setið," segir bæjar- stjórinn um heimsókn Magnúsar Þórs. 4 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 Fréttír DV Magnús Þór Sigmundsson mætti á bæjarstjórnarfund í Hveragerði með kassagítar- inn sinn og söng fyrir bæjarstjórnina lag sem hann samdi um bæinn. Orri Hlöðversson bæjarstjóri segir fundinn hafa verið þann skemmtilegasta sem hann hafi stið. Allir í stjórninni féllu kylliflatir fyrir laginu sem samþykkt var að biðja Magnús Þór að vinna frekar vegna 60 ára afmælis Hveragerðisbæjar. Lögreglan á Selfossi stöðvaði um helgina bíl með þremur ungum drengjum innanborðs. Eftir að hafa fylgst með aksturslagi bflsins ákvað lögreglan að kanna málið betur og í ljós kom að eng- inn hinna þriggja voru með bflpróf, enda höfðu þeir ekki aldur til. Að lok- inn skýrslutöku vera pilt- unum komið til síns heima, þar sem foreldrarn- ir tóku á móti þeim. Víst er að einhver töf verði á út- gáfu ökuskírteinis til öku- mannsins unga. Bíll skemmd' uráSelfossi Um klukkan ellefu á laugardagsmorgun var lög- reglan kvödd að húsi á Sel- fossi vegna skemmdarverka á bifreið sem stóð við hús- ið. Stungið hafði verið á öll dekk bifreiðarinnar. Þeir sem þarna voru að verki höfðu einnig útbúið mólotov-kokkteil, kveikt í honum og hent undir bif- reiðina með þeim afleið- ingum að önnur hlið bif- reiðinnar er stórskemmd. Síðar um daginn voru tveir handteknir grunaðir um aðild að verknaðinum og telst málið upplýst. Nauðguná Selfossi Ungur maður var hand- tekinn í kjölfar meintrar nauðgunar á dansleik á Hótel Selfossi aðfaranótt laugardags. Samkvæmt upplýsingum lögreglu gerðist þetta á dansleik sem haldinn var í kjölfar keppninnar Ungfrú Suður- land sem haldin var fyrr um kvöldið. Vitni að at- burðinum aðstoðuðu lög- reglu við að hafa hendur í hári mannsins. Hann var yfirheyrður og sleppt að því loknu, en á yfir höfði sér nauðgunarákæru. Próflaus ökumaður Eljusamastir ailra íslendinga við Taívanferðir eru alþingismenn. Það er ekkert skrítið því fáir eru í leiðinlegra starfi en einmitt vesl- ings þingmennirnir okkar. Það er því ekki undarlegt að einn af hverj- um þremur þingmönnum hafi þeg- ar farið í létta vikuferð til Taívan að ná úr sér mesta kulda- og ónota- hrollinum. Og það frábæra er að þeir hafa allir lært fullt af nytsam- legum hlutum um Taívan og íbúa þess. Það getur nú aldeilis komið sér vel. Fordæmi þingmanna er til eftir- breytni. Ekki getum við óbreyttir íbúar landsins verið eftirbátar. Við skulum ekki linna látum þar til að minnsta kosti sama hlutfall af al- múganum hefur sótt Tavían heim þannig að menn séu þá nokkurn veginn samræðuhæfir um þetta geysimikilvæga land. Myndum loftbrú til Taívan. Það þarf að koma hundrað þúsund manns þangað sem fyrst. Taívan - Sækjum það heim! Svarthöföi Fátt jafnast á við að bregða sér af bæ þegar amstur og leiðindi hvers- dagsins eru orðin yfirþyrmandi. Til dæmis er voða fínt að skreppa til Hveragerðis og kaupa ís og gulrætur eða jafnvel banana fyrir alla fjölskyld- una ef drungi er farinn að sækja að liðinu. Stundum er þó ekki nóg að fara austur fýrir fjall tií að ná úr sér doðan- um. Stundum dugar ekkert minna en París eða Róm. Og fýrir þá sem alverst em haldnir af óyndi er eina lausnin fimmtán tfma flug til Suðaustur-Asíu. Þar er nú gaman að vera. Besti staðurinn af öllum í heimi er faUeg eyja sem heitir Taívan. Þar er frábært veður og þar ráða ríkjum vin- ir okkar íslendinga. SkemmtÚegir fýr- ar sem aUtaf em í góðum partígír með nóg af blandi og búsi. Eini gallinn við Tavían gæti ver- ið sá að þangað er