Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 14
14 MÁNUDAGUR 13. MARS 2006 Fréttir DV • Hálf vand- ræðaleg staða kom upp á Prik- inu á Laugavegi á laugardagskvöld- ið. Kærustuparið fyrrverandi, Unnur Bima Vil- hjálmsdóttir feg- urðardrottning með meiru og knattspyrnukappinn Pétur Óskar Sigurðsson voru bæði á staðnum en voru þar hvort í sínu lagi; Unnur Birna með vin- konum sínum og Pétur með vin- konu sinni. Loft þótti lævi bland- ið á staðnum á meðan Unnur Birna og Pétur kepptust við að taka ekki hvort eftir öðm - jafnvel þótt þó mættust í mannþröng- inni... • Mikið var um árs- hátíðir um helgina. Starfsfólk Avion Group og Símans skemmtu sér vel. Eins voru lögmenn í Lög- mannafélagi fslands í góðum gfr í Gyllta salnum á Hótel Borg á laug- ardagskvöldið. Ellert B. Schram, forseti ÍSÍ, var heiðursgestur og Skari Skrípó veislustjóri. Rjóminn af lög- mannastéttinni mætti í sínu fín- asta pússi með mökum. Vilhjálm- ur H. Vilhjálmsson lét sig auðvitað ekki vanta og var með önnu Lilju Johansen upp á arminn. Glæsilegt par þar á ferð... • Poppkóngurinn Bubbi Morthens sagðist í héraðs- dómi á föstudag vera breyttur maður eftir að Hér og nú birti mynd af honum sem tekin var á förnum vegi í Reykjavík í fyrrasumar. Sagðist Bubbi nú ekki fara út úr húsi án þess að skima bæði til vinstri og hægri eftir ljósmyndurum. Sagðist hann jafnvel draga fyrir alla glugga á heimili sínu til að koma í veg fyrir myndatökur inn um rúð- una. Þá nefndi söngvarinn sér- staklega að hann værir hættur að fara allsber út úr stofunni og í heita pottinn eins og hann var vanur... • Elfa Björk Rúnarsdótdr Idol- stjarna fékk sérstakt bónorð frá kærasta sínum Daníel Þorgeirs- syni á laugardagskvöldið. Elfa var stödd á árs- hátíð 365 miðla með kærasta sín- um sem er fréttamaður á NFS þegar skemmtiat- riði kvölsins byrjuðu og á risastór- um skjá birtist Daníel og tjáði rúmlega 600 manns sem staddir voru á hátíðinni að hann væri ást- fanginn af henni Elfu sinni og bað hennar í beinni. Hún sagði já... Ram Bahdur Banjna er 15 ára gamall drengur frá Ratanpur í Barahéraði í Nepal. Hann er af mörgum talinn vera Búdda endurfæddur. Hann hafði stundað hug- leiðslu undir sama trénu frá því í maí á síðasta ári. Á laugardaginn hvarf hann svo, nánast sporlaust. Þó eru einhverjir sem telja sig hafa séð hann í frumskógum í suðurhluta Nepal. Hundruð manna í Nepal leita nú 15 ára gamals drengs sem sumir telja vera Búdda endurfæddan. Hans er leitað í frum- skógum í suðurhluta landsins. Drengurinn, sem ber nafnið Ram Bahdur Banjan, hafði setið með krosslagða fætur og lokuð augu í hugleiðslu frá því í maí í fyrra. Fylgismenn hans segja hann hvorki hafa neytt matar né drykkjar á þeim tíma. Grunur leikur á um að maóistar eða glæpaklíkur í landinu hafi numið dreng- inn á brott. Banjan komst í fréttirnar í fyrra þegar það spurðist út að hann hafði stundað hugleiðslu frá 17. maí 2005. Nágrannar hans í þorp- inu Ratanpur í Barahéraði ákváðu að stofna sérstakt ráð, sem hefði það hlutverk að vernda drenginn frá ágengum ferða- og fréttamönn- um. Tréð, sem Banjan hugleiddi undir, var girt af. Þúsundir manna komu í þorpið og börðu hann aug- um. Þeir stóðu í um 30 metra fjar- lægð frá honum því ekki var hægt að komast nær. Búdda endurfæddur Fylgismenn Banjans telja hann vera Gautama Siddhartha, sem síðar varð þekktur sem Búdda, endurfæddan. Siddharta kom frá Fylgismenn Banjans telja hann vera Gautama Siddhartha, sem