Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 17
DV Sport MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 17 Stórsigur Fylkis á ÍBV Nýliðar Fylkis halda áfram að gera það gott í DHL-deild karla en á laug- ardaginn unnu þeir góðan níu marka sigur á ÍBV, 27-18. Ingólfur Axelsson fór á kostum hjá Fylki og skor- aði tíu mörk en Ólafur Víðir Ólafsson skoraði fimm fyrir Eyjamenn. Hlynur Morthens fann sig einnig vel í Fylkismarkinu og varði 25 skot. Tveir aðrir leikir fóru fram á laugardaginn og vann lið Víkings/Fjölnis góðan sigur á Þór, 28-27, á meðan Valsmenn höfðu tveggja marka sigur í Mos- fellsbæ, 27-25. Árni Thor til ÍA? Skagamenn eru á góðri leið með að krækja í varnarmann- inn Árna Thor Guðmundsson sem hefur leikið með HK. Kópa- vogsliðið hefur samþykkt tilboð frá ÍA í leikmanninn en enn á eftir að semja við Áma Thor sjálfan. Ólafur Þórðarson, þjálfari ÍA, stað- festi þetta í samtali við DV Sport í gær en Skagaliðið vantar mjög miðverði eftir að þeir Reynir Leósson og Gunnlaugur Jónsson yfir- gáfu liðið í vetur. ÍBV safnar liði Fram kem- ur á heima- síðu ÍBV í gær að samninga- viðræður séu langt á veg komnar við nokkra erlenda leikmenn um að spila með kvennaliði ÍBV í Lands- bankadeildinni næsta sumar. En þar segir einnig að forráðamenn IBV vilji ekki fylla liðið af útlend- ingum og því hafi vaknað sú umræða að sameina lið Selfoss og ÍBV og tefla fram sameiginlegu liði næsta sumar í efstu deild. Þykir það betri kostur en að þurfa að leggja niður meistara- og 2. flokk ÍBV. Framarar sem endurheimtu toppsætið á ný í síðustu umferð tóku á móti KA í leik sem margir bjuggust við að yrði gríðarlega spennandi. Fram vann leikinn 37-27 og var Jóhann Einarsson markahæstur Framara með átta mörk. Hjá KA var Gor- an Gusic atkvæðamestur með 6 mörk. Ljóst er að Framarar ætla sér ekki að slaka á og verður það erfitt fyrir Hauka og Val að standast þeim snúning haldi þeir áfram á þessari braut. Bjuggust margir við því að gríðarleg spennan yrði í leiknum í Safamýrinni enda þurftu bæði liðin mikið á stigunum tveimur að halda. Allt kom þó íyrir ekki og endaði Fram á því að sigra leikinn örugglega með tíu marka mun, 37-27. Þar með töpuðu KA-menn fimmta leiknum í röð og hafa þeir nú aðeins unnið einn leik það sem af er af árinu. Ljóst er að með þessu áfram- haldi munu KA-menn ekki vera KA-menn byrjuðu leikinn mikið betur og komust í 1-4 gegn að því er virtist illa stemmdum Frömurum eftir um fjögurra mínútna leik. Þá settu Framarar í annan gír og um leið urðu KA-menn tveimur mönn- um færri. Komust þá Framarar í stöðuna 7-4 og komust KA-menn ekki mikið nær Frömurum eftir það. Munurinn varð þó aldrei meiri en fimm mörk allt þar til að KA-menn gáfust endanlega upp í lok leiksins. Mikið að hjá KA KA-menn litu aldrei út fyrir að vera tilbúnir að vinna leikinn og furðulegt var hversu lengi þeir héngu í Frömurum. Enginn var til- búinn að taka af skarið í sókninni og sú staðreynd að leikmenn Fram skoruðu 37 mörk segir ýmislegt um í efstu deild á næsta tímabili. liðið þessa dagana. Hreiðar Guð- mundsson markvörður KA var afar