Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Side 22

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Side 22
22 MÁNUDAGUR 13.MARS 2006 Sport DV • • NBA KORFUBOLTINN McGrady meiðist enn Vonir Houston Rockets um að komast í úrslita- keppnina hafa nú dvínað verulega eftir að í ljós kom að aðalskorari liðsins Tracy McGrady verður frá í meira en mánuð vegna meiðsla. McGrady datt illa í leik gegn Portland undir helginá og er meiddur í baki. Hann hefur reyndar átt við bak- meiðsli að stríða í allan vetur, en ekki bætti nýjasta bylta hans úr skák. Houston hefur verið á ágætis róli undanfarið og stefndi á að ná inn í úrslitakeppnina, en nú verður það að teljast afar ólíklegt því liðið hefur að- eins unni tvo af þeim fimmtán leikjum sem McGrady hefur misst úr í vetur. D'Antoni alráð- ur í Phoenix Mike D’Antoni, þjálfara Phoenix Suns, hefur nú verið fengið að gegna starfi fram- kvæmda- stjóra fé- lagsins ofan á þjálfarastöðuna í kjölfar þess að framkvæmdastjóri félagisins Bryan Colangelo ákvað að ganga til liðs við Toronto Raptors. „Mike er öllum hnútum kunnugur hjá félaginu og hefur mikla reynslu af öllu sem við kemur leikmannamálum, svo við teljum að hann muni valda verkefninu vel," sagði eigandi Phoenix-liðs- ins, en með þessum breyt- ingum er D’Antoni kominn í ekki ósvipaða stöðu og Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs. Stutt í Stoudemire Nú stytt- ist óðum í endurkomu hins magn- aða Amare Stoudemire hjá Phoenix Suns, en hann hefur enn ekki spilað á leik- tíðinni vegna uppskurðar á hné. Talið er víst að for- ráðamenn Phoenix muni fara mjög varlega í að láta Stoudemire spila þegar hann snýr aftur, því meiðsli hans voru mjög alvarleg og leikmenn sem lent hafa í svipuðum meiðslum hafa margir hverjir aldrei náð fyrri styrk. Stoudemire er þó ekki nema rétt rúmlega tví- tugur og það ætti að vera honum í hag í endurhæf- ingunni. „Hann er farinn að æfa á fullu en er nokkuð stífúr í hinu hnénu ennþá. Það er ekki útilokað að hann snúi aftur." Dwayne Wade, leikmaöur Miami Heat, er þegar orðinn einn allra besti leikmaður NBA-deildarinnar og hann fékk ekki dónaleg meðmæli frá einum sigursælasta þjálfara sögunnar í síðustu viku. Pat Riley: Dwayne Watíe er MHeitía- ríkasti ieikmear sem ég kel þjálfaú Dwayne Wade skaust fram á sjónarsviðið í NBA fyrir alvöru í úr- slitakeppninni árið 2004 þegar hann bar lið Miami á herðum sér þá um vorið, en þá var hann aðeins nýliði og hafði fallið í skugg- ann af frægari leikmönnum úr nýliðaárganginum 2003 - þeim LeBron James og Carmelo Anthony. Nú hefur komið á daginn að 2003-árgangur nýliða í deildinni er einn sá sterkasti í mörg ár, en þó leikmenn eins og James og Anth- ony hafi verið mjög áberandi allar götur síðan, er það Dwayne Wade sem hefur náð mestum árangri með liði sínu Miami. Goðsagnir Hinn reyndi þjálfari Pat Riley sem nú þjálfar Miami og þjálfaði áður New York Knicks og Los Ang- eles Lakers, hefur á ferli sínum stýrt liðum með ekki ómerkari menn innanborðs en Magic John- son, Kareem-Abdul Jabbar, James Worthy, Patrick Ewing, Alonzo Mouming, Tim Hardaway og Shaquille O’Neal. Það eru því ekki dónaleg meðmæli sem hinn 24 ára gamli Wade fær hjá Pat Riley þegar blaðamaður Miami Herald spurði hann út í hæfileika drengsins. „Þegar allt er talið er Dwayne Wade líklega hæfileikaríkasti leik- maður sem ég hef þjálfað á ferlin- um,“ sagði Riley, en Wade skorar að meðaltali 27,5 stig í leik, hirðir um 6 fráköst, gefur 7 stoðsending- ar og stelur hátt í 2 boltum í leik. Ekki nóg með það heldur er skotnýtingin hjá honum sú besta á ferlinum um 50% og þá hefur hann bætt sig gríðarlega í töpuðum boltum frá í fyrra. Þar fyrir utan eru svo fáir leikmenn í deildinni sem standast honum snúning þeg- ar kemur að glæsitilþrifum í sókn- arleiknum. Ótrúlegur leikmaður „Hann er svo ótrúlegur íþrótta- maður og hefur hæfileika sem fáir búa yfir. Bættu svo öllum öðrum þáttum í leik hans ofan á það og þá ertu kominn með nokkuð sérstak- an pakka. James Worthy komst ef til vill næst því að hafa sömu lík- amlegu hæfileika og Wade." En hvað með mann eins og Magic Johnson, sem yfirleitt er talinn einn allra besti leikmaður í sögu NBA? „Magic kemst ekki nálægt því að vera sami íþróttamaður og Wade," sagði Riley. í síðustu viku missti Wade tvo leiki úr vegna meiðsla á hendi, en sneri aftur f leik gegn Washington og stimplaði sig rækilega inn með því að skora 40 sig úr öllum regn- bogans litum. Sá sem fékk hvað mest að kenna á skotsýningu Wade var Gilbert Arenas, sem eftir ólympíuleikana 2004 sagði að Wade hefði sannað það á leiknum Á b&tew (h^wiutlnnlt enver Nuggets. George