Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 Fréttir DV --- ,■11 JHf « NÓTTIN VARSAMT RÓLEG Þegar vaktin var að klár- ast sagði Arnar Rúnar Marteinsson aðalvarð- stjóri að nóttin hefði ver- ið með betra móti, þrátt fyrir fjölbreytt verkefni i bíl 103, sem blaðamaður og Ijósmyndari DV fengu að sitja í.„Þetta er búið að vera rólegt og gengið stórslysalaust." Föstudagar eru yfirleitt rólegri en laugardagar og minna um ölvun í Reykjavík. Þrír voru tekn- ir fyrir ölvun við akstur þessa nótt sem er heldur lítið miðað við venjulega. Lögreglumenn reyna þó alltafað gera hvað þeir geta til að sporna við ölv- unarakstri en veiðin get- urstundum verið dræm. Það sem stóð upp úr eftir vaktina hjá lögreglu- mönnum var ungi maður- inn á Sæbrautinni sem reyndi að flýja:„Það var kallað á aðstoð iþvi máli og við vissum ekki hvað þetta var. f þeim málum er brugðist fljótt við," sagði Arnar. Þegar góðkunningi lög- reglunnar kom til tals eft- ir að hafa leitað til lög- reglunnar eftir meint fót- brot sagði Arnar:„Það er þannig að menn sem við erum vanalega að hafa afskipti afleita oft til okkar efeitthvað bjátar á hjá þeim." f bíl 103 urðum við varir við margt sem varðar samskipti lögreglumanna og viðskiptavina þeirra. Lögreglumenn fengu hót- anir á milli þess sem þeir beittu tækni sálfræðinnar á þá sem i bílnum voru. Arnar sagði hótanirnar fylgja starfinu:„Það eru margir viðkvæmir fyrir því þegar fjölskyldum þeirra erhótað en taka það síður inn á sig þegar þeim er hótað sjálfum. Það erþó persónubundið eftir mönnum." Þegar blaðamaður spurði Arnar hvort lögreglumenn væru sálfræðingar götunnar sagði hann:„Þetta er góð líking hjá þér. Menn eru þó mismunandi góðir sál- fræðingar en þurfa að takast á við ýmislegt i þessu starfi," sagði hann áður en við kvöddumst með handabandi. gudmundur@dv.is Mikið var að gera hjá Lögreglunni í Reykjavík um helgina. Blaðamaður og ljósmyndari DV slógust með lögreglunni í för á næturvakt A - aðfaranótt föstudagsins. Arnar Rúnar Marteinsson, aðalvarðstjóri á vaktinni, segir hana hafa verið í rólegri kantinum. Útköllin voru þó fjölbreytt. Allt frá byssumönnum um miðja nótt, húsleit vegna fíkniefna og sjálfsvígstilraun til handtöku á manni sem hafði stokkið út úr lögreglubíl á ferð. „Ég er góðkunningi lögreglunnar og þeir hafa alltaf reynst mér vel efég erkurteis við þá.“ Reykjavik er ekki lengur lítil saklaus borg Arnar setur okkur á bíl 103 - stöðvar- bílinn á Hverflsgötunni. Skömmu eftir að við höfum heilsað Arnari með handa- bandi er sagt: „Strákar! Við erum að fara í útkalk Ætlið þið að koma með?" Við göngum út með þremur lögreglu- mönnum. Stökkvum upp í bíl og brun- um af stað. Stefnan er tekin beint á hótel nálægt Þjóðleikhúsinu. Þar höfðu menn verið með óspektir og þóttu ofbeldisfullir. Maður- inn sem hringdi tekur á móti okkur. Veifar höndunum og segir að mennirnir séu farnir út í myrkrið. Hann segir þá hafa reynt að brjóta rúðu í anddyrinu en ekki tekist. „Þegar við komum á staðinn eru þeir yfirleitt farnir," segir bflstjórinn á 103. Við keyrum um miðbæinn og bíðum eftir næsta kalli. Það snjóar töluvert og lögreglumennirnir tala um að í veðri eins og þessu fari fólk fyrr heim. Það klæði sig lflca oftast betur. Klukkan 23.35 keyrum við fram á Tryggva „Hring" Gunnlaugsson. Hann er á hjólinu sínu og ætlar yfir gatnamótin á Lækjargötu. Það þekkja allir lög- reglumenn Tryggra og eru ánægðir með að hann skuli vera edn't á hjólinu. Vió keyrum upp á stöð. Klukkan 23.00 á föstudagskvöld mættu blaðamaður og ljósmyndari DV á lögreglustöðina við Hverflsgötu. Ætlunin var að fylgja lögreglunni heila nótt á vakt eftir sláandi fréttir af hnífstungum og slagsmálum um síð- ustu helgi. Aðalvarðstjöri lögreglunnar á A-vakt, Amar Rúnar Marteinsson, tók vel á móti okkur og lagði línumar fyrir verk- efni næturinnar. Við komum upp á Hverfisgötu og okkur er boðinn kaffibolli. Við setjumst fram f sófa og horfum á sjónvarpið með enn fleiri lögreglu- mönnum. „Vfljið þið sjá stöðina strákar?" spyr einn þeirra. Við jánkum og höldum af stað tfl að skoða okkur um. Endum skoðunarferðina á fangaklefunum á Hverfisgötu. Þeir eru látlaus- ir. Nýbúið að mála þá, steinsteyptur bekkur og teppi. Á ganginum er skrýtin lykt. Eins og af samanblönduðu kaffi og pissi. Það var ein geymsla í notkun af þeim sextán sem eru á stöðinni. Klukkan er eitt og næsta verkefni bíður. „Hann er svolítið valtur," segir fangavörður- inn og á við ölvaðan mann á sjötugsaldri sem við áttum að koma heim fyrir nóttina. „Svona menn þurfa ekki að vera hér yfir nóttina," er sagt við okkur. Við leggjum af stað upp í Skipholt. Inni í bfl er mikið fjör í bland við megna áfengislykt af manninum. Lögreglumennimir spyrja hvemig fylleríið hafði verið: „Ég man síðast eftir mér uppi í Bogahlíð. Þar var ég að djúsa með vini mínum. Svo veit ég ekkert." Þeir halda svo uppi samræðum við hann. Maðurinn var hress miðað við aðstæður og fer með kvæði eftir Bólu- Hjálmar fyrir lögreglumennina. Þegar við komum upp í Skipholt segir hann við okkur að hann hafi siglt um heimsins höf í fjögur ár og að því loknu kveður hann.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.