Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 30
* 30 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 Menning DV Umsjón: Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir hrefna@dv.is Mér féll Erlendur einstaklega vel í geð og sóttist eftir kunnings- skap hans. Ekki varð samt við- kynning okkar mjög náin þennan vetur. Olli því mest óregla mín. Ég var öðru hverju fullur og hafði í mörg horn að líta, því að ég var í meira lagi hneigður til kvenna og lét ekkert tækifæri ónotað, þegar gæsin gafst. (Stefán frá Hvítadal, Þórbergur .. .... . Þórðarson skráði, í Unuhúsi.) ***•*:'? I ’ Kvennafrídagurinn fyrra Imannhafinu er ekki gott aö vera. Furðulegt háttalag Um helgina var haldin árshátið á vinnustað mínum. Minnug þess að maður ér manns gaman, þá brá ég undir mig betri fætin- um. Engu að síður flaug í gegn- um hausinn á mér, eins og alltaf gerist við aðstæður sem þessar: „Æ, það verður svo mikið af fólki þarna." Þvl þó að maður eigi að vera manns gaman, þá fer ekki hjá því að stundum er of mikið af mönnum á sama stað og það getur valdið óhugn- anlegumtilfinningum. Mannbætandi saga Þegar mér Kður eins og ég sé að drukkna í mannhafi (þetta gerist til- dæmis á Menningarnótt, (Kringlunni rétt fyrir jól, á kvennafrldögum) þá segi ég stundum að ég sé sennilega ein- Eftir helgina hverf. Bróðir minn er einhverfur og ég veit vel að ég er ekki einhverf þó ég hafi þetta stundum fflimtingum. Eftirminnilegasta lýsing á einhverfu og þeim tilfinningum sem heltaka fólk sem er mikið einhverft, er að finna I bókinni Furðulegt háttalag hunds um nótt, eftir Mark Haddon. Þeir sem ekki hafa iesið þessa bók ættu að ná sér I hana hið fyrsta, vegna þess að sagan er hreinlega mannbætandi og á svo sannarlega skilið öll þau verðlaun sem hún hefur hlotið. Furðulegt háttalag hunds um nótt fjall- ar um Kristófer Boone,fimmtán ára einhverfan dreng. Hann er góður I stærðfræði og aðdáandi Sherlocks Holmes en á erfitt með að skilja annað fólk og ýmislegt sem það gerir. Þegar hann rekst á hund nágranna síns rek- inn í gegn með garðkvísl ákveður hann að finna morðingja hans og skrifa leynilögreglusögu um leitina. En verkefnið vindur upp á sig og á endan- um afhjúpar Kristófer allt aðra og miklu stærri gátu en hann ætlaði sér. Ringl og æðisköst Bókin um Kristófer er bæði fýndin og sorgleg og lýsir á óborganlegan hátt hvernig einhverfir hugsa og hegða sér, enda mun Haddon hafa unnið með einhverfum börnum á yngri árum. Þegar Kristófer kemur á stað þar sem mikið er af fólki, þá verður hann ringlaður og getur ekki hugsað rökrétt. Stundum dettur hann„út úr heimin- um" og stundum tekur hann æðisköst og lemur einhvern. Hann hegðar sér kannski ekki ósvipað fólki sem hefur fengið sérfullmikið að drekka á árshá- tíðum. (JRÐUtXGT WÁTTALA6 Nemendur Myndlistardeildar Listaháskólans héldu gjörningahátíð í Nýlistasafn- inu á föstudagskvöldið. Hátíðin var nokkurs konar uppskeruhátíð eftir gjörninga- kúrs sem Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistarkona hefur haft umsjón með. Hún skemmti sér vel við að horfa á gjörninga nemenda sinna. Margir hafa fordðma fyrir njörningum Furöulegt háttalag hunds um nótt Bók Haddons lýsir hugarheimi einhverfra. Gjömingaveðrið hófst raunar út í Gróttu, þar sem Atli Már Oddsson, nemandi á fyrsta ári, hjó niður staur sem hann gekk síðan með alia leið að Nýlistasafninu. Á leiðinni var hann vafinn sárabindum frá hvirfli til ilja, en bindin rjátluðust af hon- um þegar leið á gönguna, enda var hann hátt í tvo tíma á leiðinni. Þeg- ar Atli Már kom í safnið setti hann á sig grímu og tók til óspilltra mál- anna við að skapa skúlptúr úr staumum. Gjömingur þessi bar heitið Píslarganga nútímans. Svamiað í kokkteilsósu Viðburðarík dagskrá, þar sem gestir fengu að njóta ýmissa karakt- era úr hugarfylgsnum myndlistar- nemanna, hófst síðan klukkan átta um kvöldið. Hekla Dögg, sem var leiðbeinandi nemendanna í verk- efninu, var auðvitað