síðar varð þekkt- ursem Búdda, endur- fæddan. sama landshluta og Banjan. Sam- kvæmt fréttaflutningi frá staðnum hétu mæður þeirra beggja Maya. Móðir Banjans segir hann snemma hafa neitað að borða kjöt og verið afar áhugasaman um starfsemina í munkaklaustrum. Það var svo í maí síðastliðnum sem hann hóf hugleiðsluna frægu. Hann hefur Endunfæddur Búdda er Ferðamenn Þúsundir ferðamanna hafa lagt ieið sina til Ratanpur, tilþess að berja drenginn augum. I hugleiðslu Hérsést hinn endurfæddi Búdda, að þvi er fyigismenn hans telja, undir tré I hugleiðslu. allan tímann aðeins verið klæddur í kufl, þrátt fyrir harðan vetur. Hann hefur ekki sagt eitt einasta aukatekið orð, að því er fylgismenn hans segja. Hann hefur ekki einu sinni opnað augun. Þetta staðfesta þeir sem hafa Iagt leið sína til þess að sjá drenginn. Þó hafa ferða- menn ekki fengið að sjá Banjan á nóttunni, því skilrúm er dregið fyrir tréð sem hann biður undir. Nánast sporlaust Á sunnudag hófu menn að leita hans, en talið er að hann hafi horfið á laugardaginn. Föt hans fundust nálægt trénu sem hann hafði hugleitt undir. Fylgismenn hans, fjölskylda og lögreglumenn taka þátt í leitinni. Að sögn Gautam Raj Kattel lögreglumanns er talið að Banjan hafi farið suður. Grunur leikur á um að Banjan hafi verið brottnuminn, annaðhvort af maóistum eða glæpaklíkum. Kattel segir það þó ekki vera líklegt. Hann telur að Banjan hafi einfaldlega gengið í burtu. kjartan@dv.is Maðkur í mysunni við dauða stríðsglæpamanns í Haag Gruna að Milosevic hafi látist úr eitrun Réttarlæknir í Haag sem fram- kvæmdi krufningu á Slobodan Milosevic, fyrrverandi forseta Serbíu, hefur sagt að hugsanlegt sé að eitrað hafi verið fyrir honum. Sameinuðu þjóðimar hafa sagt að mögulega gæti verið um sjálfsmorð að ræða. Milosevic fannst látinn í fanga- klefa sínum á laugardagsmorgun. Hann var í miðju réttarhaldi vegna ákæm um ártuga stríðsglæpi. Meðal annars er hann sagður hafa skipu- lagt morð á yfir 250 þúsund manns. Réttarhaldið yfir Milosevic hefur tafist mjög mikið vegna veikinda hans. Margir segja að hann hafi verið að tefja réttarhaldið með skrípaleik. Milosevic skildi eftir sex sfðna bréf stílað til undanríkismálaráð- herra Rússlands. „Þeir væm til í að eitra íyrir mér,“ segir Milosevic í bréfi sínu. Aðalsaksóknari málsins segir á hinn bóginn að það sé frekar mikill möguleiki að hann hafi eitrað fyrir sjálfum sér og reynt að kenna Sameinuðu þjóðunum um. Komið hefur í ljós að báðir for- eldrar Milosevic frömdu sjálfsmorð ásamt nokkmm meintum stríðs- glæpamönnum. Fyrrverandi forseti Bandaríkj- anna, Bill Clinton, hefur sagt að það dauðdagi Milosevic sé slæmur. „Hann fær ekki fleiri tækifæri til að játa stríðsglæpi sína en þetta sýnir á sama tíma að stríðsglæpa- menn komast ekki upp með þá,“ sagði Clinton. Slobodan Milosevic Ákærður fyrir að drepa fjölda manns og dó svo sjdlfur Imiöjum réttarhöidum. POSTURINN vBíhmhÍIw^ Reiður setti ís í póstkassa Japaninn Yoshiaki Kobayashi var nýlega hand- tekinn fyrir það furðulega athæfi að setja ís í póstkassa. Kobayashi hef- urjátað að hafa gert þetta en segist hafa gert það vegna þess að ekki hafi gengið nógu vel í vinnunni og að hann hafi þurft að fá útrás fyrir reiði sína. Lögreglan hefur sagt blaða- mönnum að þeir séu að rannsaka tengsl Kobayashi við fjögur svipuð tilfelli og telja líklega að hann verði kærður fyrir að eyðileggja póst ann-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.