Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 24

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.2006, Blaðsíða 24
24 MÁNUDACUR 13. MARS2006 Lffsstíll DV Sérstaklega úrillur svangur Sigmar Guðmundsson fjölmiðlamaður: „Ég er algjörlega handónýtur maður efég fæ ekki morgunmat. Það er beinllnis hættulegt að vera í kringum mig áður en ég fæ mér fyrstu máltlöina, því ég er sérstaklega úrillur þegar ég er svangur/ svarar nýi spyrillinn í Gettu betur, Sigmar Guðmunds- son, aðspurður um morgunmatinn og heldur áfram:„Ég geri hins vegar ekkert sérstaklega miklar kröfur um eitthvað gúrmei stöffá morgnana. Ristuð beygla eða annað brauð, serlós eða Special K er flnt. Hafragrauturstöku sinnum eða skyrdrykkur og banani er llka á listanum.“ Ingvar H. Guðmundsson Motur Hvftlauks- pftsa Uppskrift fyrir sex: 1 tilbúinn pítsubotn (12") 2 hvítlauksrif 85 gr. smjör 1 tsk. fersk steinselja, söxuö 1 tsk. cayenne pipar 7. Forhitið ofninn 1250'C. ■ 2. Setjið pítsubotninn á plötu með bök- unarpappírog bakið I ofninum 15 mín. 3. Setjið hvltlaukinn Imatvinnsluvél og maukið. 4. Setjið hvitlaukinn og smjörið Ilitla skál og blandið saman. Bætið steinselj- unni úti. 5. Fjarlægiö pltsubotninn úrofninum og smyrjið með hvitlaukssmjörinu. Stráið cayenne-piparnum yfír. 6. Setjið pitsuna aftur I ofninn og bakið i eina mlnútu til viðbótar. 7. Fjarlægið hvitlaukspltsuna úr ofnin- um, skerið Isneiðar og berið fram. Með ósk um góðan dag, Ingvar. s__________________________________) Liísstill liitti hjonin Ellen Drofn Bjornsdottur og tdgar Konráð Gapunay sem dansa saman og reka Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar. Það er fróölegí aö heyra hvaö þessi hjþ$ eru jneövituö um tfvaÖ dans- inn gerir mikið íyfir sálina og lífsglábina. „Við Edgar höfum rekið dans- skólann í tæplega tvö ár. Hann sér um alla kennslu og ég hef séð um daglegan rekstur," segir Ellen Dröfn þegar við hittum hana og Edgar skólastjóra Dansskóla Sig- urður Hákonarsonar. Edgar hefur verið í dansi frá því hann var fimm ára gamall. „Ég hef verið að kenna meira og minna í fjórtán ár í skól- anum," segir hann og heldur áfram: „Ásamt því að kenna í styttri tíma á Englandi, Hong Kong og Bandaríkjunum." Ellen hlustar á manninn sinn og tekur síðan til máls. „Ég lærði hins vegar smám saman að dansa í grunn- skóla þegar ég bjó úti á landi. Þar voru haldin námskeið einu sinni á ári en Eddi hefur kennt mér það sem ég kann í dag," bætir hún við brosandi. Danshreyfingar góðar „Þú færð mikla hreyfingu með „Dcmslnn erlfka gleðlgjafi sem vlnn- ur gegn streitu, eyk- urþolog samhæf- Ingu líkamans því að dansa og margir nota dans- inn sem líkamsrækt. Dansinn er líka gleðigjafi sem vinnur gegn streitu, eykur þol og samhæfingu líkamans. En þetta er líka kunnátta sem þú notar alla ævi," svarar Ellen þegar talið berst að því hvort tenging er á milli líkama og sálar þegar dansinn er annars vegar. „Það geta allir dansað og til þess eru dansskólamir að læra þetta. En til að byrja með er farið í undir- stöðuatriðin og svo er byggt ofan á það ný spor og tækni jafiit og þétt. Ekki má gleyma þolinmæði bæði gagnvart öðrum en kannski sérstak- lega gagnvart sjálfum sér, því allt tekur tíma sem maður lærir. En erf- iðasti hluturinn er kannski að kon- umar leyfi manninum að stjóma sér en það er oft sagt að þetta er eini staðurinn sem karlmaðurinn fær og á að stjóma," segir hún og brosir breitt. Dansáhugi mikill „Dansskólinn hefur eflt starf- semi sína mikið undanfarin ár. Við erum auðvitað með hina hefð- bundnu samkvæmisdansa sem em alitaf vinsælir. Yngstu nemendur skólans em fjögurra ára og elstu rúmlega áttatíu ára. Þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi," segir hún geislandi og heldur áfiam: „Við höfum líka boðið upp á salsanámskeið fyrir pör og einstak- linga og ffeestyle-jazzbailet," útlist- ar hún og bætir við: „Það nýjasta er magadans. Byrjendur og lengra komnir em vissulega velkomnir til okkar," segir Ellen þegar kvatt er og hvetur lesendur Lífsstfls að skrá sig á fimm vikna byijendanámskeiðin fyrir fullorðna í samkvæmisdönsum hjá Dansskóla Sigurðar Hákonar- sonar. elly&dv.is Dansari.is,, Við erum með hefðbundna samkvæmisdansa sem eru alltaf vinsælastir hjá okkur. Yngstu nemendur skól- ans eru fjögurra ára og þeir elstu rúmiega áttatiu ára. Þannig að allir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. “ LIFSSTIL 5 Bygí fsl Helga Mogensen 9: slenska byggið sem Eymundur í Vallamesi framleiðir fýrir þjóð- ina er ótrú- lega gott í mat- argerð. Byggið er gott í grauta, t.d. kornasalat, brauðgerð, víngerð og góð viðbót við hrísgrjón. Ríkt af trefjum, andoxunarefnum, E- vítamínum, kalki og B-vítamínum. í byrjun vikunnar er tilvaiið að gefa ykkur uppskrift af súrsætu byggsalati sem uppmnalega kemur frá Asíu. Smátt söxuð handfylli af rucola-sal- ati Iffrænu, ca 100 gr. Smátt söxuð handfylli af spfnatsalati lífrænu, ca 100 gr. 150 gr af baunaspírum 400 gr af soðnu byggi sem búið er að kæla, sjá uppskrift á pakka 4 vorlaukar smátt saxaðir 100 gr salthnetur ristaðar og mulnar 50 gr söxuð mynta 50 gr söxuð basilikka 50 gr af soðnum grænum baunum Sósan: 2 msk lífræn olífuolía 2 hvítlauksgeirar marðir 1 msk sítrónusafi 2 msk sojasósa 1 msk agavesýróp frá Allos Hnffsoddur af cayenapipar Blandið vel saman bygginu, græna salatinu, kryddunum og hnetunum. Hvað varðar sósuna i í salatið byrjið þá á því að léttsteikja hvít- laukinn í olíu, kæla niður og setja í í skál ásamt sítrónusafanum, sojasósu, agavesýrópinu og krydd- unum og þeyta vel saman. Smakk- ið til með salti og pipar ef á vantar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.