á staðnum og hún féllst á að segja lítillega frá dag- skránni. „Monika Frycova frá Tékklandi spilaði á fiskih'nu tengda við magn- ara. Hún spilaði í raun með öllum líkamanum. Þegar hún snerti þráð- inn, þá heyrðist hljóð. Þetta var mjög flott hjá henni. Rakel McMa- hon hafði fyllt fiskiker af kokk- teilsósu, en í því svamlaði hún í kokkteilsósulitum sundbol með sundhettu í stíl. Á meðan borðaði hún franskar sem áhorfendur færðu henni. Hulda Rós Guðnadóttir setti upp diskótek í einu rýminu. Þar dansaði hún í kjól með stórt lunda- höfuð. Hulda var líka með þrjá aðra gjörninga. Helga Björg Gylfadóttir lá ailan tímann við gyllta súlu. Helga var í útigalla með kramið jarðarber í lófanum. Anne Verner Theisen frá Danmörku hafði komið fyrir klippi- verki (collage) á einum veggnum og fór með eintal. Una Björk Sigurðar- dóttir hafði á sér svuntu með gervi- ( bijóstum, en sat síðan og mjólkaði sig rauðum vökva. Eva ísleifsdóttir hafði púpu á bakinu, en innan í púpunni voru setningar sem áhorf- endur gátu nælt sér í." Hekla bætír við að dagskráin hafi runnið vel, og stundum hafi jafnvel verið fleiri en einn gjömingur í gangi samtímis. „Þetta tókst sérlega vel og nemend- ur gengu alla leið með verkum sín- um," segir Hekla og er bersýnilega stolt af krökkunum. Snýst um tímasetningu Hvað þarf maður að vita til þess að geta frarnið góðan gjöming? „Gjömingur er bara einn af þeim miðlum sem myndlistarmenn geta notað til þess að tjá hugmyndir sín- ar. Gjörningur snýst hinsvegar mik- ið um tímasetningu, eða það hvem- ig listamaðurinn kemur hugmynd sinni á framfæri í því tímaelementi sem gjömingurinn er. Sá sem frem- ur gjöming þarf að vera viðbúinn því að eitthvað gangi ekki upp og hann þarf að vera fljótur að hugsa hvemig hann ætlar að klára dæmið ef eitthvað fer úrskeiðis. Því þarf hann að gera sér skýrt grein fýrir hver er kjaminn í því sem hann er að koma á framfæri. í öðrum grein- um myndlistarinnar, til dæmis þeg- ar listamaðurinn býr til eitthvað á vinnustofu sinni, málverk eða skúlptúr, þá hefur hann eins mikinn tíma og hann tekur sér til þess að fullgera verkið." Hekla segir að sumir gjömingar geti tekið heilan dag, en engu að síð- ur þurfi áhorfendur bara að staldra Hekla Dögg Jónsdóttir myndlistar- kona Hefur leitt nemendur i allan sann- leik um gjörninginn sem listform. við litla stund til þess að ná þeim skilaboðum sem listamaðurinn viil koma til skila. Aðra gjöminga þurfi hins vegar að horfa á til enda, til þess að meðtaka boðskapinn, en það skipti auðvitað meginmáli. Allsbert fólk að kveikja eld Hekla Dögg hefur áður kennt þennan kúrs í Listaháskólanum. En af þessum er aðeins einn tími eftir, þar sem fara fram umræður, m.a. um það hvemig gekk á uppskeruhá- tíðinni á föstudagskvöldið. Þar var allt fullt af góðum gjörningum, eins og Hekla segir frá hér að ofan, en hvað þarf tii að gjömingur teljist slæmur? „Það er auðvelt að fremja slæm- an gjöming og auðvitað er mikið til af þeim, eins og mikið er til af vondri list yfir höfuð," segir Hekla. „En það em miklir fordómar fyrir gjöming- um, sem snúast um að fólk sé bara allsbert að hlaupa um og kveikja í eða eitthvað og þeir hafi ekkert inni- hald." Hekla bætir síðan við hlæjandi að raunar hafi verið framinn mjög flottur slíkur gjömingur af hópi finnskra listamanna sem stóðu naktir á umferðareyju og kveiktu varðeld þar til sírenuhljóðið nálgað- ist, þá stukku þeir í burtu. Hekla segir að það sýni að það er jafnvel hægt að nota það sem er fordæmt sem mgl og leiðindi til frjórrar list- sköptmar. „En markmið gjöminga þarf vitaskuld að vera að miðla ein- hverju, líkt og markmið annarrar myndlistarvinnu," segir Hekla. ,Að nota alla tiltæka miðla í kringum sig til þess að koma einhverjum skila- boðum á framfæri. Það er hægt að gera það með líkamanum eða mús- ík eða einhveiju allt öðm. Gjöming- ar hafa upp á svo margt að bjóða." ■- |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.