ósáttur eftir leikinn en hrósaði þó hinum unga Elmari Kristjánssyni sem kom nokkuð heitur inn í mark KA-manna og varði 12 bolta. Ljóst er að Elmar er mikið efni en hann leik- ur venjulega með þriðja flokik KA og var þetta hans fyrsti meistaraflokks- leikur. Sigfús sjóðandi heitur Hjá Fram var gaman að sjá að all- ir í liðinu virtust leika fyrir hvem annan en í gríðarlega sterku liði þeirra fór þó Sigfús Páll Sigfússon fyrir sínum mönnum og sýndi það og sannaði að það er erfitt að finna betri leikstjórnanda í deildinni í dag. Hvað eftir annað splundraði hann vörn KA-manna og lét boltann Stopp Sverrir Bjömsson tekur hraustlega á KA-manninum Ragnari Njáissyni. ganga afar vel á milli sinna manna. Sigfús var sjálfur afar ánægður með leikinn og þakkaði þennan góða sig- ur stórkostlegri liðsheild bæði í vörn sem og í sókn. Vörn Fram ógnvekjandi Sverrir Björnsson og gamla landsliðskempan og KA-maðurinn fyrrverandi Björgvin Björgvinsson fóm mikinn í vörninni og hreinlega lokuðu á hinn snjalla Jónatan Magn- ússon. Sverrir gerðist einnig svo djarfur að skora heil þrjú mörk í leiknum en fyrir leikinn hafði hann aðeins skorað átta af átján leikjum á þessu tímabili. Guðmundur Guð- mundsson var mjög ánægður með leik sinna manna og sagðist í raun ekkert geta sett út á leik þeirra. Frammistaða þeirra hafði einfald- lega verið mjög góð. Það eina sem hægt var að setja út á var markvarsl- an. „Þetta var bara einn af þessum dögum hjá okkar manni," sagði Guðmundur. Þýski handboltinn um helgina Einar með ellefu mörk Það var að venju nóg um að vera hjá íslenskum handboltamönnum í þýsku úrvalsdeildinni um helgina. Markús Máni markaði endurkomu sína með Dússeldorf eftir meiðsli með þremur mörkum í sigri liðsins gegn Minden, 35-27. Snorri Steinn Guð- jónsson skoraði einnig þijú fyrir Minden. Kronau/Östringen vann óvæntan sigur á Magdeburg, 33-32, og skoraði Sigfús Sigurðsson eitt mark fyrir Magdeburg en Amór Atlason er frá vegna meiðsla. Einar Hólmgeirsson fór hamförum fyrir Grosswallstadt gegn Pfullingen, 30-24, og skoraði ellefú mörk. Gylfi Gylfason skoraði eitt fyrir Wilhelms- havener sem tapaði stórt fyrir Flens- burg, 33-15. Jaliesky Garcia gerði eitt mark fyrir Göppingen og Róbert Sig- hvatsson eitt fýrir Wetzlar í leik sem fyrrnefnda liðið vann, 37-27. Þórir Olafsson skoraði eitt fýrir Lúbeck sem vann Nordhom, 38-34. Einar Hólmgeirs- son Átti stórleik með Grosswaii- stadt og skoraði ell- efu af 30 mörkum liðsins i leiknum. Þá var mikill íslendingaslagur er Lemgo vann Gummersbach, 28-26, í mikilvægum leik. Guðjón Valur Sig- urðsson skoraði átta og Róbert Gunn- arsson fimm fyrir Gummersbach en Logi Geirsson gerði eitt fyrir Lemgo en Ásgeir Öm Hallgrímsson ekkert. ELÍSABET ER EKKI MEÐ NEITT UPPGREIÐSLUGJALD Á BÍLALÁNUM. HÚN SKILUR EKKI AF HVERJU ÞÚ ÆTTIR AÐ BORGA FYRIR AÐ BORGA. Rhíifrb oaot fiiv 6ít9v n/iííri v BETRI KjÖR Á BÍLATRYGGINGUM OG BÍLALÁNUM elisabet.is Vátfyggjandi tr Tryggmgarmftfcloðtn hí. >íU3 i Ui'jvuu n n*i uu ariiftu > ■'S-ðS ,innibli9b 1 gniagehræg — ...... .. . .

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.