Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 13

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 13
DV Fréttir Tilkynnt er um slagsmál og læti í Vesturbænum. Við förum á staðinn en máisaðilar hafa hlaupið á brott. Skömmu síðar kemur kall í talstöð- ina. Tilkynnt er um mann sem er að misþyrma konu í íbúð í Vesturbæn- um. Forgangsljósin eru sett á og við brunum á staðinn. „Þetta er lögreglan! Opnaðu hurð- ina!“ heyrist kallað. Árásarmaðurinn er horfinn á braut en grátandi stúika á tvítugsaldri er á staðnum ásamt móð- ur sinni. Ofbeldismaðurinn reynist vera íjölskylduvinur. Megn fýla af hundaskít mætir okk- ur í stigaganginum. Þegar litið er inn í íbúðina má sjá að mikið hefúr gengið á. Sígarettur, drasl á gólfum og allt út í hundaskít, ælu og pissi á gólfinu. Við drífum okkur út og lyktin úr íbúðinni fylgir okkur inn í bfl. Einn lögreglu- mannanna segir að fleiri íbúðir séu eins og þessi. Fleiri en nokkur getur ímyndað sér. Við tökum miðbæjarrúnt eft- ur ferðina í Skipholtið. Það er nokkuð af fólki í bænum og það snjóar á það. Við keyrum niður á Lækjargötu þar sem maður er stopp á miðjum gatnamótum Lækjargötu og Austurstrætis. Blikkljósin eru sett á og lög- reglumennirnir hoppa út og ræða við hann. „Komdu með SD,“ segir einn þeirra við bfl- stjóra lögreglubflsins. SD er áfengismælir sem mælir áfengismagn í út önduðu lofti. ökumaðurinn var látinn blása en ekkert fannst. Hann sagð ist bara hafa drukkið kókakóla. Bara kók Og ekkert mældist Misþyrmt Kona varisjokki eftir likamsárás. Draugfullur Ogvissiekki livað hann hét. Við leggjum af stað upp á Hverfisgötu og fá- um okkur meira kaffi. Nóttin er ung. Um þrjú- leytið förum við aftur út. Við hliðina á stöðinni keyrum við fram á skuggalegan mann á þrftugsaldri með tölvu og haglabyssu í hendinni. Við stoppum og hann er tekinn tali. Hann er með hálfsjálfvirka rússneska haglabyssu en hefur leyfi fyrir henni. Segist hafa verið að þrífa hana. „Þetta er ekkert smá vopn,“ segir einn lögreglumaðurinn. Hinir taka undir og við tölum um byssur í bflnum. Þegar byssumaðurinn fer kemur tflkynning um draugfullan mann sem hafði reynt að komast inn í íbúð á miðbænum þar sem hann átti ekki heima. Iiann veit ekki hvað hann heitir eða hvar hann á heima og það eina sem hann umlar er: „Já, nei, skflurðu, ok.“ Honum er komið í klefa uppi á stöð. Lögreglumennimir segja að þetta sé þjónusta við borgarana og að þeir þurfi oft að fást við að koma ölvuðum einstaklingum til hjálpar og í skjól. Við keyrum „Einn Laugaveg" og stöðvum I ölvaðan emstakling í bifreið á Ingólfstorgi. I „Einn Sigurð Davíð,”segir lögreglumaður við I bflstjóra lögreglubflsins og á við SD-mæli. fö / * ökumaðurinn er með 0,2 prómill í blóðinu ; og er bannað að keyra. Stuttu síðar kemur tilkynning um mann sem hefur meitt sig á fæti nálægt Bæjarins bestu. Það er Borgþór ______________ Gústafsson, einn af síðustu rónum bæjarins, rsem bfður eftir okkur þar. Hann vill komast á Slysó og á ekki pening. „Löppin er í % tvennt," segir hann. Lögreglumaður segir að allar lappir skiptist í tvennt og reynir að gera . * ' honum tilboð um að fara á gistiskýlið í mið- ‘ ‘-------- - ---- bænum fremur en á Slysó. „Ég misnota ekki Borgþor Sagðist vera ___] lögregluna sem leigubfl," segir Borgþór og æstarettariögmaður en vfll skyndflega komast upp í Breiðholt. Innöi/Z'Z sko./n °9 Borgþór er fyndimt og skemmtilegur og reynir að --------gsmd ° nmc L"■ |telja blaðamanni trú um að hann sé hæstaréttarlög- maður en endar svo á þvf að segja að hann sé góður slagsmálahundur sem hafi barið marga í gcimla daga. Við finnum enga lausn og ákveðum að keyra Borgþóri í Breiðholúð. Bflstjóri lögreglubflsins segir að einhver annar þurfi bara að keyra honum ef við sleppum honum. Keyrði fullur