Karl er sannarlega að ná öllu sem lægt er aðnáút úr liði sinu um þessar mundir, þvl þó Denver hafl orðlð illa fyrir barðinu á meiðsla- draugnum Iallan vetur virðist liðiö vera að > stinga aflslökum riöli slnum Inorðvestr- ^inu. Carmelo Anthony skorar að vild og Ruben Patterson hefur smollið vel inn Iliðið siðan hann kom frá Portland. Phoenix Suns. Liðiö tapaði siðasta lelksinum mjög illa fyrirSan Antonio, en fiest lið mundu llklega hiksta efþau væru án SJÖ lykil- manna eins og Phoenlx þann daginn. Steve Nash misstiþá úr fyrsta leik sinn i vetur meö snúinn ökkla og varamaður hans Leandro fiarbosa fór á sjúkrahús meiddur á nára. Það styttist þó íend■ i urkomu Amare Stoudemire. Sacramento Kings. Ron Artest hefur blásið nýju lifi íslakt varnarlið Sacramento, en þar að auki hefur hinn ungi Kevin Martin verið að spila eins og engill. Mike Bibby hefur llka verið heitur upp á slökastiö og á meðan Tracy McGrady er alltaf meiddur og lið Utah Jazz veit ekki hvort það er að koma eða fara - virðist Sacramento vera líklegasta liðið til að eiga góöan endasprett I Vesturdeildinni. að hann gæti ekki skotið. „Það er ótrúlegt að sjá hvað hann hefur bætt sig," sagði Arenas gáttaður eftir leikinn. „Hann er svo fljótur að hann þarf ekki að vera með gott stökkskot. Ef hann ætlar að körfunni er ekk- ert sem nokkur maður getur gert til að stöðva hann og svo er líka svo góð- ur í að klára færi sfn í teign- um." Ógnvekjandi aldur Caron Butler, leikmaður Wash- ington og fyrrver- andi félagi Wade hjá Miami er á sama máli. „Það er ótrúlegt að sjá hvað Wade er orð inn góður og til marks um það hefur Pat breytt leikstíl sínum og gefið honum meira frelsi sókninni. Það held ég að segi meira um hve góður hann er en nokkuð annað og að hann sé aðeins 24 ára er auðvit- að bara ógnvekj- andi," sagði Butler. J J%j3jJJ3Jr'JUUJJjj Golden State Warriors: Óvæntursigur Golden State á Miami á útivelli dj föstudagskvöldið breytirþvi ekki að hið skemmtilega lið Golden State hefur valdið grlðarlegum vonbrigðum siðari part vetrar. Uðið byrjaði mjög vel undir dyggri stjórn bakvarðarins Baron Davis, en eins og margir spáðu hrundi leikur liðsins þegar heilsu Davis ' tók að hraka sem virðist vera árlegur viðburöur. Cleveland Cavaliers: Stuðningsmenn Cleveland liggja eflaust á bæn um þessar mundir, því efsvo fer sem horfir mun liðið missa niður um sig brækurnar eftirstjörnuhelgina eins og undanfarin tvö ár. Ljóst er að mikið þarfað gerastsvo liðið komist ekki I úrslitakeppn- ina, en slakur árangur undanfarið minnir óneitanlega á árið I fyrra. Ekki er þó að sjá á tölfræði LeBron James aö sjá að liðið sé i vandræðum, heldur eru það félagar hans sem eru I vandræðum. Milwaukee Bucks. Spútnikliö Milwaukee heh_ ur heldur verið að slaka á undanfarið og eins og viöa annars staðar eru það meiðsli lykilmanna sem eru helsta ástæðan fyrirskriði liðsins niður á við. Það verður þó mjög forvitnilegt að fylgjast með jj'. þessu skemmtilega liöi þegar nær dregur úrslitakeppninni. I v-v., Paul Pierce hefur verið að spila sinn besta bolta á ferlinum í vetur „Sannleikurinn" ber Boston á herðum sér Lið Boston Celtics hefur ekki riðið feitum hesti ff á NBA-deildinni í vetur, en liðið samanstendur að mestu af komungum leikmönnum og svo Paul Pierce, fimmföldum stjömuleik- manni. Pierce hefur leikið eins og engill að undanfömu er eini leikmað- urinn í deildinni sem er efstur í sínu liði í fjómm helstu tölfræðiþáttum leiksins. Pierce er efstur í sínu liði í stigum (27,2), fráköstum (6,9), stoðsending- um (4,6) og stolnum boltum (1,4). Auk þess hefur Pierce nú slegið fé- lagsmet Boston í stigaskomn með því að skora yfir 30 stig í 13 af síðustu 14 leikjum liðsins og hefur skorað 15 stig eða meira í öllum leikjum vetrarins. í síðustu viku skoraði hann 8 stig á síðustu 90 sekúndunum og í leik gegn Washington - þar á meðal sig- urkörfúna þegar lokaflautið gall. Strax kvöldið eftir náði hann þrennu með 31 stigi, 12 ffáköstum og 10 stoðsendingum í sigri á Philadelphia. Líklega hefur ekki verið slúðrar meira um framtíð nokkurs leikmanns í deildinni en Pauls Pierce, sem í hverri viku er nefndur til sögunnar þegar nýr orðrómur um að hann sé að fara frá Boston kemur upp á yfir- borðið. En hvar væri Boston-liðið án „Sannleikans" eins og hann er kallað- Paul Pierce Hefurstaðið sig afar vel ivetur. Nordic Photos/Getty ur? „Við væmm að velta því fyrir okk- ur hvem við ættum að taka fyrstan í nýliðavalinu í sumar," sagði Doc Rivers, þjálfari Boston, glottandi - og átti við að þá væri lið sitt klárlega í neðsta sæti deildarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.