skrambi dýrt að ferðast. En sem betur fer hafa heimamenn áttað sig á þessu vandamáli. Þeir bjóða okkur ís- lendingum bara frítt í heimsókn. Ókeypis flug og gisting. Fullt fæði og léttur heilaþvottur fylgir. Þann 20. apríl sem er sumardagurinn fyrsti verða hátíðarhöld í Hveragerði í tilefni 60 ára afmælis bæjarins. Á bæjarstjómarfundi um daginn var samþykkt einróma að leggja drög að því að lagið sem Magnús Þór Sigmundsson samdi og flutti á fundinum verði keypt af honum fyrir Hveragerðisbæ og frumflutt þann 20. apríl. „Þetta er skemmtilegasti bæjar- stjórnarfundur sem ég hef setið," segir Orri Hlöðversson bæjarstjóri Hveragerð- ., isbæjar. „Magnús Þór kom með kassagít- j arinn og spilaði fyr- ir okkur demóút- gáfuaflagi sem hann samdi í til- efni 60 ára afmælis ffi Magnús Þór Sig- mundsson Tónlistar- maðurinn segir lagið um Hveragerði á þjóð- legum nótum. Hveragerðis. Lagið sló mann feiki- lega vel og bæjarstjórnin féll gjör- samlega fyrir laginu," segir Orri. Margir flytjendur Magnús Þór Sigmundsson tónlistarmaður hefur samið lag um Hveragerði í tilefni 60 ára afmælis bæj- arins sem haldið verður upp á sumar- daginn fyrsta, eða 20. aprfl í vor. „Þetta er stemningslag sem byrjar út ; frá kirkjuorgeli J og síðan kem- ur barnakór inn og lagið magnast síðan upp með trommuslætti," segir Magnús Þór. „Lagið byrjar á gömlum tíma og færist síðan inn í nútímann og ég er að vonast til að fá Voces Thule til að syngja með okkur líka,“ segir Magnús Þór. hundleiðinleg Hann segir að það sé hálf- gerð tilviljun að þetta hafi þróast svona og hann hafi byrjað á að skrifa Hvera- „Þetta er skemmtileg- asti bæjarstjórnar- fundur sem ég hef setið gerði hljóðrænt og úr hafi orðið þetta lag. „Ég hef búið í Hveragerði í þrjú ár og þetta er yndislegur bær. Mig langaði að koma mér burtu úr Reykjavík því hún er orðin hund- leiðinleg. Hér er hreint loft en í Reykjavík er mengun sem ég tók ekki eftir því ég varð samdauna henni þegar ég bjó þar,“ segir Magnús Þór. Mystískt lag Orri Hlöðversson bæjarstjóri Hveragerðis segir að texti lagsins sé lýsandi fyrir náttúru Hveragerðis, land ið, jörðina og jarðhitann. „Þetta er ekta magnús- ískt lag með mystískum stíganda og ég vona að lagið eigi eftir að gleðja bæjarbúa því til þess er leikurinn gerð- ur,“ segir Orri Hlöðvers- son bæjarstjóri Hvera- gerðis. Orri segir að á und- anförnum fjórum árum hafi íbúafjöldi Hveragerðis aukist úr 1.800 manns í 2.200 manns og flestir séu að flýja „fráhrindikraft höfuðborgarinnar" eins og Orri kallar það. Hveragerði (Textinn er eftir Magnús Þór Sigmundsson) Handan hellisheiðar... falin Veruleikinn á sérstað Eitt er ból, (að vera hvergi) i Hveragerði hér á þessum stað Reykur einn og vart með talinn Afturgengin hver einn kvað Crýla heillin gaus úr bergi, hér á þessum stað Eidar leika undir dalinn Römm er taug hvertstrá og blaö Kveðast á í fönn og fergi, hér á þessum staö Inn ég geng i fjallasalinn. Hér eiga heima... hér eiga ból I hamrinum vættir Álfaríhól. fskálduðum steinum stuðium og bergi Borin er rfsandi sól. Hér á ég heima... hér á ég að Hveri og gerði sumarogsól. Hérerég tilí... aðfarahvergi Hér á ég heima Héráégskjól. Hvernig hefur þú það? „Ég er i toppmálum," segir Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga I körfuknattleik en þeir eru nýbakaöir deildarmeistarar„Ég er nýbúinn aö hlaupa léttan hring og er bara góöur. Ég er mjög ánægöur meö sigurinn [gegn Njarðvíkj og þaö er ánægjulegt aðhafa endaö þetta svona. “ ,

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.