Og vai stoppadur. /Kirkjusandur," segir lögreglu- kona í talstöðina um hálffimm- leyúð. Forgangsljósin eru sett á og við brunum á Sæbrautma. Þar hefur ungur maður stokkið úr lög- reglubfl á ferð - eftir að hafa verið tekinn á gatnamótum nokkru fyrr, víndauður í bflstjórasæúnu og með kveikt á bflnum. Ásamt okkur eru sex lögreglu- bflar á staðnum og tugir lögreglu- manna. Ungi maðurinn er yfir- bugaður og við höldum aftur af stað upp í Breiðholt með Borg- þór. Bflstjóri lögreglubflsins segir okkur að tilkynning um að lög- reglumaður sé í vanda sé útkall þar sem allir nálægir bflar fari á staðinn og allt sé lagt í sölurnar. För okkar heldur áfram með Borgþór upp í Breiðholt. Þegar þangað er komið þakkar hann fyrir farið og við höldum áfram upp í Árbæ. Húsleit Fíkni efni fundust og hurð brotnaði. Handtekinn Þessi stökk út á ferð. Beiðni um aðstoð kemur úrÁrbænum. í súgagangi í hverfinu bfða okk- ar tveir lögreglumenn og megn hasslykt. Fimm lögreglumenn banka á dyrnar hjá ungum fíkniefhaneytanda. Enginn kemur tfl dyra og eftir að einn lögreglumannanna hefur kannað íbúðina utan frá heyrist: „Inn, inn, inn!" Hurðin er brotin upp og við það magnast hasslykún á ganginum. Eftir orðaskak við unga manninn er sagt: „Klæddu þig í föt. Þú ert handtekinn, grunaður um neyslu fíknieftia. Þú ert að fara niður á aðalstöð." Ungi mað- urinn er undir áhrifum ffkniefna, á nærbuxunum, uppi í rúmi. Það finnast nokkrir tugir gramma af kannabisefiium í íbúðinni. Efúr að hann er færð- ur niður á stöð á öðrum bfl bíðum við eftir trésmiði vegna brotnu hurðar- innar. Lögreglumennimir segja okkur að hasslykún hafi nægt til rétúæta að ryðjast tfl inngöngu. Klukkan er að ganga sex og við erum komnir í miðbæinn. Tilkynnt er um slagsmál fyrir utan Kaffibarinn. Tveir menn um þntugt slást og eru handteknir berir að ofan. Annar þeirra fer í okkar bfl. Það þarf að halda honum niðri vegna annarlegs ástands. „Ég veit hvar j þú fokking býrð helvít- ið þitt. Myndirðu þora í mig ef ég væri með hníf? Eigum við að mætast á morgun, fokking auminginn þinn? Berðu mig! Gerðu það núna fokk- ing auminginn þinn,“ öskrar slagsmála- hundurinn í bflnum okkar. Bflstjóri lögreglubflsins segir að þeir lendi oft í að fólk hóú þeim og jafnvel fjölskyldum þeirra. Við förum upp á stöð, setjum mennina í klefa og fáum okkur kaffibolla á með- an við bíðum efúr næsta útkalli. íKRsglan Vaktin er aö klárast og lögregluntenn- | % ______________ irnir segja að nú höfum við lent í næstum [|| ‘ ’ I . ( f ^, ~2 öllu. Það eina sem er eftir sé tilkynning um I %%%--1 Aóur en stúlkan mannslát. Eftir þau orð kemur tilkynning i I ndð( að ikaðcl sig um að ung kona sé að reyna að svipta sig lífi inni á klósetúl_____ í miðbænum. „Ég var með rispu á hendinni og var að reyna að gera hana aðeins merkilegri en hún er," segir unga stúlkan þegar lögreglumenn spyrja hana hvers vegna. „Mér finnst þetta svo kjánalegt og bjóst aldrei við að enda í lögregiubfl," segir hún skömmustuleg. Lögreglumennimir segja henni að þetta sé ekkert gamanmál og nú muni þeir sleppa henni í hendur varðstjóra. Hann þurfi hún að sannfæra tfl að verða ekki send á stað þar sem hún geti ekki gert sjálfri sér mein. Klukkan er orðin sjö og strætó byrjaður að ganga. Eftir nóttina sjáum við að Reykjavík er ekki eins saklaus og menn vflja meina. Við endum vaktina á handabandi við lögreglumennina og höldum heim á leið efúr viðburðaríka nótt. Ber Þessi hót aði lögreglu- mönnum liflati. gudmundur@dv.is Stólatilboð næstu 10 daga eða meðan birgðir endast. Roma Kr. 8.800,- Wien Kr. 8.800,- Myra Kr. 6.600,- t, Franz Kr. 7.500,- Iber Kr. 12.450,- Madrid Bordeaux Kr. 4.950,- Gullrún ehf. www.eikin.is Bfldshöfða 16 • Sími 577*2577

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.