Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 23
r*V Sport MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 23 FORMÚLA1 Kýldi á það „Þetta var eina tækifærið sem ég fékk til að vinna keppnina og kýldi ég bara á það," sagði Fernando Alonso eftir keppnina. „Ég vissi að ef ég kæmi á undan honum aft- ur út á brautina myndi ég vinna. Ég náði að skapa þægilegt forskot á Schu- macher og þetta gekk nokkuð auðveldlega fyrir sig síðustu hringina," sagði Alonso sem kom 1,2 sekúndum á undan Þjóðveranum í markið. Gerði engin mistök Michael Schumacher var nokkuð sáttur eftir keppni þó svo að hafa látið eftir forskotið sem hann hafði um miðja keppni. „Ef einhver hefði sagt fyrir keppnina að ég myndi ná öðru sætínu hefði ég verið mjög ánægður. Og ég er mjög ánægður með þennan árang- ur," sagði Schumacher. „Þeg- ar maður er á eftir öðrum bíð- ur maður eftir að hinn gerir mistök. Hann gerði engin mistök og þó svo að ég hefði vissulega viljað vinna verð ég að sætta mig við orðinn hlut." Bíllinn er hraður „Það eru enn margar keppnir eftir á tímabilinu og mér sýnist að bíllinn búi yfir góðum hraða," sagði Finn- inn Kimi Raikkönen sem náði þriðja sæti eftir að hafa byrjað aftast í rásröðinni. „Það er gott að við erum ekki mörgum stigum á eftir Alonso og Schumacher og ég tel það ekkert vafamál að við hefðum getað veitt þeim harða samkeppni og átt möguleika á sigri í dag," sagði Raikkönen en McLar- en-liðið hlaut jafnmörg stig í keppninni og Renault og eru liðin jöfn í efsta sæti í keppni bílasmiða. Það reyndust viðgerðarhléin sem skiptu sköpum í Formúlu 1 kappakstrinum í Bar- ein um helgina. Þeir Fernando Alonso og Michael Schumacher gáfu forsmekkinn að því sem koma skal í sumar er þeir börðust hetjulega fyrir sigrinum. Á endanum vann prinsinn kónginn og hóf því titilvörn sína á besta mögulega máta. Kimi Raikkönen minnti þó á sig og vann sig upp í þriðja sætið úr því síðasta. Enginn tnngntitringur í liöi Renault Spánverjinn Fernando Alonso hóf titilvörn sína í Formúlu 1 kappakstrinum með stæl með því að bera sigur úr býtum í Bar- ein um helgina. Alonso var þriðji á ráspól á eftir báðum Ferrari- bifreiðunum en þökk sé skynsamlegum akstri og frábærum við- gerðarhléum náði hann að taka fram úr Michael Schumacher á 39. hring og lét hann forystuna aldrei af hendi eftir það. Alonso var reyndar hætt kom- inn strax á áttunda hring þegar Felipe Massa, ökumaður Ferrari, missti stjórn á bflnum í fyrstu beygjunni en þegar þarna var kom- ið var Brasilíumaðurinn rétt á eftir Alonso. Bfll Massa rann stjórn- laust fram fyrir Alonso í beygj- unni og náði Spánverj- inn að halda sínu striki. Allt gekk hnökralaust eftir þetta hjá meistar- anum en bæði hann og Schumacher tóku tvö viðgerðarhlé. Alonso var síðari til að taka hléin og í seinna skiptið tókst honum að skila sér aftur út á braut- ina, aðeins hársbreidd á undan Þjóðverjanum. Renault-menn voru afar skynsamir, bæði í tímatök- unum og í kappakstrinum, og geta þakkað öguðum vinnu- brögðum fyrir sigurinn. Alonso var með meira eldsneyti á bflnum í tímatökunum en Schumacher sem dugði honum til að aka nokkra hringi eftir að sá síðarnefndi tók sín viðgerðarhlé. Reyndist það ríða baggamuninn. Finninn fljúgandi Kimi Raikkönen var valinn ökumað- ur ársins í fyrra þrátt fyrir yfirburði Alonso og var það ekki að ástæðulausu. Eftir skelfilega tímatöku þar sem fjöðrunarbúnaður bilaði áður en hann gat klárað einn heilan hring byrjaði hann aft- astur í rásröðinni en náði engu að síður að vinna sig upp í þriðja sætið. Strax í fýrstu beygjunum komst hann fram hjá tíu bflum og var kominn „Renault-menn voru afar skynsamir, bæði í tímatökunum og í kappakstrinum, og geta þakkað öguðum vinnubrögðum fyrir sigurinn." upp í níunda sætið áður en við- gerðarhléin hófust. Þökk sé nýjum reglum í tíma- tökunum gat Raikkönen fyllt bfl sinn af eldsneyti fyrir kappakstur- inn og gat því leyft sér að taka að- eins eitt viðgerðarhlé. Hann hafði nokkrar áhyggjur af álaginu á dekk- in en hélt ró sinni allan tímann og gerði engin mistök. Jenson Button reyndi hvað hann gat á Honda-bif- reið sinni að ná síðasta verðlauna- sætinu af honum en án árangurs. Hörð keppni bílasmiða Fjórir ökumenn fjögurra bfla- smiða voru í fjórum efstu sætunum um helgina. McLaren-bifreið Juans Pablos Montoya var næst og á eftir honum komu báðir Williams-bfl- arnir. Þá skyldi enginn afskrifa enda sýndu báðir ökumenn að þeir eru til alls líklegir. Sérstaka athygli vakti Nico Rosberg sem var um helgina að keppa í sínum fyrsta Formúlu 1 kappakstri. Hinn tvítugi Rosberg, sonur Kekes Rosberg sem varð Formúlu 1 meistari árið 1982, varð í gær yngsti ökuþórinn frá upphafi til að næla sér í stig í keppni ökuþóra. Lengi vel leit út fyrir að stigið yrði bara eitt en hon- um tókst að taJca fram úr Austurrík- ismanninnum Christian Klien í fyrstu beygju síðasta hringsins. Massa lofar góðu Felipe Massa hefði sjálfsagt vilj- að byrja betur en honum tókst þó að vinna sig upp í níunda sæti eftir mistökin snemma í keppninni en árangurinn í tímatökunum lofar þó góðu og á hann sjálfsagt eftir að veita öðrum ökumönnum harða keppni, liðsfélaga sínum meðtöld- um. eirikurst@dv.is ENNOGAFTUR ftuqnablikið Kimi Raikkönen byrjaði aftastur í kappakstrinum í gærþarsem fjöðrunar- búnaður bilaði i tímatökunum með þeim afleiðingum sem hér sjást. Frammistaða hans ígær varþó með ólíkindum þar sem honum tókst að vinna sig alia leið upp í þriðja sætið. _________________DV-mynd ReutenJ URSLITOG STAÐAN EFTIR KEPPNIHELGARINNAR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.